Sport

Þriðja umferð Wimbledon kláraðist í dag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Murray á titil að verja á Wimbledon.
Murray á titil að verja á Wimbledon. vísir/getty
Þriðja umferð Wimbledon mótsins í tennis kláraðist í dag.

Serbinn Novak Djokovic vann sigur á Lettanum Ernests Gulbis í þremur settum, 6-4, 6-1 og 7-6(7-2). Djokovic mætir Frakkanum Adrian Mannarino í 16 manna úrslitum.

Roger Federer sigraði andstæðing sinn, Mischa Zverev frá Þýskalandi 7-6(7-3), 6-4 og 6-4.

Í gær komust Rafael Nadal og Andy Murray einnig áfram í fjórðu umferðina. Spánverjinn Nadal vann Rússan Karen Khachanov í þremur settum og Murray, sem á titil að verja á mótinu, sigraði hinn ítalska Fabio Fognini 3-1.

Venus Williams komst áfram í fjórðu umferðina með 2-0 sigri á Naomi Osaka frá Japan.

Petra Kvitvova, sem talin var sigurstrangleg fyrir mótið, féll hins vegar úr leik í gær þegar hún tapaði fyrir hinni bandarísku Madison Brengle.


Tengdar fréttir

Hnéskélin fór úr lið | Myndband

Óhugnalegt atvik átti sér stað á Wimbledon-mótinu í tennis í gær en myndbandið af atvikinu er ekki fyrir viðkvæma.

Federer kallar á breytingar

Svisslenski tenniskappinn Roger Federer vill breyta reglum risamótanna til að koma í veg fyrir að menn hætti keppni vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×