Sér ekki að innanlandsflug verði flutt úr Vatnsmýri á næstu árum Sæunn Gísladóttir skrifar 23. júní 2017 07:00 Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur átt sæti á Alþinig frá 2007 en hann er þingmaður suðvesturkjördæmis. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég hef aldrei sagt að ég vilji absalút hafa innanlandsflugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það er bara einhver misskilningur,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Eins og greint var frá í gær vonast Jón til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni. Í Morgunblaðinu á miðvikudag var fullyrt að að mati Jóns væri miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri til frambúðar. Framkvæmdir í Vatnsmýri er ekki að finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Að mati Jóns er samt hægt að ganga í verkið. „Það er ekki víst að ríkið þurfi endilega að byggja þessa flugstöð. Við getum fengið aðra til þess.“ Áform Jóns hafa farið öfugt ofan í suma stjórnarliða. Jón bendir hins vegar á að á meðan engin ákvörðun hafi verið tekin um að flytja miðstöðina úr Vatnsmýrinni þýði ekki annað en að halda áfram bráðnauðsynlegri uppbyggingu þar. „Ég hef enga trú á að við séum að fara að byggja flugvöll eða flytja miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni á allra næstu árum. Þá ætti eftir að fara í mikla vinnu og undirbúning.“Jón Gunnarsson telur að miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni verði ekki flutt á allra næstu árum. Fréttablaðið/EyþórBorgarstjóri hefur talað um að borgin gefi ekki leyfi fyrir framkvæmdinni nema nýja flugstöðin verði færanleg. Jón segir að ef verði ákveðið að byggja nýjan flugvöll eða flytja miðstöðina þurfi húsið að geta þjónað einhverjum öðrum tilgangi. Jón hefur skipað nýja nefnd til að taka við keflinu af Rögnunefndinni sem komst að því að Hvassahraun væri álitlegasti staðurinn fyrir innanlandsflug. Jón telur margt ábótavant í vinnu nefndarinnar. „Við erum að láta vinna núna skýrslu um öryggishlutverk vallarins sem ég tel að hafi verið vanreifað í skýrslu Rögnunefndar. Sú skýrsla kemur væntanlega út í sumar.“ Jón nefnir einnig upplýsingar um að Hvassahraunsstaðurinn sé á vatnsupptökusvæði sveitarfélaga Suðurnesja. „Það þarf að skoða. Svo skoðuðu menn ekki heldur af neinu viti að breyta legu flugvallarins í Vatnsmýrinni og reyna að mæta sjónarmiði þeirra sem vilja land undir byggingar. Það verður verkefni þessa starfshóps að kafa ofan í þetta allt saman,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
„Ég hef aldrei sagt að ég vilji absalút hafa innanlandsflugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það er bara einhver misskilningur,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Eins og greint var frá í gær vonast Jón til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni. Í Morgunblaðinu á miðvikudag var fullyrt að að mati Jóns væri miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri til frambúðar. Framkvæmdir í Vatnsmýri er ekki að finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Að mati Jóns er samt hægt að ganga í verkið. „Það er ekki víst að ríkið þurfi endilega að byggja þessa flugstöð. Við getum fengið aðra til þess.“ Áform Jóns hafa farið öfugt ofan í suma stjórnarliða. Jón bendir hins vegar á að á meðan engin ákvörðun hafi verið tekin um að flytja miðstöðina úr Vatnsmýrinni þýði ekki annað en að halda áfram bráðnauðsynlegri uppbyggingu þar. „Ég hef enga trú á að við séum að fara að byggja flugvöll eða flytja miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni á allra næstu árum. Þá ætti eftir að fara í mikla vinnu og undirbúning.“Jón Gunnarsson telur að miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni verði ekki flutt á allra næstu árum. Fréttablaðið/EyþórBorgarstjóri hefur talað um að borgin gefi ekki leyfi fyrir framkvæmdinni nema nýja flugstöðin verði færanleg. Jón segir að ef verði ákveðið að byggja nýjan flugvöll eða flytja miðstöðina þurfi húsið að geta þjónað einhverjum öðrum tilgangi. Jón hefur skipað nýja nefnd til að taka við keflinu af Rögnunefndinni sem komst að því að Hvassahraun væri álitlegasti staðurinn fyrir innanlandsflug. Jón telur margt ábótavant í vinnu nefndarinnar. „Við erum að láta vinna núna skýrslu um öryggishlutverk vallarins sem ég tel að hafi verið vanreifað í skýrslu Rögnunefndar. Sú skýrsla kemur væntanlega út í sumar.“ Jón nefnir einnig upplýsingar um að Hvassahraunsstaðurinn sé á vatnsupptökusvæði sveitarfélaga Suðurnesja. „Það þarf að skoða. Svo skoðuðu menn ekki heldur af neinu viti að breyta legu flugvallarins í Vatnsmýrinni og reyna að mæta sjónarmiði þeirra sem vilja land undir byggingar. Það verður verkefni þessa starfshóps að kafa ofan í þetta allt saman,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira