Hjóla 1300 km til styrktar krabbameinssjúkum börnum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júlí 2017 14:00 Liðin eru búin að vera undirbúa sig í allan vetur. Myndin er tekin úr síðustu æfingaferð hópsins þar sem hjólaðir voru 200 km. Team Rynkeby Ísland Þrjátíu og tveir Íslendingar ætla sér að hjóla 1300 km næstu átta daga til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Hjólað verður frá Kaupmannahöfn til Parísar. Þetta er liður í Team Rynkeby góðgerðastarfinu sem hefst á morgun. Hægt er að leggja málefninu lið inn á vefsíðu Team Rynkeby. „Við vorum að koma til Kaupmannahöfn í morgun og erum að fara að setja hjólin saman,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, ein af meðlimum stýrihóps íslenska hópsins, þegar blaðamaður náði tali af henni. Guðbjörg segir að allskonar fólk taki þátt í verkefninu. Þetta sé því nánast þverskurður af þjóðfélaginu. Alls sóttu um 70 manns um að fá að taka þátt í ár og af þeim voru 32 valdir. „Við erum búin að vera á fullu. Við seljum auglýsingalógó á fatnaði. Það erum við búin að vera að gera í vetur. Hjólafötin okkar eru með íslenskum lógóum á. Við erum búin að halda golfmót og við erum búin að vera með bíósýningu. Allt fé sem við söfnun rennur til SKB á Íslandi,“ segir Guðbjörg. Haldið verður af stað frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í fyrramálið og hjólað verður að spítala á svæðinu og þar verður krabbameinsdeildin heimsókt. Eftir það munu liðin hefja hjólaferð sína en búist er við að farið verði 150 til 200 km á dag. Guðbjörg og maðurinn hennar, Viðar Einarsson, fengu þessa hugmynd árið 2014 þegar þau sáu lið í verkefninu leggja af stað í túrinn í Kaupmannahöfn. Þá byrjaði boltinn að rúlla og þau komust fljótlega að því að íslenskt lið hefði aldrei tekið þátt. Guðbjörg fór síðan ásamt manni sínum og vinahjónum og prófuðu að hjóla með dönskum hóp í fyrra til að vita hvernig verkefnið gekk fyrir sig. Íslenska liðið er búið að þjálfa stíft í allan vetur til að undirbúa sig undir þrekvirkið. Team Rynkeby er samnorrænt verkefni sem hefur verið haldið ár hvert síðan árið 2002. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur hópur tekur þátt í verkefninu. Hjólreiðarmennirnir eru þó ekki þeir einu sem koma að verkefninu heldur er einnig aðstoðarteymi með í för. Guðbjörg nefnir að það kosti 18 þúsund danskar krónur að fá að taka þátt í verkefninu. Inn í því er fatnaður og hjól ásamt hótelgistingu. Þátttakendur greiða fyrir þátttökuna sjálfir. Alls taka 44 lið þátt í ár eða um 1.700 manns. Þar af eru 400 aðstoðarmenn. Íþróttir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þrjátíu og tveir Íslendingar ætla sér að hjóla 1300 km næstu átta daga til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Hjólað verður frá Kaupmannahöfn til Parísar. Þetta er liður í Team Rynkeby góðgerðastarfinu sem hefst á morgun. Hægt er að leggja málefninu lið inn á vefsíðu Team Rynkeby. „Við vorum að koma til Kaupmannahöfn í morgun og erum að fara að setja hjólin saman,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, ein af meðlimum stýrihóps íslenska hópsins, þegar blaðamaður náði tali af henni. Guðbjörg segir að allskonar fólk taki þátt í verkefninu. Þetta sé því nánast þverskurður af þjóðfélaginu. Alls sóttu um 70 manns um að fá að taka þátt í ár og af þeim voru 32 valdir. „Við erum búin að vera á fullu. Við seljum auglýsingalógó á fatnaði. Það erum við búin að vera að gera í vetur. Hjólafötin okkar eru með íslenskum lógóum á. Við erum búin að halda golfmót og við erum búin að vera með bíósýningu. Allt fé sem við söfnun rennur til SKB á Íslandi,“ segir Guðbjörg. Haldið verður af stað frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í fyrramálið og hjólað verður að spítala á svæðinu og þar verður krabbameinsdeildin heimsókt. Eftir það munu liðin hefja hjólaferð sína en búist er við að farið verði 150 til 200 km á dag. Guðbjörg og maðurinn hennar, Viðar Einarsson, fengu þessa hugmynd árið 2014 þegar þau sáu lið í verkefninu leggja af stað í túrinn í Kaupmannahöfn. Þá byrjaði boltinn að rúlla og þau komust fljótlega að því að íslenskt lið hefði aldrei tekið þátt. Guðbjörg fór síðan ásamt manni sínum og vinahjónum og prófuðu að hjóla með dönskum hóp í fyrra til að vita hvernig verkefnið gekk fyrir sig. Íslenska liðið er búið að þjálfa stíft í allan vetur til að undirbúa sig undir þrekvirkið. Team Rynkeby er samnorrænt verkefni sem hefur verið haldið ár hvert síðan árið 2002. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur hópur tekur þátt í verkefninu. Hjólreiðarmennirnir eru þó ekki þeir einu sem koma að verkefninu heldur er einnig aðstoðarteymi með í för. Guðbjörg nefnir að það kosti 18 þúsund danskar krónur að fá að taka þátt í verkefninu. Inn í því er fatnaður og hjól ásamt hótelgistingu. Þátttakendur greiða fyrir þátttökuna sjálfir. Alls taka 44 lið þátt í ár eða um 1.700 manns. Þar af eru 400 aðstoðarmenn.
Íþróttir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira