Borgin mátti setja upp verk eftir Erró Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Erfingjar arkitektsins Guðmundar Þórs Pálssonar hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna byggingar sem tengir Breiðholtssundlaug við húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Erfingjar arkitektsins Guðmundar Þórs Pálssonar hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna byggingar sem tengir Breiðholtssundlaug við húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Guðmundur Þór Pálsson teiknaði bæði Breiðholtslaug og íþróttahúsið við Austurberg. Líkamsræktarstöðin var hins vegar hönnuð af Úti og Inni arkitektum og Ara Má Lúðvíkssyni arkitekt. „Þau telja að viðbyggingin rýri höfundareinkenni Guðmundar Þórs, sem séu mjög einkennandi fyrir bygginguna að öðru leyti. Þess vegna hafi ekki verið heimilt að fara af stað með bygginguna án samþykkis en þess hafi ekki einu sinni verið leitað,“ segir Einar Páll Tamimi, lögmaður erfingjanna. Hann segir að búið sé að stefna og reiknar með að málið fari á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í haust.Einar Páll TamimiErfingjar Guðmundar Þórs stefndu Reykjavíkurborg einnig vegna uppsetningar myndar eftir listamanninn Erró á súlu sem tengir saman húsnæði sundlaugarinnar og íþróttahússins. Þau töldu að teikningin færi í bága við höfundarrétt Guðmundar Þórs. Íþróttahúsið og sundlaugin eru tengd saman með stigahúsi sem er á bogadregnum vegg. Árið 2015 setti Reykjavíkurborg upp listaverk á bogadregna vegginn. Listaverkið, sem nefnt er Frumskógardrottningin, er eftir Erró og er gert úr sérhönnuðum keramikflísum. Áður var stigahúsið málað í steypulit. Uppsetning verksins er hluti af átaki borgarráðs til að fjölga listaverkum í opnum rýmum í Breiðholti. Erfingjar Guðmundar Þórs segja að Reykjavíkurborg hafi ekki leitað eftir samþykki fyrir uppsetningu verksins og sendu þeir borginni bréf þar sem fram kemur það mat þeirra að uppsetning verksins sé ekki heimil. Reykjavíkurborg hafnaði því að uppsetning verksins gæti verið breyting á höfundarréttarvarinni hönnun mannvirkisins og tilkynnti erfingjunum þá afstöðu sína. Við það sættu erfingjarnir sig ekki og höfðuðu mál. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem nýlega var kveðinn upp að erfingjarnir hafi ekki getað sýnt fram á hvaða höfundarsérkenni byggingin eða einstakir hlutar hennar hafi sem uppsetning listaverksins brjóti gegn. „Staðhæfing stefnenda um að brotið hafi verið gegn sæmdarrétti höfundar byggingarinnar með því að skerða höfundarsérkenni verksins er því ósönnuð og bera stefnendur hallann af þeim sönnunarskorti,“ segir í niðurstöðu dómsins. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Erfingjar arkitektsins Guðmundar Þórs Pálssonar hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna byggingar sem tengir Breiðholtssundlaug við húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Guðmundur Þór Pálsson teiknaði bæði Breiðholtslaug og íþróttahúsið við Austurberg. Líkamsræktarstöðin var hins vegar hönnuð af Úti og Inni arkitektum og Ara Má Lúðvíkssyni arkitekt. „Þau telja að viðbyggingin rýri höfundareinkenni Guðmundar Þórs, sem séu mjög einkennandi fyrir bygginguna að öðru leyti. Þess vegna hafi ekki verið heimilt að fara af stað með bygginguna án samþykkis en þess hafi ekki einu sinni verið leitað,“ segir Einar Páll Tamimi, lögmaður erfingjanna. Hann segir að búið sé að stefna og reiknar með að málið fari á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í haust.Einar Páll TamimiErfingjar Guðmundar Þórs stefndu Reykjavíkurborg einnig vegna uppsetningar myndar eftir listamanninn Erró á súlu sem tengir saman húsnæði sundlaugarinnar og íþróttahússins. Þau töldu að teikningin færi í bága við höfundarrétt Guðmundar Þórs. Íþróttahúsið og sundlaugin eru tengd saman með stigahúsi sem er á bogadregnum vegg. Árið 2015 setti Reykjavíkurborg upp listaverk á bogadregna vegginn. Listaverkið, sem nefnt er Frumskógardrottningin, er eftir Erró og er gert úr sérhönnuðum keramikflísum. Áður var stigahúsið málað í steypulit. Uppsetning verksins er hluti af átaki borgarráðs til að fjölga listaverkum í opnum rýmum í Breiðholti. Erfingjar Guðmundar Þórs segja að Reykjavíkurborg hafi ekki leitað eftir samþykki fyrir uppsetningu verksins og sendu þeir borginni bréf þar sem fram kemur það mat þeirra að uppsetning verksins sé ekki heimil. Reykjavíkurborg hafnaði því að uppsetning verksins gæti verið breyting á höfundarréttarvarinni hönnun mannvirkisins og tilkynnti erfingjunum þá afstöðu sína. Við það sættu erfingjarnir sig ekki og höfðuðu mál. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem nýlega var kveðinn upp að erfingjarnir hafi ekki getað sýnt fram á hvaða höfundarsérkenni byggingin eða einstakir hlutar hennar hafi sem uppsetning listaverksins brjóti gegn. „Staðhæfing stefnenda um að brotið hafi verið gegn sæmdarrétti höfundar byggingarinnar með því að skerða höfundarsérkenni verksins er því ósönnuð og bera stefnendur hallann af þeim sönnunarskorti,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira