Ætlar að verða rappari Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2017 09:15 Ég parkora líka og ætla örugglega að fara að æfa það í haust, segir Daníel Kjartan Smart. Vísir/Eyþór Árnason Daníel Kjartan Smart er með smá lit á puttunum þegar ég hitti hann. „Ég er svo oft að teikna,“ útskýrir hann og sýnir mér karl sem prýðir vinstra handarbakið. Hann hefur engar áhyggjur af því þó hann hverfi. „Ég hef hann bara þangað til hann fer,“ segir hann. Sennilega er stutt í að teikningin hverfi því Daníel Kjartan er á förum til Spánar og þar fara flestir á ströndina á þessum árstíma. „Það verður örugglega heitt en það verður vatnsgarður nálægt staðnum sem við verðum á,“ segir hann og kveðst hlakka til. Hefurðu farið áður til Spánar? „Já, ég hef farið einu sinni áður, ég var á síðasta ári í leikskóla þá. Núna er ég tíu ára.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Að leika úti með vinum mínum og vera með fjölskyldunni.“ Hvaðan kemur eftirnafnið þitt Smart? „Það er skoskt og kemur frá afa mínum. Ég á tvær mömmur, báðar íslenskar en önnur á skoskan pabba.“ Heldur þú upp á einhvern sérstakan tónlistamann? „Já, Eminem, hann er rappari.“ Kanntu einhverja texta með honum? „Ég kann Lose yourself og smá í Not afraid. Vinur minn er líka hrifinn af Eminem og við ætlum að verða rapparar þegar við verðum stórir. Við erum búnir að ákveða nöfn. Hann heitir Emminemmi og ég Demminemm og við ætlum að rappa saman.“ Eruð þið byrjaðir að æfa? „Nei, við ætluðum að æfa okkur eftir eitt afmæli en svo breyttist planið og hann fór til Danmerkur en hann kemur aftur.“ Ertu eitthvað í íþróttum? „Já, ég æfði körfubolta, breikdans og klifur í vetur. Ég parkoura líka og er örugglega að fara að æfa það í haust.“ Hvað er parkour? „Það er svona stökkíþrótt, þeir sem eru komnir langt stökkva milli bygginga.“ Krakkar Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Daníel Kjartan Smart er með smá lit á puttunum þegar ég hitti hann. „Ég er svo oft að teikna,“ útskýrir hann og sýnir mér karl sem prýðir vinstra handarbakið. Hann hefur engar áhyggjur af því þó hann hverfi. „Ég hef hann bara þangað til hann fer,“ segir hann. Sennilega er stutt í að teikningin hverfi því Daníel Kjartan er á förum til Spánar og þar fara flestir á ströndina á þessum árstíma. „Það verður örugglega heitt en það verður vatnsgarður nálægt staðnum sem við verðum á,“ segir hann og kveðst hlakka til. Hefurðu farið áður til Spánar? „Já, ég hef farið einu sinni áður, ég var á síðasta ári í leikskóla þá. Núna er ég tíu ára.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Að leika úti með vinum mínum og vera með fjölskyldunni.“ Hvaðan kemur eftirnafnið þitt Smart? „Það er skoskt og kemur frá afa mínum. Ég á tvær mömmur, báðar íslenskar en önnur á skoskan pabba.“ Heldur þú upp á einhvern sérstakan tónlistamann? „Já, Eminem, hann er rappari.“ Kanntu einhverja texta með honum? „Ég kann Lose yourself og smá í Not afraid. Vinur minn er líka hrifinn af Eminem og við ætlum að verða rapparar þegar við verðum stórir. Við erum búnir að ákveða nöfn. Hann heitir Emminemmi og ég Demminemm og við ætlum að rappa saman.“ Eruð þið byrjaðir að æfa? „Nei, við ætluðum að æfa okkur eftir eitt afmæli en svo breyttist planið og hann fór til Danmerkur en hann kemur aftur.“ Ertu eitthvað í íþróttum? „Já, ég æfði körfubolta, breikdans og klifur í vetur. Ég parkoura líka og er örugglega að fara að æfa það í haust.“ Hvað er parkour? „Það er svona stökkíþrótt, þeir sem eru komnir langt stökkva milli bygginga.“
Krakkar Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira