Voru án Dagnýjar vegna pressu frá Portland: „Það versta er að koma henni í þessa stöðu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 13:45 Dagný Brynjarsdóttir þurfti að fljúga aftur til Portland en spilaði svo ekkert. vísir/stefán Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gat ekki annað en sleppt landsleik Íslands og Brasilíu sem fram fór 13. júní á Laugardalsvellinum vegna pressu frá félagsliði hennar, Portland Thorns, á landsliðið og Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var daginn fyrir leik að Dagný myndi ekki spila leikinn því hún væri á leiðinni heim til Portland en leikurinn á móti Brasilíu var sá síðasti sem kvennalandsliðið spilar fyrir EM í Hollandi. Dagnú hefur verið mikið meidd og lítið getað beitt sér með landsliðinu en hún á enn eftir að fá alvöru mínútur í nýja 3-4-3 kerfinu og nú er næsti leikur á móti Frakklandi á EM. „Þetta er bara samkomulagsatriði milli mín og þjálfarans hennar úti. Maður þarf bara að velja og hafna. Ef hún spilaði á morgun myndi hún ekki spila með Portland um helgina," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari í samtali við RÚV um málið á þeim tíma. Freyr var spurður enn frekar út í þetta samkomulag í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina og þar lagði landsliðsþjálfarinn spilin á borðið.Dagný Brynjarsdóttir á 15 mínútur að baki með landsliðinu í 3-4-3 á árinu en það var í leik gegn Japan á Algarve-mótinu í mars.vísir/gettyVar klár í slaginn „Ég nenni ekkert að vera að fara í kringum hlutina,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Þetta er bara þannig að ef Dagný hefði tekið þátt í landsleikjunum þá hefði hún sennilega ekki spilað fleiri mínútur með Portland restina af tímabilinu. Við höfðum því ekki um neitt annað að velja.“ „Það versta í þessu er að koma leikmanninum í þessa stöðu. Það er alltaf ástæða fyrir einhverju svona þó svo við séum ekkert að fara að gera neina krísu úr þessu. Hvorki leikmaðurinn né landsliðið þurfa á því að halda.“ „Líkamlega gat hún spilað og auðvitað hefði það verið gott þó hún hefði ekki spilað nema fimmtán mínútur. Það var samt ótrúlega gott að hún gat verið með á æfingunum og í taktíkinni og öllu því en þetta er ástæðan fyrir því að hún fór aftur til Portland,“ sagði Freyr Alexandersson. Dagný var ónotaður varamaður í leik Portland Thorns þessa helgi sem hún flaug aftur til Bandaríkjanna en fékk svo 34 mínútur sem varamaður um síðustu helgi þegar Portland tapaði öðrum leik sínum í röð. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi Dagnýjar fyrir landsliðið en þessi 25 ára gamli Rangæingur er einn allra besti og mikilvægasti leikmaður Íslands. Hún skallaði Ísland t.a.m. í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti fyrir fjórum árum. Umræðuna um Dagný má heyra frá 1:00:46-1:02:11 í spilaranum hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gat ekki annað en sleppt landsleik Íslands og Brasilíu sem fram fór 13. júní á Laugardalsvellinum vegna pressu frá félagsliði hennar, Portland Thorns, á landsliðið og Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var daginn fyrir leik að Dagný myndi ekki spila leikinn því hún væri á leiðinni heim til Portland en leikurinn á móti Brasilíu var sá síðasti sem kvennalandsliðið spilar fyrir EM í Hollandi. Dagnú hefur verið mikið meidd og lítið getað beitt sér með landsliðinu en hún á enn eftir að fá alvöru mínútur í nýja 3-4-3 kerfinu og nú er næsti leikur á móti Frakklandi á EM. „Þetta er bara samkomulagsatriði milli mín og þjálfarans hennar úti. Maður þarf bara að velja og hafna. Ef hún spilaði á morgun myndi hún ekki spila með Portland um helgina," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari í samtali við RÚV um málið á þeim tíma. Freyr var spurður enn frekar út í þetta samkomulag í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina og þar lagði landsliðsþjálfarinn spilin á borðið.Dagný Brynjarsdóttir á 15 mínútur að baki með landsliðinu í 3-4-3 á árinu en það var í leik gegn Japan á Algarve-mótinu í mars.vísir/gettyVar klár í slaginn „Ég nenni ekkert að vera að fara í kringum hlutina,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Þetta er bara þannig að ef Dagný hefði tekið þátt í landsleikjunum þá hefði hún sennilega ekki spilað fleiri mínútur með Portland restina af tímabilinu. Við höfðum því ekki um neitt annað að velja.“ „Það versta í þessu er að koma leikmanninum í þessa stöðu. Það er alltaf ástæða fyrir einhverju svona þó svo við séum ekkert að fara að gera neina krísu úr þessu. Hvorki leikmaðurinn né landsliðið þurfa á því að halda.“ „Líkamlega gat hún spilað og auðvitað hefði það verið gott þó hún hefði ekki spilað nema fimmtán mínútur. Það var samt ótrúlega gott að hún gat verið með á æfingunum og í taktíkinni og öllu því en þetta er ástæðan fyrir því að hún fór aftur til Portland,“ sagði Freyr Alexandersson. Dagný var ónotaður varamaður í leik Portland Thorns þessa helgi sem hún flaug aftur til Bandaríkjanna en fékk svo 34 mínútur sem varamaður um síðustu helgi þegar Portland tapaði öðrum leik sínum í röð. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi Dagnýjar fyrir landsliðið en þessi 25 ára gamli Rangæingur er einn allra besti og mikilvægasti leikmaður Íslands. Hún skallaði Ísland t.a.m. í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti fyrir fjórum árum. Umræðuna um Dagný má heyra frá 1:00:46-1:02:11 í spilaranum hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Sjá meira