Voru án Dagnýjar vegna pressu frá Portland: „Það versta er að koma henni í þessa stöðu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 13:45 Dagný Brynjarsdóttir þurfti að fljúga aftur til Portland en spilaði svo ekkert. vísir/stefán Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gat ekki annað en sleppt landsleik Íslands og Brasilíu sem fram fór 13. júní á Laugardalsvellinum vegna pressu frá félagsliði hennar, Portland Thorns, á landsliðið og Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var daginn fyrir leik að Dagný myndi ekki spila leikinn því hún væri á leiðinni heim til Portland en leikurinn á móti Brasilíu var sá síðasti sem kvennalandsliðið spilar fyrir EM í Hollandi. Dagnú hefur verið mikið meidd og lítið getað beitt sér með landsliðinu en hún á enn eftir að fá alvöru mínútur í nýja 3-4-3 kerfinu og nú er næsti leikur á móti Frakklandi á EM. „Þetta er bara samkomulagsatriði milli mín og þjálfarans hennar úti. Maður þarf bara að velja og hafna. Ef hún spilaði á morgun myndi hún ekki spila með Portland um helgina," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari í samtali við RÚV um málið á þeim tíma. Freyr var spurður enn frekar út í þetta samkomulag í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina og þar lagði landsliðsþjálfarinn spilin á borðið.Dagný Brynjarsdóttir á 15 mínútur að baki með landsliðinu í 3-4-3 á árinu en það var í leik gegn Japan á Algarve-mótinu í mars.vísir/gettyVar klár í slaginn „Ég nenni ekkert að vera að fara í kringum hlutina,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Þetta er bara þannig að ef Dagný hefði tekið þátt í landsleikjunum þá hefði hún sennilega ekki spilað fleiri mínútur með Portland restina af tímabilinu. Við höfðum því ekki um neitt annað að velja.“ „Það versta í þessu er að koma leikmanninum í þessa stöðu. Það er alltaf ástæða fyrir einhverju svona þó svo við séum ekkert að fara að gera neina krísu úr þessu. Hvorki leikmaðurinn né landsliðið þurfa á því að halda.“ „Líkamlega gat hún spilað og auðvitað hefði það verið gott þó hún hefði ekki spilað nema fimmtán mínútur. Það var samt ótrúlega gott að hún gat verið með á æfingunum og í taktíkinni og öllu því en þetta er ástæðan fyrir því að hún fór aftur til Portland,“ sagði Freyr Alexandersson. Dagný var ónotaður varamaður í leik Portland Thorns þessa helgi sem hún flaug aftur til Bandaríkjanna en fékk svo 34 mínútur sem varamaður um síðustu helgi þegar Portland tapaði öðrum leik sínum í röð. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi Dagnýjar fyrir landsliðið en þessi 25 ára gamli Rangæingur er einn allra besti og mikilvægasti leikmaður Íslands. Hún skallaði Ísland t.a.m. í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti fyrir fjórum árum. Umræðuna um Dagný má heyra frá 1:00:46-1:02:11 í spilaranum hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gat ekki annað en sleppt landsleik Íslands og Brasilíu sem fram fór 13. júní á Laugardalsvellinum vegna pressu frá félagsliði hennar, Portland Thorns, á landsliðið og Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var daginn fyrir leik að Dagný myndi ekki spila leikinn því hún væri á leiðinni heim til Portland en leikurinn á móti Brasilíu var sá síðasti sem kvennalandsliðið spilar fyrir EM í Hollandi. Dagnú hefur verið mikið meidd og lítið getað beitt sér með landsliðinu en hún á enn eftir að fá alvöru mínútur í nýja 3-4-3 kerfinu og nú er næsti leikur á móti Frakklandi á EM. „Þetta er bara samkomulagsatriði milli mín og þjálfarans hennar úti. Maður þarf bara að velja og hafna. Ef hún spilaði á morgun myndi hún ekki spila með Portland um helgina," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari í samtali við RÚV um málið á þeim tíma. Freyr var spurður enn frekar út í þetta samkomulag í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina og þar lagði landsliðsþjálfarinn spilin á borðið.Dagný Brynjarsdóttir á 15 mínútur að baki með landsliðinu í 3-4-3 á árinu en það var í leik gegn Japan á Algarve-mótinu í mars.vísir/gettyVar klár í slaginn „Ég nenni ekkert að vera að fara í kringum hlutina,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Þetta er bara þannig að ef Dagný hefði tekið þátt í landsleikjunum þá hefði hún sennilega ekki spilað fleiri mínútur með Portland restina af tímabilinu. Við höfðum því ekki um neitt annað að velja.“ „Það versta í þessu er að koma leikmanninum í þessa stöðu. Það er alltaf ástæða fyrir einhverju svona þó svo við séum ekkert að fara að gera neina krísu úr þessu. Hvorki leikmaðurinn né landsliðið þurfa á því að halda.“ „Líkamlega gat hún spilað og auðvitað hefði það verið gott þó hún hefði ekki spilað nema fimmtán mínútur. Það var samt ótrúlega gott að hún gat verið með á æfingunum og í taktíkinni og öllu því en þetta er ástæðan fyrir því að hún fór aftur til Portland,“ sagði Freyr Alexandersson. Dagný var ónotaður varamaður í leik Portland Thorns þessa helgi sem hún flaug aftur til Bandaríkjanna en fékk svo 34 mínútur sem varamaður um síðustu helgi þegar Portland tapaði öðrum leik sínum í röð. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi Dagnýjar fyrir landsliðið en þessi 25 ára gamli Rangæingur er einn allra besti og mikilvægasti leikmaður Íslands. Hún skallaði Ísland t.a.m. í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti fyrir fjórum árum. Umræðuna um Dagný má heyra frá 1:00:46-1:02:11 í spilaranum hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti