Verið með lögfræðing á línunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2017 06:00 Patrekur hefur verið að ná mjög eftirtektarverðum árangri í Austurríki. vísir/afp Patrekur Jóhannesson kom landsliði Austurríkis á sitt þriðja stórmót undir hans stjórn um síðustu helgi. Strákarnir hans unnu þá Bosníu, 34-32, í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Frábær árangur hjá Patreki sem er með ungt lið í höndunum og ekki marga atvinnumenn. „Þetta var frábært. Ég var með fimm leikmenn meidda í þessum leik og tveir gáfu ekki kost á sér af því þeir þurftu að vinna,“ segir Patrekur og hlær dátt.Dró gamla kempu á flot „Þetta var sérstök staða. Í liðinu hjá mér núna voru menn með samtals 669 landsleiki en þegar ég var á HM í Katar með gamla liðið mitt þá voru landsleikirnir 1.340. Ég spilaði á markverði í seinni hálfleik sem er búinn að spila fimm landsleiki og einn í vörninni á tvo landsleiki. Það gerir þetta enn sætara. Það hjálpaði líka til að ég var með Vytautas Ziura sem er 38 ára. Hann var hættur en ég náði í hann enda sá besti í austurrísku deildinni. Vonandi kemur hann með á EM. Hann sagði að það væri ekki séns en ég vona það.“Vann Ísland í Ólafsvík Ísland og Austurríki munu ekki mætast á EM þar sem þau eru í sama styrkleikaflokki. Patti er bara ánægður með það. „Mér finnst ekkert gaman að spila við Ísland. Þeir fóru illa með okkur á EM í Danmörku enda vildu strákarnir ekki tapa fyrir mér. Við spiluðum líka einu sinni við Ísland í Ólafsvík og þá unnum við með níu. Þeir unnu kannski á EM en við unnum á Ólafsvík. Það er eitthvað,“ segir Patti léttur.Ekki alltaf allir til í að spila Þó svo Dagur Sigurðsson og Patrekur hafi gert frábæra hluti fyrir austurrískan handbolta síðustu tíu ár á íþróttin enn undir högg að sækja þar í landi enda samkeppnin mikil. Það getur stundum pirrað Patrek. „Það eru ekki alltaf allir til í að spila og það pirraði mig. Slíkt myndi aldrei gerast á Íslandi. Sambandið er samt frábært og umgjörðin í kringum liðið mjög góð og fagmannleg. Menn eru svolítið heimakærir og vilja ekki reyna fyrir sér í öðrum deildum og það stendur þeim fyrir þrifum. Nikola Bilyk er búinn að vera í eitt ár hjá Kiel og framfarirnar hjá honum eru ótrúlegar. Liðið verður að fá fleiri atvinnumenn. Ég hef verið með lögfræðing og lækni á línunni en þarf fleiri atvinnumenn þó svo hitt sé svalt,“ segir Patrekur og vonast enn eftir því að handboltamenningin styrkist í landinu. „Þetta er fótbolta- og skíðaland. Það kemur vonandi meiri áhugi fyrir handbolta í landinu með góðum árangri. Svo höldum við EM eftir þrjú ár og þá verður vakningin vonandi orðin meiri.“Mitt besta með landsliðinu Í ljósi þess að Patrekur byrjaði að byggja upp nýtt lið fyrir tveimur árum og var án margra manna um síðustu helgi segir hann að þessi árangur að komast á EM sé einstaklega sætur. „Ég var mjög stoltur af því að slá Noreg út fyrir HM í Katar. Ég var líka ánægður er við lentum í riðli með Rússum, Serbíu og Bosníu. Það var erfiður riðill og við lentum í öðru sæti. Þetta er samt held ég það besta sem ég hef gert með landsliðinu. Af því það voru svo margir lykilmenn fjarverandi. Þetta var eins og Ísland hefði verið án Arons, Gauja og fleiri,“ segir Patrekur stoltur.Þýskaland bíður betri tíma Patrekur fékk fyrirspurn á dögunum um hvort hann hefði áhuga á að taka við þjálfarastarfinu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover-Burgdorf sem Rúnar Kárason leikur með. Patrekur gaf það frá sér enda nýbúinn að semja við Selfyssinga. „Það er alltaf gaman að fá svona fyrirspurnir en ég ætla að standa við minn samning við Selfoss. Ég er ekkert að fara og minn tími í Þýskalandi kemur síðar.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Sjá meira
Patrekur Jóhannesson kom landsliði Austurríkis á sitt þriðja stórmót undir hans stjórn um síðustu helgi. Strákarnir hans unnu þá Bosníu, 34-32, í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Frábær árangur hjá Patreki sem er með ungt lið í höndunum og ekki marga atvinnumenn. „Þetta var frábært. Ég var með fimm leikmenn meidda í þessum leik og tveir gáfu ekki kost á sér af því þeir þurftu að vinna,“ segir Patrekur og hlær dátt.Dró gamla kempu á flot „Þetta var sérstök staða. Í liðinu hjá mér núna voru menn með samtals 669 landsleiki en þegar ég var á HM í Katar með gamla liðið mitt þá voru landsleikirnir 1.340. Ég spilaði á markverði í seinni hálfleik sem er búinn að spila fimm landsleiki og einn í vörninni á tvo landsleiki. Það gerir þetta enn sætara. Það hjálpaði líka til að ég var með Vytautas Ziura sem er 38 ára. Hann var hættur en ég náði í hann enda sá besti í austurrísku deildinni. Vonandi kemur hann með á EM. Hann sagði að það væri ekki séns en ég vona það.“Vann Ísland í Ólafsvík Ísland og Austurríki munu ekki mætast á EM þar sem þau eru í sama styrkleikaflokki. Patti er bara ánægður með það. „Mér finnst ekkert gaman að spila við Ísland. Þeir fóru illa með okkur á EM í Danmörku enda vildu strákarnir ekki tapa fyrir mér. Við spiluðum líka einu sinni við Ísland í Ólafsvík og þá unnum við með níu. Þeir unnu kannski á EM en við unnum á Ólafsvík. Það er eitthvað,“ segir Patti léttur.Ekki alltaf allir til í að spila Þó svo Dagur Sigurðsson og Patrekur hafi gert frábæra hluti fyrir austurrískan handbolta síðustu tíu ár á íþróttin enn undir högg að sækja þar í landi enda samkeppnin mikil. Það getur stundum pirrað Patrek. „Það eru ekki alltaf allir til í að spila og það pirraði mig. Slíkt myndi aldrei gerast á Íslandi. Sambandið er samt frábært og umgjörðin í kringum liðið mjög góð og fagmannleg. Menn eru svolítið heimakærir og vilja ekki reyna fyrir sér í öðrum deildum og það stendur þeim fyrir þrifum. Nikola Bilyk er búinn að vera í eitt ár hjá Kiel og framfarirnar hjá honum eru ótrúlegar. Liðið verður að fá fleiri atvinnumenn. Ég hef verið með lögfræðing og lækni á línunni en þarf fleiri atvinnumenn þó svo hitt sé svalt,“ segir Patrekur og vonast enn eftir því að handboltamenningin styrkist í landinu. „Þetta er fótbolta- og skíðaland. Það kemur vonandi meiri áhugi fyrir handbolta í landinu með góðum árangri. Svo höldum við EM eftir þrjú ár og þá verður vakningin vonandi orðin meiri.“Mitt besta með landsliðinu Í ljósi þess að Patrekur byrjaði að byggja upp nýtt lið fyrir tveimur árum og var án margra manna um síðustu helgi segir hann að þessi árangur að komast á EM sé einstaklega sætur. „Ég var mjög stoltur af því að slá Noreg út fyrir HM í Katar. Ég var líka ánægður er við lentum í riðli með Rússum, Serbíu og Bosníu. Það var erfiður riðill og við lentum í öðru sæti. Þetta er samt held ég það besta sem ég hef gert með landsliðinu. Af því það voru svo margir lykilmenn fjarverandi. Þetta var eins og Ísland hefði verið án Arons, Gauja og fleiri,“ segir Patrekur stoltur.Þýskaland bíður betri tíma Patrekur fékk fyrirspurn á dögunum um hvort hann hefði áhuga á að taka við þjálfarastarfinu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover-Burgdorf sem Rúnar Kárason leikur með. Patrekur gaf það frá sér enda nýbúinn að semja við Selfyssinga. „Það er alltaf gaman að fá svona fyrirspurnir en ég ætla að standa við minn samning við Selfoss. Ég er ekkert að fara og minn tími í Þýskalandi kemur síðar.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Sjá meira