Rennibrautir vígðar í milljóna framúrkeyrslu Haraldur Guðmundsson skrifar 13. júlí 2017 06:00 Sundlaug Akureyrar státar nú af lengstu rennibraut landsins sem er 86 metrar að lengd. Hún kostaði aftur á móti sitt. vísir/auðunn Nýju rennibrautirnar þrjár í Sundlaug Akureyrar verða vígðar í dag og stendur heildarkostnaður við endurbætur þar nú í um 405 milljónum króna. Líklegt er að sú tala hækki en upphaflega áttu framkvæmdir á svæðinu að kosta 270 milljónir.Ingibjörg Ólöf Ísaksen„Verkefnið hefur breyst mikið á þessum tíma og um mikið uppsafnað viðhald til margra ára að ræða. Við erum búin að setja rennibrautirnar þrjár upp, sem áttu upphaflega einungis að vera tvær, skipta um yfirborðsefni á öllum bökkum laugarinnar og erum komin með nýja lendingarlaug. Þá eru einnig ný leiktæki, skipt var um yfirborðsefni í vaðlaug og á bökkum og steyptur kaldur pottur,“ segir Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar. „Við biðum aftur á móti með nýjan heitan pott og svo á eftir að ganga frá garðinum og sólbaðsaðstöðunni þar. Það verður gert með haustinu og auk þess ætlum við að taka í notkun fjölnotaklefa fyrir fatlaða og aðra hópa með sérþarfir. Svo grófum við upp garðinn og ætlum að hafa allt svæðið í svipaðri hæð og auka þannig aðgengi allra. Sundlaugargarðurinn er enn í hönnun og því getum við ekki gefið nákvæma tölu yfir heildarkostnað verkefnisins.“ Framkvæmdir við sundlaugina hófust í október í fyrra eða einu ári eftir að bæjaryfirvöld höfðu kynnt að áætlaður kostnaður væri 270 milljónir króna. Kom þá fram að þær væru vissulega dýrar en hins vegar nauðsynlegt aðdráttarafl fyrir íbúa og ferðamenn. Gengið var frá fyrsta samningi vegna kaupa á nýrri rennibraut árið 2013 og í árslok 2016 stóð framkvæmdakostnaðurinn í 297 milljónum. „Athöfnin í dag verður stór áfangi og margir búnir að bíða eftir þessu og þetta verður frábært,“ segir Ingibjörg Ólöf. Rennibrautirnar verða vígðar klukkan 14.00 og þá tilkynnt um sigurvegara í samkeppni um nöfn á nýju brautirnar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Tengdar fréttir Nýju rennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar að smella saman Reiknað er með að Akureyringar, sem og aðrir gestir sundlaugarinnar, geti byrjað að renna sér í nýju rennibrautunum um mánaðarmót júní og júlí. 4. maí 2017 15:30 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fleiri fréttir Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Sjá meira
Nýju rennibrautirnar þrjár í Sundlaug Akureyrar verða vígðar í dag og stendur heildarkostnaður við endurbætur þar nú í um 405 milljónum króna. Líklegt er að sú tala hækki en upphaflega áttu framkvæmdir á svæðinu að kosta 270 milljónir.Ingibjörg Ólöf Ísaksen„Verkefnið hefur breyst mikið á þessum tíma og um mikið uppsafnað viðhald til margra ára að ræða. Við erum búin að setja rennibrautirnar þrjár upp, sem áttu upphaflega einungis að vera tvær, skipta um yfirborðsefni á öllum bökkum laugarinnar og erum komin með nýja lendingarlaug. Þá eru einnig ný leiktæki, skipt var um yfirborðsefni í vaðlaug og á bökkum og steyptur kaldur pottur,“ segir Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar. „Við biðum aftur á móti með nýjan heitan pott og svo á eftir að ganga frá garðinum og sólbaðsaðstöðunni þar. Það verður gert með haustinu og auk þess ætlum við að taka í notkun fjölnotaklefa fyrir fatlaða og aðra hópa með sérþarfir. Svo grófum við upp garðinn og ætlum að hafa allt svæðið í svipaðri hæð og auka þannig aðgengi allra. Sundlaugargarðurinn er enn í hönnun og því getum við ekki gefið nákvæma tölu yfir heildarkostnað verkefnisins.“ Framkvæmdir við sundlaugina hófust í október í fyrra eða einu ári eftir að bæjaryfirvöld höfðu kynnt að áætlaður kostnaður væri 270 milljónir króna. Kom þá fram að þær væru vissulega dýrar en hins vegar nauðsynlegt aðdráttarafl fyrir íbúa og ferðamenn. Gengið var frá fyrsta samningi vegna kaupa á nýrri rennibraut árið 2013 og í árslok 2016 stóð framkvæmdakostnaðurinn í 297 milljónum. „Athöfnin í dag verður stór áfangi og margir búnir að bíða eftir þessu og þetta verður frábært,“ segir Ingibjörg Ólöf. Rennibrautirnar verða vígðar klukkan 14.00 og þá tilkynnt um sigurvegara í samkeppni um nöfn á nýju brautirnar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Tengdar fréttir Nýju rennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar að smella saman Reiknað er með að Akureyringar, sem og aðrir gestir sundlaugarinnar, geti byrjað að renna sér í nýju rennibrautunum um mánaðarmót júní og júlí. 4. maí 2017 15:30 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fleiri fréttir Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Sjá meira
Nýju rennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar að smella saman Reiknað er með að Akureyringar, sem og aðrir gestir sundlaugarinnar, geti byrjað að renna sér í nýju rennibrautunum um mánaðarmót júní og júlí. 4. maí 2017 15:30