Millilending á ferli Arons Rafns Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júní 2017 06:00 Aron Rafn í landsleiknum gegn Úkraínu á sunnudaginn. vísir/anton „Enginn vina minna trúði mér er ég sagðist vera að koma heim. Þeir sögðust ekki trúa því fyrr en þeir myndu lesa það á Vísi,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem samdi til tveggja ára við ÍBV í gær. Tíðindin komu mörgum á óvart enda er Aron Rafn aðeins 27 ára gamall og fram undan ættu að vera hans bestu ár í atvinnumennskunni. Hann er uppalinn í Haukum, fór svo til Guif í Svíþjóð og þaðan til Álaborgar í Danmörku. Síðustu misseri hefur hann svo spilað með Bietigheim í Þýskalandi. „Ég heyrði frá ÍBV er liðið datt úr úrslitakeppninni í apríl. Þá vorum við í Bietighem í bullandi séns að komast upp. Ef við hefðum farið upp þá ætlaði ég klárlega að vera áfram. Það var mikið svekkelsi að komast ekki upp og þá var ég kominn með svolítinn leiða á handbolta en það kviknaði neisti aftur er ég kom til móts við landsliðið. Þá var gaman á ný,“ segir Aron og bætir við að háttalag félaga sinna í þýska liðinu hafi verið afar sérstakt og engu líkara en þeir vildu ekki komast upp í úrvalsdeild.Gott að endurstilla sig „Ég er bara feginn að koma heim í tvö ár og endurstilla mig aðeins. Ég verð svo tilbúinn að fara út aftur. Ég er enn ungur og ekkert að því að koma aðeins heim. Ég hugsa þetta því sem millilendingu áður en ég fer aftur út. Ég hef ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. Þetta er sérstakt en ég er mjög ánægður með hvernig þetta endaði allt saman.“ Aron átti ár eftir af samningi sínum við þýska félagið en félagið samþykkti að rifta samningnum við markvörðinn án vandkvæða. Honum var því frjálst að semja við hvaða félag sem er. „Það er líka gaman að Stephen Nielsen verði áfram í ÍBV. Úti var ég með ungan peyja með mér sem kom bara inn til að reyna við víti. Það skipti ekki máli hvernig ég spilaði þó svo ég spilaði heilt yfir mjög vel. Inn á milli komu slakir leikir en þjálfarinn beið bara eftir því að ég færi í gang. Ég fékk aldrei spark í rassinn og það verður gaman að spila með Stephen,“ segir Aron Rafn en hann ræddi ekki við nein önnur félög hér heima. Björgvin Páll Gústavsson var búinn að semja við hans gamla félag, Hauka, og þar eru fleiri góðir markverðir. Það var því lítið fyrir Aron að gera þar. „Þeir eru með hörkumarkmenn. Ég hugsa ég fái samt símtal fljótlega frá Þorgeiri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar Hauka. Hann vill aldrei missa sína menn.“ Aron stefnir að því að flytja til Eyja seinnipartinn í næsta mánuði og er spenntur fyrir því að búa í Eyjum. „Ég hlakka til eftir ferðalagið í Evrópu. Ég held að sé fínt að vera þar. Ég hef eingöngu komið þangað á Þjóðhátíð og íþróttamót. Við byrjum að æfa í lok júlí og þá verð ég hafa komið mér fyrir,“ segir markvörðurinn stóri en hann er enn eitt stóra nafnið sem kemur heim fyrir næstu leiktíð og óhætt að segja að deildin hafi ekki verið eins sterk í fjöldamörg ár. „Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var til í að koma heim. Maður les nánast í hverri viku um einhvern sem er að koma heim. Þetta er virkilega spennandi og ég held að deildin eigi eftir að verða hrikalega skemmtileg. Það verður gaman að taka þátt í því. Þetta verður geggjað.“ Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Sjá meira
„Enginn vina minna trúði mér er ég sagðist vera að koma heim. Þeir sögðust ekki trúa því fyrr en þeir myndu lesa það á Vísi,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem samdi til tveggja ára við ÍBV í gær. Tíðindin komu mörgum á óvart enda er Aron Rafn aðeins 27 ára gamall og fram undan ættu að vera hans bestu ár í atvinnumennskunni. Hann er uppalinn í Haukum, fór svo til Guif í Svíþjóð og þaðan til Álaborgar í Danmörku. Síðustu misseri hefur hann svo spilað með Bietigheim í Þýskalandi. „Ég heyrði frá ÍBV er liðið datt úr úrslitakeppninni í apríl. Þá vorum við í Bietighem í bullandi séns að komast upp. Ef við hefðum farið upp þá ætlaði ég klárlega að vera áfram. Það var mikið svekkelsi að komast ekki upp og þá var ég kominn með svolítinn leiða á handbolta en það kviknaði neisti aftur er ég kom til móts við landsliðið. Þá var gaman á ný,“ segir Aron og bætir við að háttalag félaga sinna í þýska liðinu hafi verið afar sérstakt og engu líkara en þeir vildu ekki komast upp í úrvalsdeild.Gott að endurstilla sig „Ég er bara feginn að koma heim í tvö ár og endurstilla mig aðeins. Ég verð svo tilbúinn að fara út aftur. Ég er enn ungur og ekkert að því að koma aðeins heim. Ég hugsa þetta því sem millilendingu áður en ég fer aftur út. Ég hef ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. Þetta er sérstakt en ég er mjög ánægður með hvernig þetta endaði allt saman.“ Aron átti ár eftir af samningi sínum við þýska félagið en félagið samþykkti að rifta samningnum við markvörðinn án vandkvæða. Honum var því frjálst að semja við hvaða félag sem er. „Það er líka gaman að Stephen Nielsen verði áfram í ÍBV. Úti var ég með ungan peyja með mér sem kom bara inn til að reyna við víti. Það skipti ekki máli hvernig ég spilaði þó svo ég spilaði heilt yfir mjög vel. Inn á milli komu slakir leikir en þjálfarinn beið bara eftir því að ég færi í gang. Ég fékk aldrei spark í rassinn og það verður gaman að spila með Stephen,“ segir Aron Rafn en hann ræddi ekki við nein önnur félög hér heima. Björgvin Páll Gústavsson var búinn að semja við hans gamla félag, Hauka, og þar eru fleiri góðir markverðir. Það var því lítið fyrir Aron að gera þar. „Þeir eru með hörkumarkmenn. Ég hugsa ég fái samt símtal fljótlega frá Þorgeiri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar Hauka. Hann vill aldrei missa sína menn.“ Aron stefnir að því að flytja til Eyja seinnipartinn í næsta mánuði og er spenntur fyrir því að búa í Eyjum. „Ég hlakka til eftir ferðalagið í Evrópu. Ég held að sé fínt að vera þar. Ég hef eingöngu komið þangað á Þjóðhátíð og íþróttamót. Við byrjum að æfa í lok júlí og þá verð ég hafa komið mér fyrir,“ segir markvörðurinn stóri en hann er enn eitt stóra nafnið sem kemur heim fyrir næstu leiktíð og óhætt að segja að deildin hafi ekki verið eins sterk í fjöldamörg ár. „Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var til í að koma heim. Maður les nánast í hverri viku um einhvern sem er að koma heim. Þetta er virkilega spennandi og ég held að deildin eigi eftir að verða hrikalega skemmtileg. Það verður gaman að taka þátt í því. Þetta verður geggjað.“
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Sjá meira