Tekjulágir, minna menntaðir og Sjálfstæðismenn hrifnastir af vopnaburði lögreglunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2017 15:40 Vopnaðir lögreglumenn á Color Run. Vísir Ríflega 47% Íslendinga eru hlynnt því að vopnaðirlögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum á Íslandi en rúmlega 34% eru því andvíg. Þetta er meðal niðurstaðna Maskínu sem spurði „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum á Íslandi?“. Íbúar Suðurlands, Reykjaness, Vesturlands og Vestfjarða eru hlynntari vopnaðri lögreglu en íbúar annars staðar á landinu, eða meira en 60% íbúa þessara landshluta á móti rösklega 37% Reykvíkinga. Þá er tekjulægsti hópurinn sömuleiðis hlynntari vopnaburði lögreglu en aðrir tekjuhópar og þeir sem hafa háskólamenntun eru mun andvígari en þeir sem hafa minni menntun. Fram kemur í niðurstöðum Maskínu að töluverður munur er á viðhorfi til sýnilegra vopnaðra lögreglumanna á fjöldasamkomum eftir stjórnmálaskoðun. Meira en þrír af hverjum fjórum kjósendum Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir vopnaburðinum en tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins og Viðreisnar. Á hinn bóginn eru einungis rösklega 14% kjósenda Pírata hlynnt vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum. Einnig var spurt „Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart lögreglunni?“ og „Myndir þú upplifa þig öruggari eða óöruggari ef það væri vopnuð lögregla á fjöldasamkomu á Íslandi sem þú værir staddur/stödd á?". Naumlega 88% eru jákvæð gagnvart lögreglunni og stærri hluti þeirra er hlynntur vopnaburði. Næstum helmingur svarenda myndi upplifa sig öruggari ef það væri vopnuð lögregla á fjöldasamkomu á Íslandi sem þeir væru staddir á og næstum 85% þeirra er hlynnt því ð hafa vopnaða lögreglumenn sýnilega á fjöldasamkomum. Svarendur voru 1046 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, „sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu,“ útskýrir Maskína. Svarendur voru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 16. til 19. júní 2017.MaskínaMaskína Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir „Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna“ Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, segist alls ekki hvetja til þess að fólk teppi neyðarlínuna 20. júní 2017 14:24 Engin lögga vilji vera sú fyrsta til að grípa til byssunnar Lögreglumenn sem grípa til skotvopns mega búast við því að aðgerðin verði rannsökuð ofan í kjölinn. Komi til álita hvort viðkomandi lögreglumaður hafi gengið of langt munu dómstólar skera úr um lögmætið. 20. júní 2017 07:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Ríflega 47% Íslendinga eru hlynnt því að vopnaðirlögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum á Íslandi en rúmlega 34% eru því andvíg. Þetta er meðal niðurstaðna Maskínu sem spurði „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum á Íslandi?“. Íbúar Suðurlands, Reykjaness, Vesturlands og Vestfjarða eru hlynntari vopnaðri lögreglu en íbúar annars staðar á landinu, eða meira en 60% íbúa þessara landshluta á móti rösklega 37% Reykvíkinga. Þá er tekjulægsti hópurinn sömuleiðis hlynntari vopnaburði lögreglu en aðrir tekjuhópar og þeir sem hafa háskólamenntun eru mun andvígari en þeir sem hafa minni menntun. Fram kemur í niðurstöðum Maskínu að töluverður munur er á viðhorfi til sýnilegra vopnaðra lögreglumanna á fjöldasamkomum eftir stjórnmálaskoðun. Meira en þrír af hverjum fjórum kjósendum Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir vopnaburðinum en tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins og Viðreisnar. Á hinn bóginn eru einungis rösklega 14% kjósenda Pírata hlynnt vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum. Einnig var spurt „Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart lögreglunni?“ og „Myndir þú upplifa þig öruggari eða óöruggari ef það væri vopnuð lögregla á fjöldasamkomu á Íslandi sem þú værir staddur/stödd á?". Naumlega 88% eru jákvæð gagnvart lögreglunni og stærri hluti þeirra er hlynntur vopnaburði. Næstum helmingur svarenda myndi upplifa sig öruggari ef það væri vopnuð lögregla á fjöldasamkomu á Íslandi sem þeir væru staddir á og næstum 85% þeirra er hlynnt því ð hafa vopnaða lögreglumenn sýnilega á fjöldasamkomum. Svarendur voru 1046 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, „sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu,“ útskýrir Maskína. Svarendur voru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 16. til 19. júní 2017.MaskínaMaskína
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir „Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna“ Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, segist alls ekki hvetja til þess að fólk teppi neyðarlínuna 20. júní 2017 14:24 Engin lögga vilji vera sú fyrsta til að grípa til byssunnar Lögreglumenn sem grípa til skotvopns mega búast við því að aðgerðin verði rannsökuð ofan í kjölinn. Komi til álita hvort viðkomandi lögreglumaður hafi gengið of langt munu dómstólar skera úr um lögmætið. 20. júní 2017 07:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
„Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna“ Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, segist alls ekki hvetja til þess að fólk teppi neyðarlínuna 20. júní 2017 14:24
Engin lögga vilji vera sú fyrsta til að grípa til byssunnar Lögreglumenn sem grípa til skotvopns mega búast við því að aðgerðin verði rannsökuð ofan í kjölinn. Komi til álita hvort viðkomandi lögreglumaður hafi gengið of langt munu dómstólar skera úr um lögmætið. 20. júní 2017 07:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent