May neyðst til að bakka með stefnumál Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Jeremy Corbyn og Theresa May gengu saman í þingsal áður en drottning hélt stefnuræðu sína. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi undir forystu Theresu May er uppiskroppa með hugmyndir og hefur tapað meirihluta sínum. Þetta sagði Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, í umræðum eftir stefnuræðu drottningar á breska þinginu í gær. Hefð er fyrir því að drottning fari með stefnuræðu fyrir nýja ríkisstjórn eftir kosningar, í þessu tilfelli minnihlutastjórn May. Stjórnmálagreinandi BBC, Laura Kuenssberg, sagði í gær að May hefði væntanlega séð daginn fyrir sér sem einhvers konar krýningarathöfn fyrir nokkrum vikum en eftir að flokkurinn tapaði meirihluta í kosningum hafi gærdagurinn þess í stað kórónað fall May. Corbyn sagði að í ljósi þess að May hefði tapað þó nokkrum völdum hefði flokkur hennar þurft að bakka með ýmis stefnumál. Til að mynda áform um að afnema lög um ókeypis upphitun fyrir eldri borgara og sjálfkrafa hækkun eftirlauna sem og áform um að hætta að gefa ungum skólabörnum ókeypis hádegismat.Elísabet Bretadrottning og Karl Bretaprins sátu í þessum einkar vel skreyttu sætum.nordicphotos/AFPSjálf sagði May í umræðunum að stærsta áskorun sem ríkið stæði frammi fyrir væri að sameina sundraða þjóð. „Ég er tilbúin að vinna að þjóðarhag með hverjum sem er úr hvaða flokki sem er þegar kemur að Brexit og öðrum málum,“ sagði May. „Þingið getur ekki leyst allt en samvinna er þáttur í því að styrkja samkennd og sjálfstraust þjóðarinnar,“ bætti May við. Forsætisráðherrann tjáði sig einnig um bruna Grenfell-turnsins. Baðst hún afsökunar á mistökum yfirvalda sem hún sagði ekki hafa brugðist við brunanum á réttan hátt. Lofaði hún óháðum lögfræðingi til að starfa fyrir fjölskyldur sem urðu fyrir tjóni í brunanum. Engin stefnuræða drottningar verður á næsta ári og því þurfti ræða hennar í gær að spanna tveggja ára áform. Af þeim 27 frumvörpum sem útlistuð voru fjalla alls átta um Brexit, til að mynda um áhrif Brexit á innflytjendamál, milliríkjaviðskipti, sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál. Mikilvægast þessara frumvarpa snýr að því að binda enda á lögsögu Evrópudómstólsins yfir Bretlandi og að innleiða öll Evrópusambandslög í bresk lög þess í stað. Á meðal annarra mála sem komust á dagskrá voru frumvörp um stofnun nýs embættis sem á að beita sér gegn heimilisofbeldi, um að klára að koma á lestarsamgöngum á milli Birmingham og Crewe og um aukna persónuvernd á netinu og hinn svokallaða rétt til að gleymast. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Bruni í Grenfell-turni England Kosningar í Bretlandi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi undir forystu Theresu May er uppiskroppa með hugmyndir og hefur tapað meirihluta sínum. Þetta sagði Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, í umræðum eftir stefnuræðu drottningar á breska þinginu í gær. Hefð er fyrir því að drottning fari með stefnuræðu fyrir nýja ríkisstjórn eftir kosningar, í þessu tilfelli minnihlutastjórn May. Stjórnmálagreinandi BBC, Laura Kuenssberg, sagði í gær að May hefði væntanlega séð daginn fyrir sér sem einhvers konar krýningarathöfn fyrir nokkrum vikum en eftir að flokkurinn tapaði meirihluta í kosningum hafi gærdagurinn þess í stað kórónað fall May. Corbyn sagði að í ljósi þess að May hefði tapað þó nokkrum völdum hefði flokkur hennar þurft að bakka með ýmis stefnumál. Til að mynda áform um að afnema lög um ókeypis upphitun fyrir eldri borgara og sjálfkrafa hækkun eftirlauna sem og áform um að hætta að gefa ungum skólabörnum ókeypis hádegismat.Elísabet Bretadrottning og Karl Bretaprins sátu í þessum einkar vel skreyttu sætum.nordicphotos/AFPSjálf sagði May í umræðunum að stærsta áskorun sem ríkið stæði frammi fyrir væri að sameina sundraða þjóð. „Ég er tilbúin að vinna að þjóðarhag með hverjum sem er úr hvaða flokki sem er þegar kemur að Brexit og öðrum málum,“ sagði May. „Þingið getur ekki leyst allt en samvinna er þáttur í því að styrkja samkennd og sjálfstraust þjóðarinnar,“ bætti May við. Forsætisráðherrann tjáði sig einnig um bruna Grenfell-turnsins. Baðst hún afsökunar á mistökum yfirvalda sem hún sagði ekki hafa brugðist við brunanum á réttan hátt. Lofaði hún óháðum lögfræðingi til að starfa fyrir fjölskyldur sem urðu fyrir tjóni í brunanum. Engin stefnuræða drottningar verður á næsta ári og því þurfti ræða hennar í gær að spanna tveggja ára áform. Af þeim 27 frumvörpum sem útlistuð voru fjalla alls átta um Brexit, til að mynda um áhrif Brexit á innflytjendamál, milliríkjaviðskipti, sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál. Mikilvægast þessara frumvarpa snýr að því að binda enda á lögsögu Evrópudómstólsins yfir Bretlandi og að innleiða öll Evrópusambandslög í bresk lög þess í stað. Á meðal annarra mála sem komust á dagskrá voru frumvörp um stofnun nýs embættis sem á að beita sér gegn heimilisofbeldi, um að klára að koma á lestarsamgöngum á milli Birmingham og Crewe og um aukna persónuvernd á netinu og hinn svokallaða rétt til að gleymast.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Bruni í Grenfell-turni England Kosningar í Bretlandi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira