Varar Kim Jong-un við að fara yfir strikið Samúel Karl Ólason skrifar 4. júlí 2017 11:00 Íbúar Pyongyang fylgjast með fréttum af eldflaugaskotinu. Vísir/AFP Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, varar Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, við að fara ekki yfir strikið. Hann fer fram á að nágrannar sínir í norðri hætti ögrununum sínum og segir að fari þeir yfir strikið verði afleiðingarnar óljósar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, spyr hvort að Kim hafi ekkert annað að gera í lífinu og segir að þolinmæði Suður-Kóreu og Japan sé að þrotum komin. Sérfræðingar efa að eldflaugavopna- og kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu hafi náð þeim hæðum sem yfirvöld þar í landi segja, en ljóst er að miklum árangri hefur verið náð.Nær mögulega til Alaska Norður-Kórea tilkynnti nú í morgun að tilraunaskot langdrægar eldflaugar hefði tekist. Því var haldið fram í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu að Hwasong-14 eldflaugin gæti hitt skotmörk „hvar sem er í heiminum“, sem þykir mjög hæpið.Vísir/GraphicNewsÞá kom fram að eldflaugin hafi verið á lofti í um 39 mínútur, hafi farið í um 2,802 kílómetra hæð og flogið 933 kílómetra. Hún lenti í Japanshafi. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Norður-Kórea segir að þeim hafi tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest og þykir ótrúverðugt. Í samtali við BBC segir eðlisfræðingurinn David Wright að ef fregnir af flugi eldflaugarinnar séu réttar ætti hún að geta farið um 6.700 kílómetra. Þannig gæti Norður-Kóreu skotið kjarnorkuvopni til Alaska. Hwasong-14 eldflaugin myndi ekki drífa til Hawaii eða nokkurra annarra ríkja í Bandaríkjunum.Moon hefur kallað eftir neyðarfundi hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar í Suður-Kóreu, telja embættismenn að þvinganir gegn Norður-Kóreu verði hertar enn fremur.North Korea has just launched another missile. Does this guy have anything better to do with his life? Hard to believe that South Korea.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 4, 2017 ....and Japan will put up with this much longer. Perhaps China will put a heavy move on North Korea and end this nonsense once and for all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 4, 2017 Kemur Kína til bjargar? Donald Trump tísti um eldflaugaskotið í nótt. Þar spurði hann hvort að Kim Jong-un hefði ekkert betra að gera við líf sitt og hvatti hann Kínverja til að beita sér af afli gegn vopnaætlunum Norður-Kóreu. Trump hefur áður biðlað til Kínverja að beita Pyongyang þrýstingi en það hefur ekki borið árangur. Stjórnvöld í Washington hafa lýst yfir vonbrigðum með Kína og nú í síðustu viku beittu stjórnvöld þar þvingunum gegn kínverskum banka og meintra tengsla hans við Norður-Kóreu.Trump ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, í síma á sunnudaginn. Fjölmiðlar í Kína segja Xi hafa varað Trump við því að samband ríkjanna hafi beðið hnekki. Þá segir New York Times að Trump hafi tilkynnt kínverska forsetanum að Bandaríkin gætu gripið til einhliða aðgerða gegn Norður-Kóreu. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna virðist, samkvæmt AP fréttaveitunni, hafa skilgreint eldflaugin sem meðaldræga og hafa ekki staðfest að um langdræga flaug hafi verið að ræða.#NorthKorea says its #icbm will 'end the US nuclear war threat and blackmail" https://t.co/lBNDEeLDFh pic.twitter.com/dM9PilEv3u— AFP news agency (@AFP) July 4, 2017 Norður-Kórea Tengdar fréttir Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar 15. maí 2017 10:37 Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28 Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, varar Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, við að fara ekki yfir strikið. Hann fer fram á að nágrannar sínir í norðri hætti ögrununum sínum og segir að fari þeir yfir strikið verði afleiðingarnar óljósar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, spyr hvort að Kim hafi ekkert annað að gera í lífinu og segir að þolinmæði Suður-Kóreu og Japan sé að þrotum komin. Sérfræðingar efa að eldflaugavopna- og kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu hafi náð þeim hæðum sem yfirvöld þar í landi segja, en ljóst er að miklum árangri hefur verið náð.Nær mögulega til Alaska Norður-Kórea tilkynnti nú í morgun að tilraunaskot langdrægar eldflaugar hefði tekist. Því var haldið fram í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu að Hwasong-14 eldflaugin gæti hitt skotmörk „hvar sem er í heiminum“, sem þykir mjög hæpið.Vísir/GraphicNewsÞá kom fram að eldflaugin hafi verið á lofti í um 39 mínútur, hafi farið í um 2,802 kílómetra hæð og flogið 933 kílómetra. Hún lenti í Japanshafi. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Norður-Kórea segir að þeim hafi tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest og þykir ótrúverðugt. Í samtali við BBC segir eðlisfræðingurinn David Wright að ef fregnir af flugi eldflaugarinnar séu réttar ætti hún að geta farið um 6.700 kílómetra. Þannig gæti Norður-Kóreu skotið kjarnorkuvopni til Alaska. Hwasong-14 eldflaugin myndi ekki drífa til Hawaii eða nokkurra annarra ríkja í Bandaríkjunum.Moon hefur kallað eftir neyðarfundi hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar í Suður-Kóreu, telja embættismenn að þvinganir gegn Norður-Kóreu verði hertar enn fremur.North Korea has just launched another missile. Does this guy have anything better to do with his life? Hard to believe that South Korea.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 4, 2017 ....and Japan will put up with this much longer. Perhaps China will put a heavy move on North Korea and end this nonsense once and for all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 4, 2017 Kemur Kína til bjargar? Donald Trump tísti um eldflaugaskotið í nótt. Þar spurði hann hvort að Kim Jong-un hefði ekkert betra að gera við líf sitt og hvatti hann Kínverja til að beita sér af afli gegn vopnaætlunum Norður-Kóreu. Trump hefur áður biðlað til Kínverja að beita Pyongyang þrýstingi en það hefur ekki borið árangur. Stjórnvöld í Washington hafa lýst yfir vonbrigðum með Kína og nú í síðustu viku beittu stjórnvöld þar þvingunum gegn kínverskum banka og meintra tengsla hans við Norður-Kóreu.Trump ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, í síma á sunnudaginn. Fjölmiðlar í Kína segja Xi hafa varað Trump við því að samband ríkjanna hafi beðið hnekki. Þá segir New York Times að Trump hafi tilkynnt kínverska forsetanum að Bandaríkin gætu gripið til einhliða aðgerða gegn Norður-Kóreu. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna virðist, samkvæmt AP fréttaveitunni, hafa skilgreint eldflaugin sem meðaldræga og hafa ekki staðfest að um langdræga flaug hafi verið að ræða.#NorthKorea says its #icbm will 'end the US nuclear war threat and blackmail" https://t.co/lBNDEeLDFh pic.twitter.com/dM9PilEv3u— AFP news agency (@AFP) July 4, 2017
Norður-Kórea Tengdar fréttir Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar 15. maí 2017 10:37 Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28 Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28
Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52
Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30