Epli og appelsínur Ólafur Arnarson skrifar 23. júní 2017 06:00 Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendir mér tóninn í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudaginn. Hann virðist telja mig hafa tekið upp hanskann fyrir Costco og verið ósanngjarnan í garð Bónuss. Þetta get ég ekki fallist á. Ég hef einungis tekið upp hanskann fyrir íslenska neytendur. Alvarlegar ásakanir hafa komið fram frá öðrum en mér um að í Bónus sé stundað að lækka verð rétt á meðan verðkannanir standa yfir sem og að hækka verð þegar mikið er að gera í verslununum. Ég lýsti þeirri skoðun minni að alvarlegt væri ef rétt væri. RÚV, í samvinnu við ASÍ, birti nýlega verðkönnun sem sýndi að ódýrasta innkaupakarfan í Bónus er ódýrari en ódýrasta karfa í Costco, án tillits til tegundar eða gæða. Á þetta benti ég í viðtölum við fjölmiðla. Ég veit ekki betur en að gagnrýni m.a. frá Högum á verðkannanir ASÍ hafi einmitt beinst að því að ekki sé verið að bera saman sambærilegar vörur. Að verið sé að bera saman epli og appelsínur en ekki epli og epli. Finnur virðist blanda saman ummælum mínum um aðskilda hluti og túlka sem einn og sama hlutinn. Með því er hann í raun að bera saman epli og appelsínur, sem aldrei er gott. Ég vona að við Finnur séum sammála um að betra er að bera jafnan saman epli og epli. Finnur lætur að því liggja að með ummælum mínum hafi ég sakað Jóhannes heitinn í Bónus, sem var mér mjög kær, um blekkingar gagnvart neytendum. Það myndi ég aldrei gera. Jóhannes var einhver besti bandamaður sem íslenskir neytendur hafa átt. Costco færir nýja samkeppni inn á íslenskan dagvörumarkað og lækkar vöruverð rétt eins og Hagkaup gerði 1959 og Bónus 1989. Því fagna ég fyrir hönd íslenskra neytenda. Fákeppni á dagvörumarkaði hefur fært háar fjárhæðir úr vösum neytenda í vasa eigenda innflutnings- og smásölufyrirtækja. Öflug og heilbrigð samkeppni er besti vinur neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Arnarson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendir mér tóninn í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudaginn. Hann virðist telja mig hafa tekið upp hanskann fyrir Costco og verið ósanngjarnan í garð Bónuss. Þetta get ég ekki fallist á. Ég hef einungis tekið upp hanskann fyrir íslenska neytendur. Alvarlegar ásakanir hafa komið fram frá öðrum en mér um að í Bónus sé stundað að lækka verð rétt á meðan verðkannanir standa yfir sem og að hækka verð þegar mikið er að gera í verslununum. Ég lýsti þeirri skoðun minni að alvarlegt væri ef rétt væri. RÚV, í samvinnu við ASÍ, birti nýlega verðkönnun sem sýndi að ódýrasta innkaupakarfan í Bónus er ódýrari en ódýrasta karfa í Costco, án tillits til tegundar eða gæða. Á þetta benti ég í viðtölum við fjölmiðla. Ég veit ekki betur en að gagnrýni m.a. frá Högum á verðkannanir ASÍ hafi einmitt beinst að því að ekki sé verið að bera saman sambærilegar vörur. Að verið sé að bera saman epli og appelsínur en ekki epli og epli. Finnur virðist blanda saman ummælum mínum um aðskilda hluti og túlka sem einn og sama hlutinn. Með því er hann í raun að bera saman epli og appelsínur, sem aldrei er gott. Ég vona að við Finnur séum sammála um að betra er að bera jafnan saman epli og epli. Finnur lætur að því liggja að með ummælum mínum hafi ég sakað Jóhannes heitinn í Bónus, sem var mér mjög kær, um blekkingar gagnvart neytendum. Það myndi ég aldrei gera. Jóhannes var einhver besti bandamaður sem íslenskir neytendur hafa átt. Costco færir nýja samkeppni inn á íslenskan dagvörumarkað og lækkar vöruverð rétt eins og Hagkaup gerði 1959 og Bónus 1989. Því fagna ég fyrir hönd íslenskra neytenda. Fákeppni á dagvörumarkaði hefur fært háar fjárhæðir úr vösum neytenda í vasa eigenda innflutnings- og smásölufyrirtækja. Öflug og heilbrigð samkeppni er besti vinur neytenda.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar