Lést Amelia Earhart í haldi Japana? Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2017 10:45 Amelia Earhart hvarf þann 2. júlí 1937 á flugi yfir Marshall-eyjum í Kyrrahafinu. Vísir/Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna/Getty Gömul mynd sem fannst nýlega í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna er sögð gefa í skyn að frægasti kvenkyns flugmaður sögunnar, Amelia Earhart, hafi ekki dáið í flugslysi í Kyrrahafinu. Þess í stað hafi hún verið handsömuð af Japönum og dáið í haldi þeirra. Earhart hvarf árið 1937 þegar hún reyndi að fljúga hringinn í kringum jörðina.NBC birti myndina í gær og er um að ræða kynningu fyrir nýjan þátt á History Channel sem sýna á á sunnudaginn. Þátturinn heitir Amelia Earhart: The Lost Evidence. Síðast heyrðist til Earhart þann 2. júlí 1937 þegar hún var að reyna að fljúga hringinn í kringum heiminn ásamt Fred Noonan. Þau voru þá á flugi yfir Kyrrahafinu og er talið að þau hafi brotlent. Árið 1939 voru þau svo úrskurðuð látin, en líkamsleifar þeirra hafa þó aldrei fundist né flugvélin. Earhart var rétt tæplega 40 ára gömul þegar hún hvarf. Þegar hún hvarf hafði Earhart látið til sín kveða í sögu flugsins og meðal annars varð hún fyrsta konan til að fljúga ein yfir Atlantshafið. Þá varð hún fyrst allra til að fljúga tvisvar sinnum ein yfir sama úthaf.Fjölmargar kenningar Margar kenningar um örlög Earhart og Noonan hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina. Sú sem þykir líklegust er að á leið til Howlandeyju hafi þau villst, orðið eldsneytislaus og brotlent í Kyrrahafi. Önnur kenning er að þau hafi brotlent á Nikumaroro-rifi og dáið þar. Beinagrind fannst á rifinu árið 1940, en læknar sögðu að um karlmann hefði verið að ræða. Þá mun einnig hafa fundist kassi með förðunarbúnaði á rifinu. Kenningin um að Earhart og Noonan hafi verið handsömuð af Japönum er ekki ný af nálinni og þessi nýja mynd þykir ekki líkleg til að varpa frekari ljósi á örlög þeirra. Myndin sem um ræðir var tekin á Jaluit-rifi í Marshall-eyjaklasanum og er hún sögð hafa verið tekin árið 1937.Á myndinni, sem mun hafa verið tekin af njósnara Bandaríkjanna, má sjá hóp fólks standa á bryggju og er því haldið fram að Earhart sitji á bryggjunni og að Noonan standi henni nærri. Þá má sjá japanskt skip, sem nefnist Koshu draga pramma lengst til hægri á myndinni og á flugvél Earhart að vera á prammanum.Maðurinn í fyrsta hringnum á að vera Noonan. Earhart er sögð sitja á bryggjunni og flugvélin á pramma lengst til hægri.Yfirvöld í Japan segja að engin gögn séu til um að Earhart hafi nokkurn tímann verið í haldi þeirra. BBC segir hins vegar að vitað sé til þess að stór hluti skjala japanska yfirvalda frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafi horfið og það afsanni kenninguna ekki. Sérfræðingar sem History Channel ræddi við segja að á myndinni sjáist að konan sé með stutt hár, eins og Earhart, og að hún sé í buxum. Þá er maðurinn á myndinni sagður líkjast Noonan verulega. Það má þó velta því upp hve raunhæft sé að bera kennsl á manneskjur á mynd frá fjórða áratugi síðustu aldar. Japan Marshall-eyjar Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Gömul mynd sem fannst nýlega í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna er sögð gefa í skyn að frægasti kvenkyns flugmaður sögunnar, Amelia Earhart, hafi ekki dáið í flugslysi í Kyrrahafinu. Þess í stað hafi hún verið handsömuð af Japönum og dáið í haldi þeirra. Earhart hvarf árið 1937 þegar hún reyndi að fljúga hringinn í kringum jörðina.NBC birti myndina í gær og er um að ræða kynningu fyrir nýjan þátt á History Channel sem sýna á á sunnudaginn. Þátturinn heitir Amelia Earhart: The Lost Evidence. Síðast heyrðist til Earhart þann 2. júlí 1937 þegar hún var að reyna að fljúga hringinn í kringum heiminn ásamt Fred Noonan. Þau voru þá á flugi yfir Kyrrahafinu og er talið að þau hafi brotlent. Árið 1939 voru þau svo úrskurðuð látin, en líkamsleifar þeirra hafa þó aldrei fundist né flugvélin. Earhart var rétt tæplega 40 ára gömul þegar hún hvarf. Þegar hún hvarf hafði Earhart látið til sín kveða í sögu flugsins og meðal annars varð hún fyrsta konan til að fljúga ein yfir Atlantshafið. Þá varð hún fyrst allra til að fljúga tvisvar sinnum ein yfir sama úthaf.Fjölmargar kenningar Margar kenningar um örlög Earhart og Noonan hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina. Sú sem þykir líklegust er að á leið til Howlandeyju hafi þau villst, orðið eldsneytislaus og brotlent í Kyrrahafi. Önnur kenning er að þau hafi brotlent á Nikumaroro-rifi og dáið þar. Beinagrind fannst á rifinu árið 1940, en læknar sögðu að um karlmann hefði verið að ræða. Þá mun einnig hafa fundist kassi með förðunarbúnaði á rifinu. Kenningin um að Earhart og Noonan hafi verið handsömuð af Japönum er ekki ný af nálinni og þessi nýja mynd þykir ekki líkleg til að varpa frekari ljósi á örlög þeirra. Myndin sem um ræðir var tekin á Jaluit-rifi í Marshall-eyjaklasanum og er hún sögð hafa verið tekin árið 1937.Á myndinni, sem mun hafa verið tekin af njósnara Bandaríkjanna, má sjá hóp fólks standa á bryggju og er því haldið fram að Earhart sitji á bryggjunni og að Noonan standi henni nærri. Þá má sjá japanskt skip, sem nefnist Koshu draga pramma lengst til hægri á myndinni og á flugvél Earhart að vera á prammanum.Maðurinn í fyrsta hringnum á að vera Noonan. Earhart er sögð sitja á bryggjunni og flugvélin á pramma lengst til hægri.Yfirvöld í Japan segja að engin gögn séu til um að Earhart hafi nokkurn tímann verið í haldi þeirra. BBC segir hins vegar að vitað sé til þess að stór hluti skjala japanska yfirvalda frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafi horfið og það afsanni kenninguna ekki. Sérfræðingar sem History Channel ræddi við segja að á myndinni sjáist að konan sé með stutt hár, eins og Earhart, og að hún sé í buxum. Þá er maðurinn á myndinni sagður líkjast Noonan verulega. Það má þó velta því upp hve raunhæft sé að bera kennsl á manneskjur á mynd frá fjórða áratugi síðustu aldar.
Japan Marshall-eyjar Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira