Viktor Gísli Hallgrímsson, hinn stóri og stæðilegi, markvörður Fram í handbolta hefur verið undir smásjá stórliða um allan heim síðan að tímabilinu á Íslandi lauk.
Viktor sem verður 17 ára á árinu, kom eins og stormsveipur inn í Olís-deildina í vetur og var frábær í mörgum leikjum fyrir Fram. Lið Fram fór alla leið í undanúrslitin í vetur en þeim hafði verið spáð falli úr deildinni.
Samkvæmt heimildum Vísis hefur Viktor Gísli þegar haldið utan og mætt til æfinga hjá Fusche Berlin í þýsku deildinni. Fusche Berlin er ekki eina liðið sem hefur borið víurnar í Viktor en t.a.m. hafa lið frá Spáni og Frakklandi haft samband við hann.
Spennandi verður að sjá framhaldið hjá þessum unga og efnilega markverði sem hefur í nógu að snúast í sumar, enda valinn í U-17, U-19 og U-21 árs landslið Íslands sem eru öll að keppa á sterkum mótum í sumar.
Viktor Gísli undir smásjá stórliða
Elías Orri Njarðarson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti



Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti