Íbúar ánægðir með fyrirhugaða virkjun í Hvalá Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2017 17:27 Frá fundinum. Ánægja er meðal meirihluta íbúa Árneshrepps á Ströndum með fyrirhugaða 55 MW vatnaflsvirkjunar sem VesturVerk hyggst reisa í Hvalá í Ófeigsfirði á næstu árum. Þetta kom fram á opnu málþingi sem haldið var í Trékyllisvík í gær og var framhaldið í dag.Uppfært: Þessi fullyrðing tilkynningarinnar hefur í meginatriðum verið hrakin, eins og Vísir greindi frá hér: Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar „Virkjunin mun breyta öllum samgöngum og fjarskiptum á svæðinu, eitthvað sem við höfum verið að kalla eftir, og er í samræmi við niðurstöðu íbúafunds sem Árneshreppur hélt fyrir stuttu,” segir Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði í tilkynningu. „Með virkjuninni opnast ýmis tækifæri fyrir svæðið í tengslum við ferðaþjónustu, atvinnusköpun og svo mætti lengi telja.” Niðurstaða íbúaþings sem Árneshreppur hélt ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Byggðastofnun um miðjan júní var skýr; „þ.e. að ef ekki yrði gripið til róttækra aðgerða þá myndi heilsársbyggð í Árneshreppi leggjast af.“ Á íbúafundinum voru bættar samgöngur talin brýnasta málið fyrir samfélagið og Hvalárvirkjun næst brýnasta málið. „Það er því ljóst að íbúar binda vonir við þau tækifæri sem virkjun Hvalár mun skapa fyrir svæðið í tengslum við atvinnusköpun, bætt fjarskipti, bættar samgöngur, ferðaþjónustu o.fl.“ segir í tilkynningu frá fundinum.Telja áhrifin jákvæð Þar segir jafnframt að íbúar telji að Hvalárvirkjun, sem er í nýtingarflokki Rammaáætlunar, muni hafa margvísleg jákvæð áhrif á Árneshrepp. „Meðal annars munu samgöngur batna til muna en samhliða virkjanaframkvæmdum verður lagður vegur milli Ófeigsfjarðar og Ísafjarðardjúps um Ófeigsfjarðarheiði,“ segir í tilkynningunni. „Með virkjuninni mun framboð á hreinni endurnýjanlegri orku aukast en í dag er olíunotkun á Vestfjörðum mikil vegna ónógrar framleiðslu og flutningsgetu raforku á Vestfjörðum. Olía er notuð til raforkuframleiðslu og hitunar fjarvarmaveitna, þegar raforkuafhending bregst. Þegar allt díselafl til raforkuframleiðslu er í gangi á Vestfjörðum eru brenndar um 600 tunnur af díselolíu eða rúm 120 tonn á sólarhring, með tilheyrandi ónauðsynlegri mengun. Nauðsynlegar úrbætur á raforkukerfinu munu einnig fylgja þessari framkvæmd þar sem Hvalárvirkjun yrði tengd nýju tengivirki í Ísafjarðardjúpi. Með slíkri tengingu mun raforkuöryggi Vestfjarða stórbatna, en í dag er öryggið það minnsta á öllu landinu. Á síðasta ári voru sem dæmi 225 truflanir á raforkukerfi Vestfjarða, þar af 150 fyrivaralausar truflanir og árið 2015 voru truflanirnar 205 , þar af sjö truflanir sem stóðu lengur yfir en 72 klukkustundir og teljast því umfangsmiklar. Samfélagslegur kostnaður vegna ótryggrar orkuafhendingar á Vestfjörðum er metinn í dag á 500-600 milljónir króna á ári,“ er ennfremur rakið. „Við teljum að Hvalárvirkjun muni hafa jákvæð áhrif á samfélagið í Árneshreppi og raforkuöryggi á Vestfjörðum öllum. Fyrir liggja samkomulagsdrög milli VesturVerks og Vegagerðarinnar um að VesturVerk annist endurbætur á veginum úr Trékyllisvík í Ófeigsfjörð,” segir Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður VesturVerks og forstjóri HS Orku. „Það komu fram ýmsar skoðanir á fundinum í gær og í dag sem við tökum tillit til enda viljum við vinna í sátt við náttúruna, umhverfið og íbúa svæðisins. Þá ber að þakka þeim sem stóðu fyrir fundinum því fátt er mikilvægara en upplýst umræða.” Árneshreppur Tengdar fréttir Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ánægja er meðal meirihluta íbúa Árneshrepps á Ströndum með fyrirhugaða 55 MW vatnaflsvirkjunar sem VesturVerk hyggst reisa í Hvalá í Ófeigsfirði á næstu árum. Þetta kom fram á opnu málþingi sem haldið var í Trékyllisvík í gær og var framhaldið í dag.Uppfært: Þessi fullyrðing tilkynningarinnar hefur í meginatriðum verið hrakin, eins og Vísir greindi frá hér: Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar „Virkjunin mun breyta öllum samgöngum og fjarskiptum á svæðinu, eitthvað sem við höfum verið að kalla eftir, og er í samræmi við niðurstöðu íbúafunds sem Árneshreppur hélt fyrir stuttu,” segir Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði í tilkynningu. „Með virkjuninni opnast ýmis tækifæri fyrir svæðið í tengslum við ferðaþjónustu, atvinnusköpun og svo mætti lengi telja.” Niðurstaða íbúaþings sem Árneshreppur hélt ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Byggðastofnun um miðjan júní var skýr; „þ.e. að ef ekki yrði gripið til róttækra aðgerða þá myndi heilsársbyggð í Árneshreppi leggjast af.“ Á íbúafundinum voru bættar samgöngur talin brýnasta málið fyrir samfélagið og Hvalárvirkjun næst brýnasta málið. „Það er því ljóst að íbúar binda vonir við þau tækifæri sem virkjun Hvalár mun skapa fyrir svæðið í tengslum við atvinnusköpun, bætt fjarskipti, bættar samgöngur, ferðaþjónustu o.fl.“ segir í tilkynningu frá fundinum.Telja áhrifin jákvæð Þar segir jafnframt að íbúar telji að Hvalárvirkjun, sem er í nýtingarflokki Rammaáætlunar, muni hafa margvísleg jákvæð áhrif á Árneshrepp. „Meðal annars munu samgöngur batna til muna en samhliða virkjanaframkvæmdum verður lagður vegur milli Ófeigsfjarðar og Ísafjarðardjúps um Ófeigsfjarðarheiði,“ segir í tilkynningunni. „Með virkjuninni mun framboð á hreinni endurnýjanlegri orku aukast en í dag er olíunotkun á Vestfjörðum mikil vegna ónógrar framleiðslu og flutningsgetu raforku á Vestfjörðum. Olía er notuð til raforkuframleiðslu og hitunar fjarvarmaveitna, þegar raforkuafhending bregst. Þegar allt díselafl til raforkuframleiðslu er í gangi á Vestfjörðum eru brenndar um 600 tunnur af díselolíu eða rúm 120 tonn á sólarhring, með tilheyrandi ónauðsynlegri mengun. Nauðsynlegar úrbætur á raforkukerfinu munu einnig fylgja þessari framkvæmd þar sem Hvalárvirkjun yrði tengd nýju tengivirki í Ísafjarðardjúpi. Með slíkri tengingu mun raforkuöryggi Vestfjarða stórbatna, en í dag er öryggið það minnsta á öllu landinu. Á síðasta ári voru sem dæmi 225 truflanir á raforkukerfi Vestfjarða, þar af 150 fyrivaralausar truflanir og árið 2015 voru truflanirnar 205 , þar af sjö truflanir sem stóðu lengur yfir en 72 klukkustundir og teljast því umfangsmiklar. Samfélagslegur kostnaður vegna ótryggrar orkuafhendingar á Vestfjörðum er metinn í dag á 500-600 milljónir króna á ári,“ er ennfremur rakið. „Við teljum að Hvalárvirkjun muni hafa jákvæð áhrif á samfélagið í Árneshreppi og raforkuöryggi á Vestfjörðum öllum. Fyrir liggja samkomulagsdrög milli VesturVerks og Vegagerðarinnar um að VesturVerk annist endurbætur á veginum úr Trékyllisvík í Ófeigsfjörð,” segir Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður VesturVerks og forstjóri HS Orku. „Það komu fram ýmsar skoðanir á fundinum í gær og í dag sem við tökum tillit til enda viljum við vinna í sátt við náttúruna, umhverfið og íbúa svæðisins. Þá ber að þakka þeim sem stóðu fyrir fundinum því fátt er mikilvægara en upplýst umræða.”
Árneshreppur Tengdar fréttir Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45