Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði í viðtali við fotbolti.net að bakvörðurinn Jonathan Hendrickx sé á förum frá FH.
Aðspurður út í málið sagði Heimir: „Hann er væntanlega á förum í lið erlendis, við reiknum með því að það verði klárað á næstunni.“
Belginn var ekki í leikmannahópi í 0-1 útisigri FH á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Hendrickx hefur verið lykilmaður í liði FH síðan að hann kom til Íslands frá Fortuna Sittard árið 2014.
Hendrickx spilaði 19 leiki á síðasta tímabili þegar að FH-ingar unnu Íslandsmeistaratitilinn.
Jonathan Hendrickx á förum frá FH
Elías Orri Njarðarson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

