Mexíkósku stjörnurnar hjá Þór/KA flúðu fordómana í heimalandinu og fundu griðarstað á Akureyri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2017 10:15 Stephany Mayor og Bianca Sierra eru samherjar hjá Þór/KA og mexíkóska landsliðinu. vísir/eyþór/getty Mexíkósku landsliðskonurnar og parið Stephany Mayor og Bianca Sierra komu alla leið til Íslands til að flýja fordóma í heimalandinu. Landsliðsþjálfari Mexíkó hvatti þær m.a. til að halda sambandinu leyndu. Langt viðtal við þær Mayor og Sierra birtist í New York Times í dag. Mayor og Sierra eru í lykilhlutverki hjá Þór/KA sem er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar sjö umferðum er ólokið. Mayor hefur farið hamförum í sóknarleik norðanstúlkna; skorað níu mörk og gefið sex stoðsendingar í 11 leikjum. Og Sierra er hluti af bestu vörn landsins. Þær voru báðar valdar í úrvalslið fyrri umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna. Mayor og Sierra kunna vel við sig á Akureyri þar sem þeim var tekið með opnum örmum og þær þurfa ekki að fela samband sitt. Sú hefur ekki alltaf verið raunin eins og fram kemur í viðtalinu í New York Times.Þór/KA er taplaust á toppi Pepsi-deildar kvenna.vísir/eyþórHómófóbía í menningunni Mayor og Sierra kynntust árið 2010 þegar þær léku saman með U-20 ára landsliði Mexíkó á HM í Þýskalandi. Þær urðu fljótt nánar en ástin blómstraði ekki fyrr en þremur árum síðar. Í viðtalinu segir Mayor að samkynhneigð sé tabú í Mexíkó. „Það eru hlutir sem er ekki talað um. Þetta er í menningunni; þú getur ekki verið opin með samband þitt,“ segir Mayor. Þær stöllur greindu fjölskyldum og liðsfélögum sínum frá sambandinu sem vakti fljótlega athygli Leonardos Cuéllar, fyrrverandi landsliðsþjálfara Mexíkó. Á fundi á æfingamóti fyrir HM 2015 kallaði Cuéllar leikmenn mexíkóska liðsins á fund þar sem bannaði notkun áfengis og predikaði varfærni á samfélagsmiðlum. Svo beindi hann orðum sínum að Mayor og Sierra.Leonardo Cuéllar var ekki hrifinn af sambandi Mayors og Sierra.vísir/gettyVil ekki sjá ykkur haldast í hendur „Hann sagði, „Mér er sama þótt þið séuð par eða ekki en ég vil ekki sjá ykkur haldast í hendur eða eitthvað slíkt,“ segir Mayor þegar hún rifjar fundinn upp. Þrátt fyrir þessa hótun Cuéllars ákváðu Mayor og Sierra að fara á HM í Kanada því þær fundu fyrir stuðningi frá liðsfélögum sínum. Eftir HM fannst þeim enn frekar þrengt að sér. Þær gáfu ekki kost á sér í landsliðið í febrúar í fyrra vegna framkomu Cuéllars. Í júní opinberuðu þær svo samband sitt á samfélagsmiðlum og fengu í kjölfarið yfir sig ömurlegar athugasemdir og hótanir.Mi mundopic.twitter.com/Qn4kDuT47T— Bianca Sierra (@Bfromthe_BAYY) June 1, 2016 „Mér býður við ykkur, í mínu hverfi hefði verið kveikt í ykkur,“ var ein þeirra athugasemda sem Mayor og Sierra fengu. Að þeirra sögn voru allar neikvæðu athugasemdirnar á spænsku en ekki ensku. Mayor og Sierra fundu hins vegar griðarstað á Akureyri. Sú fyrrnefnda gekk í raðir Þórs/KA í fyrra og Sierra kom svo fyrir þetta tímabil. „Allt frá upphafi vorum við metnar að verðleikum sem leikmenn, án fordóma,“ segir Sierra um lífið á Akureyri.Viðtalið í New York Times má lesa með því að smella hér. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot Þór/KA er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Blikum í Kópavogi. 2. júlí 2017 19:15 Sjáðu sigurmark Söndru í Kópavoginum og öll hin úr 11. umferðinni | Myndband Fjórir leikir fóru fram í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna um helgina. Alls voru 16 mörk skoruð í þessum fjórum leikjum, eða fjögur mörk að meðaltali í leik. 4. júlí 2017 07:15 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Mexíkósku landsliðskonurnar og parið Stephany Mayor og Bianca Sierra komu alla leið til Íslands til að flýja fordóma í heimalandinu. Landsliðsþjálfari Mexíkó hvatti þær m.a. til að halda sambandinu leyndu. Langt viðtal við þær Mayor og Sierra birtist í New York Times í dag. Mayor og Sierra eru í lykilhlutverki hjá Þór/KA sem er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar sjö umferðum er ólokið. Mayor hefur farið hamförum í sóknarleik norðanstúlkna; skorað níu mörk og gefið sex stoðsendingar í 11 leikjum. Og Sierra er hluti af bestu vörn landsins. Þær voru báðar valdar í úrvalslið fyrri umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna. Mayor og Sierra kunna vel við sig á Akureyri þar sem þeim var tekið með opnum örmum og þær þurfa ekki að fela samband sitt. Sú hefur ekki alltaf verið raunin eins og fram kemur í viðtalinu í New York Times.Þór/KA er taplaust á toppi Pepsi-deildar kvenna.vísir/eyþórHómófóbía í menningunni Mayor og Sierra kynntust árið 2010 þegar þær léku saman með U-20 ára landsliði Mexíkó á HM í Þýskalandi. Þær urðu fljótt nánar en ástin blómstraði ekki fyrr en þremur árum síðar. Í viðtalinu segir Mayor að samkynhneigð sé tabú í Mexíkó. „Það eru hlutir sem er ekki talað um. Þetta er í menningunni; þú getur ekki verið opin með samband þitt,“ segir Mayor. Þær stöllur greindu fjölskyldum og liðsfélögum sínum frá sambandinu sem vakti fljótlega athygli Leonardos Cuéllar, fyrrverandi landsliðsþjálfara Mexíkó. Á fundi á æfingamóti fyrir HM 2015 kallaði Cuéllar leikmenn mexíkóska liðsins á fund þar sem bannaði notkun áfengis og predikaði varfærni á samfélagsmiðlum. Svo beindi hann orðum sínum að Mayor og Sierra.Leonardo Cuéllar var ekki hrifinn af sambandi Mayors og Sierra.vísir/gettyVil ekki sjá ykkur haldast í hendur „Hann sagði, „Mér er sama þótt þið séuð par eða ekki en ég vil ekki sjá ykkur haldast í hendur eða eitthvað slíkt,“ segir Mayor þegar hún rifjar fundinn upp. Þrátt fyrir þessa hótun Cuéllars ákváðu Mayor og Sierra að fara á HM í Kanada því þær fundu fyrir stuðningi frá liðsfélögum sínum. Eftir HM fannst þeim enn frekar þrengt að sér. Þær gáfu ekki kost á sér í landsliðið í febrúar í fyrra vegna framkomu Cuéllars. Í júní opinberuðu þær svo samband sitt á samfélagsmiðlum og fengu í kjölfarið yfir sig ömurlegar athugasemdir og hótanir.Mi mundopic.twitter.com/Qn4kDuT47T— Bianca Sierra (@Bfromthe_BAYY) June 1, 2016 „Mér býður við ykkur, í mínu hverfi hefði verið kveikt í ykkur,“ var ein þeirra athugasemda sem Mayor og Sierra fengu. Að þeirra sögn voru allar neikvæðu athugasemdirnar á spænsku en ekki ensku. Mayor og Sierra fundu hins vegar griðarstað á Akureyri. Sú fyrrnefnda gekk í raðir Þórs/KA í fyrra og Sierra kom svo fyrir þetta tímabil. „Allt frá upphafi vorum við metnar að verðleikum sem leikmenn, án fordóma,“ segir Sierra um lífið á Akureyri.Viðtalið í New York Times má lesa með því að smella hér.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot Þór/KA er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Blikum í Kópavogi. 2. júlí 2017 19:15 Sjáðu sigurmark Söndru í Kópavoginum og öll hin úr 11. umferðinni | Myndband Fjórir leikir fóru fram í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna um helgina. Alls voru 16 mörk skoruð í þessum fjórum leikjum, eða fjögur mörk að meðaltali í leik. 4. júlí 2017 07:15 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot Þór/KA er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Blikum í Kópavogi. 2. júlí 2017 19:15
Sjáðu sigurmark Söndru í Kópavoginum og öll hin úr 11. umferðinni | Myndband Fjórir leikir fóru fram í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna um helgina. Alls voru 16 mörk skoruð í þessum fjórum leikjum, eða fjögur mörk að meðaltali í leik. 4. júlí 2017 07:15