Himnesk heilbrigðisþjónusta Guðjón S. Brjánsson skrifar 13. júlí 2017 07:00 Draumaferð fyrrverandi þingmanns og ráðherra Sjálfstæðisflokksins til Svíþjóðar varð að fjölmiðlaefni fyrir skömmu. Þangað fór hún í fimm manna hópi í liðskiptaaðgerð. Svo vildi til að Klíníkin skipulagði ferðina en þar er forstjóri og aðaleigandi gömul samstarfskona og flokkssystir ferðalangsins. Meðeigendur fyrirtækisins eru úr fjölskyldu forsætisráðherra. Allir farþegarnir voru af biðlista Klíníkurinnar, enginn hafði verið á bið hjá Landspítala, á Akureyri eða Akranesi. Stofa þessi hefur verið að reyna að brjóta sér leið að opinberum sjóðum til að veita heilbrigðisþjónustu. Sérkennilegt hvernig þetta ber allt að, kannski óheppileg tilviljun í samhengi hlutanna. Ferðinni lýsti ráðherrann fyrrverandi af tilfinningamóð í viðtölum. Hámarki sælunnar virtist náð þegar rennt var í hlað spítalans góða og henni tjáð að þetta væri einkarekið sjúkrahús sem að eigin sögn kom algjörlega flatt upp á hana. Allt voru þetta mikil undur og dásemdin ein. Ferðin var farin á grundvelli EES-tilskipunar um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Sú heimild er ein afurð þess ágæta samstarfs sem jafnaðarmenn knúðu í gegn fyrir 25 árum. Draga þurfti Sjálfstæðisflokkinn með, bæði tregan og klofinn. Það er ánægjulegt að flokksmaðurinn skuli hafa fengið að upplifa kosti þessa sambands svo jákvætt á eigin skinni. Hún rakti himinlifandi í viðtölum að ríkið greiddi allan kostnað. Um þessar ferðir gilda ákvæði reglugerðar nr. 484/2016 sem Sjúkratryggingar Íslands framfylgja skv. settum skilyrðum. Það er skömm að bið eftir brýnum aðgerðum skuli vera svo löng á Íslandi, og ástæðan er mannanna verk. Ráðandi öfl í samfélaginu úr hópi Svíþjóðarfarans hafa ljóst og leynt svelt opinberar heilbrigðisstofnanir en alið við brjóst sér einkareknar heilbrigðisstofur sem leika lausum hala á kostnað annarra þátta. Samfylkingin er með fullbúnar tillögur um stóraukið fé til heilbrigðisþjónustunnar, einkum Landspítala og annarra sjúkrahúsa og nálgast þar með Norðurlönd. Með því yrði hægt að taka á biðlistum og draga úr greiðslum fyrir dýrar aðgerðir erlendis.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Draumaferð fyrrverandi þingmanns og ráðherra Sjálfstæðisflokksins til Svíþjóðar varð að fjölmiðlaefni fyrir skömmu. Þangað fór hún í fimm manna hópi í liðskiptaaðgerð. Svo vildi til að Klíníkin skipulagði ferðina en þar er forstjóri og aðaleigandi gömul samstarfskona og flokkssystir ferðalangsins. Meðeigendur fyrirtækisins eru úr fjölskyldu forsætisráðherra. Allir farþegarnir voru af biðlista Klíníkurinnar, enginn hafði verið á bið hjá Landspítala, á Akureyri eða Akranesi. Stofa þessi hefur verið að reyna að brjóta sér leið að opinberum sjóðum til að veita heilbrigðisþjónustu. Sérkennilegt hvernig þetta ber allt að, kannski óheppileg tilviljun í samhengi hlutanna. Ferðinni lýsti ráðherrann fyrrverandi af tilfinningamóð í viðtölum. Hámarki sælunnar virtist náð þegar rennt var í hlað spítalans góða og henni tjáð að þetta væri einkarekið sjúkrahús sem að eigin sögn kom algjörlega flatt upp á hana. Allt voru þetta mikil undur og dásemdin ein. Ferðin var farin á grundvelli EES-tilskipunar um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Sú heimild er ein afurð þess ágæta samstarfs sem jafnaðarmenn knúðu í gegn fyrir 25 árum. Draga þurfti Sjálfstæðisflokkinn með, bæði tregan og klofinn. Það er ánægjulegt að flokksmaðurinn skuli hafa fengið að upplifa kosti þessa sambands svo jákvætt á eigin skinni. Hún rakti himinlifandi í viðtölum að ríkið greiddi allan kostnað. Um þessar ferðir gilda ákvæði reglugerðar nr. 484/2016 sem Sjúkratryggingar Íslands framfylgja skv. settum skilyrðum. Það er skömm að bið eftir brýnum aðgerðum skuli vera svo löng á Íslandi, og ástæðan er mannanna verk. Ráðandi öfl í samfélaginu úr hópi Svíþjóðarfarans hafa ljóst og leynt svelt opinberar heilbrigðisstofnanir en alið við brjóst sér einkareknar heilbrigðisstofur sem leika lausum hala á kostnað annarra þátta. Samfylkingin er með fullbúnar tillögur um stóraukið fé til heilbrigðisþjónustunnar, einkum Landspítala og annarra sjúkrahúsa og nálgast þar með Norðurlönd. Með því yrði hægt að taka á biðlistum og draga úr greiðslum fyrir dýrar aðgerðir erlendis.Höfundur er alþingismaður.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun