Tilboði May um réttindi ESB borgara fálega tekið í Brussel Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2017 18:49 Leiðtogar Evrópusambandsins taka fálega í tillögur Breta varðandi stöðu Evrópubúa í Bretlandi að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu. Theresa May forsætisráðherra segir tilboð hennar hins vegar sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa landanna eftir sambandsslitin. Theresa May fékk að ávarpa leiðtoga hinna 27 aðildarríkja Evrópusambandsins undir lok vinnukvöldverðar leiðtoganna í gær þar sem hún setti fram tilboð Breta í innflytjendamálum að loknum sambandsslitum. Samkvæmt því gætu Evrópumenn sem búið hafa í fimm ár eða lengur í Bretlandi búið þar áfram og notið allra réttinda sem þeir njóta nú til æviloka. Þeir sem búið hafa skemur fengju að búa þar áfram þar til fimm árum yrði náð til að sækja um varanlega búsetu. Gefinn yrði tveggja ára aðlögunartími fyrir aðra til að öðlast slík réttindi. „Þetta er sanngjarnt og alvarlegt tilboð. Það gefur þeim þremur milljónum þegna Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fullvissu um framtíð sína og við viljum fá sömu fullvissu gagnvart þeirri rúmu milljón Breta sem búa innan Evrópusambandsins. Á mánudag mun ég birta tillögur okkar í smáatriðum og hlakka til að ná samkomulagi sem allra fyrst,“ sagði May í Brussel í dag.Ekki með skýra mynd af vilja Breta Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var ekki bjartsýnn eftir yfirlýsingu May. Þegar hann var spurður hvort hann hefði skýra mynd af því sem Bretar vildu ná fram í samningaviðræðunum var svarið einfaldlega „nei.“ Og þegar hann var spurður hvort yfirlýsing Theresu May um réttindi borgaranna væri skref í rétta átt svaraði hann. „Þetta er fyrsta skrefið en það er ekki fullnægjandi,“ en Juncker hefur alla tíð verið mjög ósáttur við útgöngu Breta úr sambandinu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, var ekki eins fámáll og Juncker en fullur efasemda. „Mín fyrstu viðbrögð er að tilboð Breta séu undir væntingum og fela í sér þá áhættu að staða borgaranna versni. En samninganefnd okkar mun fara yfir tilboðið línu fyrir línu þegar okkur hefur borist það skriflega,“ sagði Tusk í dag. Evrópusambandið setti fram þá kröfu að málefni borgaranna yrðu rædd fyrst af öllu og nú segist May einnig alltaf hafa verið þeirrar skoðunar. „Það er ákveðinn áherslumunur á milli tilboðs okkar og tillagna framkvæmdastjórnarinnar en málið fer nú til samninganefnda. Ég hef alltaf sagt að ég vildi að réttindi borgaranna yrðu með þeim fyrstu sem rædd yrðu í formlegum samningaviðræðum og þau verða það,“ sagði Theresa May í Brussel í dag. Brexit Tengdar fréttir May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03 Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Forsætisráðherra Bretlands hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr ESB. 22. júní 2017 19:45 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins taka fálega í tillögur Breta varðandi stöðu Evrópubúa í Bretlandi að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu. Theresa May forsætisráðherra segir tilboð hennar hins vegar sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa landanna eftir sambandsslitin. Theresa May fékk að ávarpa leiðtoga hinna 27 aðildarríkja Evrópusambandsins undir lok vinnukvöldverðar leiðtoganna í gær þar sem hún setti fram tilboð Breta í innflytjendamálum að loknum sambandsslitum. Samkvæmt því gætu Evrópumenn sem búið hafa í fimm ár eða lengur í Bretlandi búið þar áfram og notið allra réttinda sem þeir njóta nú til æviloka. Þeir sem búið hafa skemur fengju að búa þar áfram þar til fimm árum yrði náð til að sækja um varanlega búsetu. Gefinn yrði tveggja ára aðlögunartími fyrir aðra til að öðlast slík réttindi. „Þetta er sanngjarnt og alvarlegt tilboð. Það gefur þeim þremur milljónum þegna Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fullvissu um framtíð sína og við viljum fá sömu fullvissu gagnvart þeirri rúmu milljón Breta sem búa innan Evrópusambandsins. Á mánudag mun ég birta tillögur okkar í smáatriðum og hlakka til að ná samkomulagi sem allra fyrst,“ sagði May í Brussel í dag.Ekki með skýra mynd af vilja Breta Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var ekki bjartsýnn eftir yfirlýsingu May. Þegar hann var spurður hvort hann hefði skýra mynd af því sem Bretar vildu ná fram í samningaviðræðunum var svarið einfaldlega „nei.“ Og þegar hann var spurður hvort yfirlýsing Theresu May um réttindi borgaranna væri skref í rétta átt svaraði hann. „Þetta er fyrsta skrefið en það er ekki fullnægjandi,“ en Juncker hefur alla tíð verið mjög ósáttur við útgöngu Breta úr sambandinu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, var ekki eins fámáll og Juncker en fullur efasemda. „Mín fyrstu viðbrögð er að tilboð Breta séu undir væntingum og fela í sér þá áhættu að staða borgaranna versni. En samninganefnd okkar mun fara yfir tilboðið línu fyrir línu þegar okkur hefur borist það skriflega,“ sagði Tusk í dag. Evrópusambandið setti fram þá kröfu að málefni borgaranna yrðu rædd fyrst af öllu og nú segist May einnig alltaf hafa verið þeirrar skoðunar. „Það er ákveðinn áherslumunur á milli tilboðs okkar og tillagna framkvæmdastjórnarinnar en málið fer nú til samninganefnda. Ég hef alltaf sagt að ég vildi að réttindi borgaranna yrðu með þeim fyrstu sem rædd yrðu í formlegum samningaviðræðum og þau verða það,“ sagði Theresa May í Brussel í dag.
Brexit Tengdar fréttir May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03 Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Forsætisráðherra Bretlands hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr ESB. 22. júní 2017 19:45 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03
Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Forsætisráðherra Bretlands hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr ESB. 22. júní 2017 19:45