Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. júlí 2017 22:50 Lögmaður íslenska ríkisins segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra ekki ábyrga fyrir skipun dómara við Landsrétt. Vísir/Ernir Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra, sem ekki hafi tekið neina ákvörðun í málinu heldur aðeins gert tillögur til Alþingis og að skipunarvald liggi hjá forseta Íslands. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins í máli sem Ástráður Haraldsson, einn umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt, höfðaði. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Ásamt Ástráði höfðaði Jóhannes Rúnar Jóhannsson einnig mál gegn ríkinu. Þeir voru tveir af þeim fjórum umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt sem dómnefnd mat á meðal þeirra 15 hæfustu en voru ekki skipaðir dómarar eftir tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Ýmis rökstuðningur hefur verið reifaður fyrir breytingum ráðherrans en við skiptin tók hún fjóra karla út og setti tvær konur inn og tvo karla. Björt Ólafsdóttir, samráðherra Sigríðar í ríkisstjórn, fagnaði því til dæmis að dómsmálaráðherra hefði stigið það skref að jafna kynjahlutföll í Landsrétti frá því sem tillaga hæfnisnefndar gerði ráð fyrir. Ástráður Haraldsson. Lögmaður ríkisins hafnar því að Sigríður hafi gert nokkuð á hlut Ástráðs. Hún hafi talið mat dómnefndar gallað, þar sem ekki hafi verið litið nægilega til dómarareynslu annarra umsækjenda. Hún hafi styrkst í þeirri trú við lestur andmælabréfa frá tveimur þeirra sem dómnefnd mat ekki meðal þeirra fimmtán hæfustu, en voru á endanum skipaðir í embætti. Í greinargerð lögmannsins segir einnig að hún hafi ekki brotið gegn hagsmunum Ástráðs, enda sé hann ekki hæfari en þeir fjórir sem voru færðir inn á listann og hafi ekki fært nein rök fyrir því að hann sé það. Þá segir að krafa hans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu sé vanreifuð. Ríkið hafnar einnig kröfu Ástráðs um miskabætur. Aðalmeðferð í málum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars fer fram þann 11. ágúst. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Ástráður og Jóhannes með sama lögmann Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson eru með sama lögmann, Jóhannes Karl Sveinsson í málum gegn íslenska ríkinu. 15. júní 2017 07:00 Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33 Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra, sem ekki hafi tekið neina ákvörðun í málinu heldur aðeins gert tillögur til Alþingis og að skipunarvald liggi hjá forseta Íslands. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins í máli sem Ástráður Haraldsson, einn umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt, höfðaði. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Ásamt Ástráði höfðaði Jóhannes Rúnar Jóhannsson einnig mál gegn ríkinu. Þeir voru tveir af þeim fjórum umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt sem dómnefnd mat á meðal þeirra 15 hæfustu en voru ekki skipaðir dómarar eftir tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Ýmis rökstuðningur hefur verið reifaður fyrir breytingum ráðherrans en við skiptin tók hún fjóra karla út og setti tvær konur inn og tvo karla. Björt Ólafsdóttir, samráðherra Sigríðar í ríkisstjórn, fagnaði því til dæmis að dómsmálaráðherra hefði stigið það skref að jafna kynjahlutföll í Landsrétti frá því sem tillaga hæfnisnefndar gerði ráð fyrir. Ástráður Haraldsson. Lögmaður ríkisins hafnar því að Sigríður hafi gert nokkuð á hlut Ástráðs. Hún hafi talið mat dómnefndar gallað, þar sem ekki hafi verið litið nægilega til dómarareynslu annarra umsækjenda. Hún hafi styrkst í þeirri trú við lestur andmælabréfa frá tveimur þeirra sem dómnefnd mat ekki meðal þeirra fimmtán hæfustu, en voru á endanum skipaðir í embætti. Í greinargerð lögmannsins segir einnig að hún hafi ekki brotið gegn hagsmunum Ástráðs, enda sé hann ekki hæfari en þeir fjórir sem voru færðir inn á listann og hafi ekki fært nein rök fyrir því að hann sé það. Þá segir að krafa hans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu sé vanreifuð. Ríkið hafnar einnig kröfu Ástráðs um miskabætur. Aðalmeðferð í málum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars fer fram þann 11. ágúst.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Ástráður og Jóhannes með sama lögmann Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson eru með sama lögmann, Jóhannes Karl Sveinsson í málum gegn íslenska ríkinu. 15. júní 2017 07:00 Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33 Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02
Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00
Ástráður og Jóhannes með sama lögmann Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson eru með sama lögmann, Jóhannes Karl Sveinsson í málum gegn íslenska ríkinu. 15. júní 2017 07:00
Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33
Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57