Epli og appelsínur Ólafur Arnarson skrifar 23. júní 2017 06:00 Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendir mér tóninn í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudaginn. Hann virðist telja mig hafa tekið upp hanskann fyrir Costco og verið ósanngjarnan í garð Bónuss. Þetta get ég ekki fallist á. Ég hef einungis tekið upp hanskann fyrir íslenska neytendur. Alvarlegar ásakanir hafa komið fram frá öðrum en mér um að í Bónus sé stundað að lækka verð rétt á meðan verðkannanir standa yfir sem og að hækka verð þegar mikið er að gera í verslununum. Ég lýsti þeirri skoðun minni að alvarlegt væri ef rétt væri. RÚV, í samvinnu við ASÍ, birti nýlega verðkönnun sem sýndi að ódýrasta innkaupakarfan í Bónus er ódýrari en ódýrasta karfa í Costco, án tillits til tegundar eða gæða. Á þetta benti ég í viðtölum við fjölmiðla. Ég veit ekki betur en að gagnrýni m.a. frá Högum á verðkannanir ASÍ hafi einmitt beinst að því að ekki sé verið að bera saman sambærilegar vörur. Að verið sé að bera saman epli og appelsínur en ekki epli og epli. Finnur virðist blanda saman ummælum mínum um aðskilda hluti og túlka sem einn og sama hlutinn. Með því er hann í raun að bera saman epli og appelsínur, sem aldrei er gott. Ég vona að við Finnur séum sammála um að betra er að bera jafnan saman epli og epli. Finnur lætur að því liggja að með ummælum mínum hafi ég sakað Jóhannes heitinn í Bónus, sem var mér mjög kær, um blekkingar gagnvart neytendum. Það myndi ég aldrei gera. Jóhannes var einhver besti bandamaður sem íslenskir neytendur hafa átt. Costco færir nýja samkeppni inn á íslenskan dagvörumarkað og lækkar vöruverð rétt eins og Hagkaup gerði 1959 og Bónus 1989. Því fagna ég fyrir hönd íslenskra neytenda. Fákeppni á dagvörumarkaði hefur fært háar fjárhæðir úr vösum neytenda í vasa eigenda innflutnings- og smásölufyrirtækja. Öflug og heilbrigð samkeppni er besti vinur neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Arnarson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendir mér tóninn í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudaginn. Hann virðist telja mig hafa tekið upp hanskann fyrir Costco og verið ósanngjarnan í garð Bónuss. Þetta get ég ekki fallist á. Ég hef einungis tekið upp hanskann fyrir íslenska neytendur. Alvarlegar ásakanir hafa komið fram frá öðrum en mér um að í Bónus sé stundað að lækka verð rétt á meðan verðkannanir standa yfir sem og að hækka verð þegar mikið er að gera í verslununum. Ég lýsti þeirri skoðun minni að alvarlegt væri ef rétt væri. RÚV, í samvinnu við ASÍ, birti nýlega verðkönnun sem sýndi að ódýrasta innkaupakarfan í Bónus er ódýrari en ódýrasta karfa í Costco, án tillits til tegundar eða gæða. Á þetta benti ég í viðtölum við fjölmiðla. Ég veit ekki betur en að gagnrýni m.a. frá Högum á verðkannanir ASÍ hafi einmitt beinst að því að ekki sé verið að bera saman sambærilegar vörur. Að verið sé að bera saman epli og appelsínur en ekki epli og epli. Finnur virðist blanda saman ummælum mínum um aðskilda hluti og túlka sem einn og sama hlutinn. Með því er hann í raun að bera saman epli og appelsínur, sem aldrei er gott. Ég vona að við Finnur séum sammála um að betra er að bera jafnan saman epli og epli. Finnur lætur að því liggja að með ummælum mínum hafi ég sakað Jóhannes heitinn í Bónus, sem var mér mjög kær, um blekkingar gagnvart neytendum. Það myndi ég aldrei gera. Jóhannes var einhver besti bandamaður sem íslenskir neytendur hafa átt. Costco færir nýja samkeppni inn á íslenskan dagvörumarkað og lækkar vöruverð rétt eins og Hagkaup gerði 1959 og Bónus 1989. Því fagna ég fyrir hönd íslenskra neytenda. Fákeppni á dagvörumarkaði hefur fært háar fjárhæðir úr vösum neytenda í vasa eigenda innflutnings- og smásölufyrirtækja. Öflug og heilbrigð samkeppni er besti vinur neytenda.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun