Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. júlí 2017 22:50 Lögmaður íslenska ríkisins segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra ekki ábyrga fyrir skipun dómara við Landsrétt. Vísir/Ernir Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra, sem ekki hafi tekið neina ákvörðun í málinu heldur aðeins gert tillögur til Alþingis og að skipunarvald liggi hjá forseta Íslands. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins í máli sem Ástráður Haraldsson, einn umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt, höfðaði. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Ásamt Ástráði höfðaði Jóhannes Rúnar Jóhannsson einnig mál gegn ríkinu. Þeir voru tveir af þeim fjórum umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt sem dómnefnd mat á meðal þeirra 15 hæfustu en voru ekki skipaðir dómarar eftir tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Ýmis rökstuðningur hefur verið reifaður fyrir breytingum ráðherrans en við skiptin tók hún fjóra karla út og setti tvær konur inn og tvo karla. Björt Ólafsdóttir, samráðherra Sigríðar í ríkisstjórn, fagnaði því til dæmis að dómsmálaráðherra hefði stigið það skref að jafna kynjahlutföll í Landsrétti frá því sem tillaga hæfnisnefndar gerði ráð fyrir. Ástráður Haraldsson. Lögmaður ríkisins hafnar því að Sigríður hafi gert nokkuð á hlut Ástráðs. Hún hafi talið mat dómnefndar gallað, þar sem ekki hafi verið litið nægilega til dómarareynslu annarra umsækjenda. Hún hafi styrkst í þeirri trú við lestur andmælabréfa frá tveimur þeirra sem dómnefnd mat ekki meðal þeirra fimmtán hæfustu, en voru á endanum skipaðir í embætti. Í greinargerð lögmannsins segir einnig að hún hafi ekki brotið gegn hagsmunum Ástráðs, enda sé hann ekki hæfari en þeir fjórir sem voru færðir inn á listann og hafi ekki fært nein rök fyrir því að hann sé það. Þá segir að krafa hans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu sé vanreifuð. Ríkið hafnar einnig kröfu Ástráðs um miskabætur. Aðalmeðferð í málum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars fer fram þann 11. ágúst. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Ástráður og Jóhannes með sama lögmann Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson eru með sama lögmann, Jóhannes Karl Sveinsson í málum gegn íslenska ríkinu. 15. júní 2017 07:00 Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33 Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra, sem ekki hafi tekið neina ákvörðun í málinu heldur aðeins gert tillögur til Alþingis og að skipunarvald liggi hjá forseta Íslands. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins í máli sem Ástráður Haraldsson, einn umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt, höfðaði. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Ásamt Ástráði höfðaði Jóhannes Rúnar Jóhannsson einnig mál gegn ríkinu. Þeir voru tveir af þeim fjórum umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt sem dómnefnd mat á meðal þeirra 15 hæfustu en voru ekki skipaðir dómarar eftir tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Ýmis rökstuðningur hefur verið reifaður fyrir breytingum ráðherrans en við skiptin tók hún fjóra karla út og setti tvær konur inn og tvo karla. Björt Ólafsdóttir, samráðherra Sigríðar í ríkisstjórn, fagnaði því til dæmis að dómsmálaráðherra hefði stigið það skref að jafna kynjahlutföll í Landsrétti frá því sem tillaga hæfnisnefndar gerði ráð fyrir. Ástráður Haraldsson. Lögmaður ríkisins hafnar því að Sigríður hafi gert nokkuð á hlut Ástráðs. Hún hafi talið mat dómnefndar gallað, þar sem ekki hafi verið litið nægilega til dómarareynslu annarra umsækjenda. Hún hafi styrkst í þeirri trú við lestur andmælabréfa frá tveimur þeirra sem dómnefnd mat ekki meðal þeirra fimmtán hæfustu, en voru á endanum skipaðir í embætti. Í greinargerð lögmannsins segir einnig að hún hafi ekki brotið gegn hagsmunum Ástráðs, enda sé hann ekki hæfari en þeir fjórir sem voru færðir inn á listann og hafi ekki fært nein rök fyrir því að hann sé það. Þá segir að krafa hans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu sé vanreifuð. Ríkið hafnar einnig kröfu Ástráðs um miskabætur. Aðalmeðferð í málum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars fer fram þann 11. ágúst.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Ástráður og Jóhannes með sama lögmann Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson eru með sama lögmann, Jóhannes Karl Sveinsson í málum gegn íslenska ríkinu. 15. júní 2017 07:00 Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33 Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02
Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00
Ástráður og Jóhannes með sama lögmann Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson eru með sama lögmann, Jóhannes Karl Sveinsson í málum gegn íslenska ríkinu. 15. júní 2017 07:00
Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33
Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57