Siggu Dögg kynfræðingi svíður umræðan um meyjarhaftið Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júlí 2017 13:00 Sigga Dögg hefur fengið nóg af umræðum um meyjarhaftið sem hún telur vera á villigötum. Staðreyndavillur um meyjarhaftið megi finna víða. Vísir/Hanna Meyjarhaftið hefur löngum verið talið sá líkamspartur kvenna sem sýni fram á hreinleika konunnar og meydóm hennar. Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur, einnig þekkt sem Sigga Dögg, hefur hins vegar fengið sig fullsadda af þeirri mýtu sem umlykur meyjarhaftið. Í færslu sem hún birti á Facebook má sjá hvar hún segir að enn sé verið að kenna staðreyndavillur um virkni og útlit meyjarhaftsins þar sem því sé líst sem himnu sem ætlað sé að brjóta í gegn um við fyrstu samfarir. Sigga Dögg bendir hins vegar á að svo sé ekki.Úreltar hugmyndir Tilefni skrifa hennar eru vegna tveggja ritgerða, sem vistaðar eru inn á Skemmunni frá árinu 2016, þar sem rangfærslur er að finna um meyjarhaftið. „Ég las tvö lokaverkefni til kennarans inn á Skemmu í gær þar sem fullyrðingar um meyjarhaftið voru rangar; voru þessar gömlu meyjarhafts fullyrðingar. Þetta voru tvö verkefni sem fjallaði um hvernig kynfræðsla ætti að vera og um kynfræðsluefni, “ segir Sigga Dögg í viðtali við Vísi. Umræddar ritgerðir voru nýlegar.Þarna erum við að viðhalda svo gömlum úreltum hugmyndum að halda að þetta rifni. Íþróttakennarar eru enn þá að segja: já stelpur þið þurfið ekki að hafa áhyggjur, þetta slitnar í fimleikum, það teygist á þessu, sem er bara gjörsamlega líffræðilega rangt. Þetta er svo ofboðslega hamlandi fyrir stelpur og þær eru svo óttaslegnar við þetta; við að rífa það eða hvort þær hafi gert það óvart, og þær þora ekki að kíkja því þær vita ekki hvað þær eiga að sjá eða hvað mætir þeim,“ segir Sigga Dögg. Hún bendir á að þetta sé ekki eina dæmið um umræðuskort og litla þekkingu á sköpum kvenna. „Þetta spilar líka inn í umræðuna um skapabarmana. Af hverju er þekkingin á píkunni svona lítil og af hverju erum við enn á svona miklum villigötum,“ segir Sigga Dögg. Skýringar um meyjahaftið má meðal annars sjá í bók Siggu Daggar, Kjaftað um kynflíf. Áhugasamir geta leitað sér fróðleiks þar.Sigga Dögg, Kjaftað um kynlífStaðreyndavillur í námsefni Sigga Dögg nefnir að til að mynda sé enn verið að notast við námsefni í grunnskólum landsins þar sem verið sé að kenna staðreyndavillur um meyjarhaftið. Umrædd bók er kennd í líffræði og er gefin út árið 2011. „2011 og þetta er í öllum grunnskólum,“ segir Sigga Dögg. Hún nefnir að hún, sem formaður Kynfræðifélag Íslands, hafi reynt að koma ábendingum til námsgagnastofnunar og gert athugasemdir en þær hafi ekki fengið mikinn hljómgrunn innan stofnunarinnar. Sigga segir ástæðuna fyrir því að þessar staðreyndavillur lifi sé vegna þess að fólk sé ekki að leita til réttra sérfræðinga með yfirlestur og jafnframt sé ekki verið að uppfæra þekkinguna. „Fólk hefur mismikinn tíma og getur verið misvel að sér á sínu sviði. Ég þekki til dæmis ekki allt inn á mínu sviði en það sem ég þekki, þekki ég vel,“ segir Sigga Dögg. Erling Erlingsson, sviðsstjóri miðlunarsviðs Menntamálastofnunar, kannaðist ekki við málið en segir í samtali við Vísi að ábendingum sé almennt tekið og að bækurnar séu leiðréttar þegar næsta prentun fer fram. Sjá einnig: Stúlkur allt niður í níu ára vilja lýtaaðgerðir á skapabörmumHugmyndin gengur ekki upp Sigga segir að hugmyndin um meyjarhaftið gangi einfaldlega ekki upp sér í lagi vegna þess að ef að um himnu væri að ræða, sem lokaði fyrir leggöngin, þá gætu konur og stúlkur líffræðilega séð, ekki farið á blæðingar. Hún bendir á að vissulega séu örfá dæmi um það að stúlkur þurfi að fá aðstoð þar sem meyjarhaftið hafi verið það þykkt að það hafi lokað fyrir leggöngin. Þær hafi þurft að fá aðstoð til þess að geta meðal annars komist á blæðingar. Sjálf tekur Sigga Dögg að sér kynfræðslu og fer þar í gegnum, ásamt öðru, hvernig sköp kvenna og meyjarhaftið virka og líta út. Sigga er jafnframt aðstoðarleiðbeinandi í HR bæði í grunn- og framhaldsnámi. Færslu Siggu Daggar má finna í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Meyjarhaftið hefur löngum verið talið sá líkamspartur kvenna sem sýni fram á hreinleika konunnar og meydóm hennar. Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur, einnig þekkt sem Sigga Dögg, hefur hins vegar fengið sig fullsadda af þeirri mýtu sem umlykur meyjarhaftið. Í færslu sem hún birti á Facebook má sjá hvar hún segir að enn sé verið að kenna staðreyndavillur um virkni og útlit meyjarhaftsins þar sem því sé líst sem himnu sem ætlað sé að brjóta í gegn um við fyrstu samfarir. Sigga Dögg bendir hins vegar á að svo sé ekki.Úreltar hugmyndir Tilefni skrifa hennar eru vegna tveggja ritgerða, sem vistaðar eru inn á Skemmunni frá árinu 2016, þar sem rangfærslur er að finna um meyjarhaftið. „Ég las tvö lokaverkefni til kennarans inn á Skemmu í gær þar sem fullyrðingar um meyjarhaftið voru rangar; voru þessar gömlu meyjarhafts fullyrðingar. Þetta voru tvö verkefni sem fjallaði um hvernig kynfræðsla ætti að vera og um kynfræðsluefni, “ segir Sigga Dögg í viðtali við Vísi. Umræddar ritgerðir voru nýlegar.Þarna erum við að viðhalda svo gömlum úreltum hugmyndum að halda að þetta rifni. Íþróttakennarar eru enn þá að segja: já stelpur þið þurfið ekki að hafa áhyggjur, þetta slitnar í fimleikum, það teygist á þessu, sem er bara gjörsamlega líffræðilega rangt. Þetta er svo ofboðslega hamlandi fyrir stelpur og þær eru svo óttaslegnar við þetta; við að rífa það eða hvort þær hafi gert það óvart, og þær þora ekki að kíkja því þær vita ekki hvað þær eiga að sjá eða hvað mætir þeim,“ segir Sigga Dögg. Hún bendir á að þetta sé ekki eina dæmið um umræðuskort og litla þekkingu á sköpum kvenna. „Þetta spilar líka inn í umræðuna um skapabarmana. Af hverju er þekkingin á píkunni svona lítil og af hverju erum við enn á svona miklum villigötum,“ segir Sigga Dögg. Skýringar um meyjahaftið má meðal annars sjá í bók Siggu Daggar, Kjaftað um kynflíf. Áhugasamir geta leitað sér fróðleiks þar.Sigga Dögg, Kjaftað um kynlífStaðreyndavillur í námsefni Sigga Dögg nefnir að til að mynda sé enn verið að notast við námsefni í grunnskólum landsins þar sem verið sé að kenna staðreyndavillur um meyjarhaftið. Umrædd bók er kennd í líffræði og er gefin út árið 2011. „2011 og þetta er í öllum grunnskólum,“ segir Sigga Dögg. Hún nefnir að hún, sem formaður Kynfræðifélag Íslands, hafi reynt að koma ábendingum til námsgagnastofnunar og gert athugasemdir en þær hafi ekki fengið mikinn hljómgrunn innan stofnunarinnar. Sigga segir ástæðuna fyrir því að þessar staðreyndavillur lifi sé vegna þess að fólk sé ekki að leita til réttra sérfræðinga með yfirlestur og jafnframt sé ekki verið að uppfæra þekkinguna. „Fólk hefur mismikinn tíma og getur verið misvel að sér á sínu sviði. Ég þekki til dæmis ekki allt inn á mínu sviði en það sem ég þekki, þekki ég vel,“ segir Sigga Dögg. Erling Erlingsson, sviðsstjóri miðlunarsviðs Menntamálastofnunar, kannaðist ekki við málið en segir í samtali við Vísi að ábendingum sé almennt tekið og að bækurnar séu leiðréttar þegar næsta prentun fer fram. Sjá einnig: Stúlkur allt niður í níu ára vilja lýtaaðgerðir á skapabörmumHugmyndin gengur ekki upp Sigga segir að hugmyndin um meyjarhaftið gangi einfaldlega ekki upp sér í lagi vegna þess að ef að um himnu væri að ræða, sem lokaði fyrir leggöngin, þá gætu konur og stúlkur líffræðilega séð, ekki farið á blæðingar. Hún bendir á að vissulega séu örfá dæmi um það að stúlkur þurfi að fá aðstoð þar sem meyjarhaftið hafi verið það þykkt að það hafi lokað fyrir leggöngin. Þær hafi þurft að fá aðstoð til þess að geta meðal annars komist á blæðingar. Sjálf tekur Sigga Dögg að sér kynfræðslu og fer þar í gegnum, ásamt öðru, hvernig sköp kvenna og meyjarhaftið virka og líta út. Sigga er jafnframt aðstoðarleiðbeinandi í HR bæði í grunn- og framhaldsnámi. Færslu Siggu Daggar má finna í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent