Telur að koma Costco hafi áhrif á nýja og umdeilda auglýsingu ÁTVR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 20:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gagnrýnin á nýja auglýsingu ÁTVR. vísir/stefán Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. Þingmaðurinn veltir fyrir sér hver raunverulegur tilgangur auglýsingarinnar og spyr hvort ekki sé í raun um dulda áfengisauglýsingu að ræða og þá gagnrýnir hún jafnframt kostnaðinn við gerð hennar.Vísir fjallaði um auglýsinguna í gær og þá gagnrýni sem fram hefur komið á hana en í fréttinni en kom fram að áætlaður kostnaður við hana sé um 13 milljónir króna. Þá er tilgangur hennar meðal annars, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, að vera hvatning og áminning til starfsfólks fyrirtækisins um miklvægi þess að biðja um skilríki ásamt því að hvetja ungt fólk til að sýna skilríki að fyrra bragði. Auglýsingin var rædd í Bítinu á Bylgjunni í dag og var Áslaug Arna einfaldlega spurð hvað hann fyndist um hana. „Fyrst og fremst finnst mér óeðlilegt að skattgreiðendur séu að borga fyrir ímyndunarbaráttu ríkisfyrirtækis og hvað þá ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu. Það var auðvitað frekar áhugavert að sjá þetta í gær því það var greinilega tilgangur ÁTVR að koma með þessa auglýsingu án þess að greina frá því fyrir hvern hún væri þetta var svona dulbúin ÁTVR-auglýsing. En það voru aðilar sem sáu í gegnum lénið og komust í rauninni að því óvart að þetta væri auglýsing frá Vínbúðinni,“ sagði Áslaug Arna.Sérstakt að ÁTVR fari í auglýsingaherferðir Hún sagði jafnframt að sér þætti auglýsingin dýr og kvaðst hafa velt ímyndarbaráttu ÁTVR fyrir sér. „Maður veltir fyrir sér hver raunverulegi tilgangurinn sé. Er það að sýna að ÁTVR sé eina fyrirtækið í heiminum og hér á Íslandi sem getur sinnt því að vera ábyrgt fyrirtæki sem selur áfengi og önnur fyrirtæki séu það ekki eða eru þetta ekki bara duldar áfengisauglýsingar að vera að auglýsa ÁTVR yfir höfuð?“ Þá benti Áslaug Arna á það að ÁTVR fer reglulega í auglýsingaherferðir en í þeim sé auðvitað ekki verið að auglýsa áfengi þar sem það sé bannað með lögum. Hún sagði að sér fyndist það verulega sérstakt að ríkisverslun færi fram með þessum hætti, ekki síst í ljósi að ÁTVR er með einokunarstöðu á smásölumarkaði fyrir áfengi.Íslendingar farnir að sjá að hægt er að kaupa áfengi á lægra verði Aðspurð hvers vegna hún teldi að ÁTVR væri að fara af stað með svo stóra auglýsingu núna svaraði Áslaug því til að hún teldi að koma Costco hefði áhrif. „Þau eru kannski að reyna að passa upp á það að fólk styðji þau í gegnum það að halda velli og mér finnst það líka sérstakt að ríkisfyrirtæki sé að gera það. Ég held að Costco spili svolítið inn í þetta. Þau eru að eyða gríðarlegum fjármunum í þessa auglýsingu og Costco hefur stór áhrif í þessu því Íslendingar eru farnir að sjá að það er hægt að kaupa mun ódýrara áfengi eins og matvöru af Costco en þó ekki fyrir almenning heldur bara fyrir þá sem eru með fyrirtæki. Ég held að fólk sé bara að sjá þetta og ÁTVR er hrætt við Costco eins og aðrar búðir því það er ekki bara loksins verið að selja okkur ódýrari matvöru heldur eru líka tækifæri á að fá ódýrara vín og ég held að Íslendingar sjái það.“ Þá benti Áslaug Arna á að ef ÁTVR væri ekki með einokun á sölu á áfengi gæti almenningur keypt áfengi í Costco á heildsöluverði eins og mat og aðrar vörur sem þar eru seldar. Hlusta má á viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Raunveruleikaþátturinn Röðin: Milljóna króna auglýsing ÁTVR sætir gagnrýni Auglýsingin er í formi einskonar raunveruleikaþáttar þar sem þátttakendur koma fyrir sérhæfða dómnefnd, skipuðum tannlækni, lögreglumanni, dyraverði, sálfræðingi og förðunarfræðingi, sem eiga að aldursgreina viðkomandi. 12. júlí 2017 22:30 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. Þingmaðurinn veltir fyrir sér hver raunverulegur tilgangur auglýsingarinnar og spyr hvort ekki sé í raun um dulda áfengisauglýsingu að ræða og þá gagnrýnir hún jafnframt kostnaðinn við gerð hennar.Vísir fjallaði um auglýsinguna í gær og þá gagnrýni sem fram hefur komið á hana en í fréttinni en kom fram að áætlaður kostnaður við hana sé um 13 milljónir króna. Þá er tilgangur hennar meðal annars, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, að vera hvatning og áminning til starfsfólks fyrirtækisins um miklvægi þess að biðja um skilríki ásamt því að hvetja ungt fólk til að sýna skilríki að fyrra bragði. Auglýsingin var rædd í Bítinu á Bylgjunni í dag og var Áslaug Arna einfaldlega spurð hvað hann fyndist um hana. „Fyrst og fremst finnst mér óeðlilegt að skattgreiðendur séu að borga fyrir ímyndunarbaráttu ríkisfyrirtækis og hvað þá ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu. Það var auðvitað frekar áhugavert að sjá þetta í gær því það var greinilega tilgangur ÁTVR að koma með þessa auglýsingu án þess að greina frá því fyrir hvern hún væri þetta var svona dulbúin ÁTVR-auglýsing. En það voru aðilar sem sáu í gegnum lénið og komust í rauninni að því óvart að þetta væri auglýsing frá Vínbúðinni,“ sagði Áslaug Arna.Sérstakt að ÁTVR fari í auglýsingaherferðir Hún sagði jafnframt að sér þætti auglýsingin dýr og kvaðst hafa velt ímyndarbaráttu ÁTVR fyrir sér. „Maður veltir fyrir sér hver raunverulegi tilgangurinn sé. Er það að sýna að ÁTVR sé eina fyrirtækið í heiminum og hér á Íslandi sem getur sinnt því að vera ábyrgt fyrirtæki sem selur áfengi og önnur fyrirtæki séu það ekki eða eru þetta ekki bara duldar áfengisauglýsingar að vera að auglýsa ÁTVR yfir höfuð?“ Þá benti Áslaug Arna á það að ÁTVR fer reglulega í auglýsingaherferðir en í þeim sé auðvitað ekki verið að auglýsa áfengi þar sem það sé bannað með lögum. Hún sagði að sér fyndist það verulega sérstakt að ríkisverslun færi fram með þessum hætti, ekki síst í ljósi að ÁTVR er með einokunarstöðu á smásölumarkaði fyrir áfengi.Íslendingar farnir að sjá að hægt er að kaupa áfengi á lægra verði Aðspurð hvers vegna hún teldi að ÁTVR væri að fara af stað með svo stóra auglýsingu núna svaraði Áslaug því til að hún teldi að koma Costco hefði áhrif. „Þau eru kannski að reyna að passa upp á það að fólk styðji þau í gegnum það að halda velli og mér finnst það líka sérstakt að ríkisfyrirtæki sé að gera það. Ég held að Costco spili svolítið inn í þetta. Þau eru að eyða gríðarlegum fjármunum í þessa auglýsingu og Costco hefur stór áhrif í þessu því Íslendingar eru farnir að sjá að það er hægt að kaupa mun ódýrara áfengi eins og matvöru af Costco en þó ekki fyrir almenning heldur bara fyrir þá sem eru með fyrirtæki. Ég held að fólk sé bara að sjá þetta og ÁTVR er hrætt við Costco eins og aðrar búðir því það er ekki bara loksins verið að selja okkur ódýrari matvöru heldur eru líka tækifæri á að fá ódýrara vín og ég held að Íslendingar sjái það.“ Þá benti Áslaug Arna á að ef ÁTVR væri ekki með einokun á sölu á áfengi gæti almenningur keypt áfengi í Costco á heildsöluverði eins og mat og aðrar vörur sem þar eru seldar. Hlusta má á viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Raunveruleikaþátturinn Röðin: Milljóna króna auglýsing ÁTVR sætir gagnrýni Auglýsingin er í formi einskonar raunveruleikaþáttar þar sem þátttakendur koma fyrir sérhæfða dómnefnd, skipuðum tannlækni, lögreglumanni, dyraverði, sálfræðingi og förðunarfræðingi, sem eiga að aldursgreina viðkomandi. 12. júlí 2017 22:30 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Raunveruleikaþátturinn Röðin: Milljóna króna auglýsing ÁTVR sætir gagnrýni Auglýsingin er í formi einskonar raunveruleikaþáttar þar sem þátttakendur koma fyrir sérhæfða dómnefnd, skipuðum tannlækni, lögreglumanni, dyraverði, sálfræðingi og förðunarfræðingi, sem eiga að aldursgreina viðkomandi. 12. júlí 2017 22:30