Gunnlaugur: Var hraunað yfir þá nánast hvern einasta dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2017 19:52 Gunnlaugur er sáttur með hvernig hans menn brugðust við mótlæti í byrjun móts. vísir/ernir „Já og nei. Við áttum alveg færi til að klára þetta. En miðað við hvernig leikurinn byrjaði getur maður verið nokkuð sáttur með þetta,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, aðspurður hvort hann væri sáttur með eitt stig gegn Stjörnunni í dag. Skagamenn áttu í miklum vandræðum í upphafi leiks og gátu talist heppnir að fá bara eitt mark á sig. En Gunnlaugur átti ás upp í erminni og þegar um 10 mínútur voru til hálfleiks breytti hann um leikkerfi og við það jafnaðist leikurinn. „Við tókum bara ákvörðun um það í augnablikinu. Það vill svo til að við höfðum holninguna í það; vorum með miðvörð í hægri bakverði þannig að þetta svínvirkaði. Ég var undrandi hversu fljótt þetta bar árangur. Þeir lentu í miklum vandræðum með okkur,“ sagði Gunnlaugur. Að hans sögn voru Skagamenn hvorki búnir að æfa þetta leikkerfi né spila það á undirbúningstímabilinu. „Við vorum eitt af fáum liðum sem notuðum þetta ekki í vetur. Aftur á móti unnum við aðeins með þetta veturinn í fyrra og hitteðfyrra. Menn þekkja þetta og það voru allir með sitt á hreinu. Þetta gerði þeim erfitt fyrir. Við náðum loksins að dekka betur, betri tökum á köntunum og þetta var eiginlega maður á mann,“ sagði Gunnlaugur. Eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu hefur ÍA aðeins tapað einum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Gunnlaugur er ánægður með hvernig hans menn hafa risið upp á afturlappirnar eftir mikið mótlæti. „Ég gríðarlega ánægður. Við erum á hárréttri leið. Strákarnir fá mikið hrós fyrir að halda haus. Þetta var ekkert smá erfið byrjun og í ofanálag er ekkert smá mikil umræða um deildina. Það var hraunað yfir þá nánast hvern einasta dag. Það er ofboðslega sterkt að halda haus og halda klefanum ferskum. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Gunnlaugur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Stjarnan - ÍA 2-2 | Skagamenn sóttu stig í Garðabæinn Stjarnan og ÍA skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í 9. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 24. júní 2017 20:00 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
„Já og nei. Við áttum alveg færi til að klára þetta. En miðað við hvernig leikurinn byrjaði getur maður verið nokkuð sáttur með þetta,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, aðspurður hvort hann væri sáttur með eitt stig gegn Stjörnunni í dag. Skagamenn áttu í miklum vandræðum í upphafi leiks og gátu talist heppnir að fá bara eitt mark á sig. En Gunnlaugur átti ás upp í erminni og þegar um 10 mínútur voru til hálfleiks breytti hann um leikkerfi og við það jafnaðist leikurinn. „Við tókum bara ákvörðun um það í augnablikinu. Það vill svo til að við höfðum holninguna í það; vorum með miðvörð í hægri bakverði þannig að þetta svínvirkaði. Ég var undrandi hversu fljótt þetta bar árangur. Þeir lentu í miklum vandræðum með okkur,“ sagði Gunnlaugur. Að hans sögn voru Skagamenn hvorki búnir að æfa þetta leikkerfi né spila það á undirbúningstímabilinu. „Við vorum eitt af fáum liðum sem notuðum þetta ekki í vetur. Aftur á móti unnum við aðeins með þetta veturinn í fyrra og hitteðfyrra. Menn þekkja þetta og það voru allir með sitt á hreinu. Þetta gerði þeim erfitt fyrir. Við náðum loksins að dekka betur, betri tökum á köntunum og þetta var eiginlega maður á mann,“ sagði Gunnlaugur. Eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu hefur ÍA aðeins tapað einum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Gunnlaugur er ánægður með hvernig hans menn hafa risið upp á afturlappirnar eftir mikið mótlæti. „Ég gríðarlega ánægður. Við erum á hárréttri leið. Strákarnir fá mikið hrós fyrir að halda haus. Þetta var ekkert smá erfið byrjun og í ofanálag er ekkert smá mikil umræða um deildina. Það var hraunað yfir þá nánast hvern einasta dag. Það er ofboðslega sterkt að halda haus og halda klefanum ferskum. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Gunnlaugur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Stjarnan - ÍA 2-2 | Skagamenn sóttu stig í Garðabæinn Stjarnan og ÍA skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í 9. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 24. júní 2017 20:00 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Umfjöllun og einkunnir: Stjarnan - ÍA 2-2 | Skagamenn sóttu stig í Garðabæinn Stjarnan og ÍA skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í 9. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 24. júní 2017 20:00