Lögreglan tekur háskaakstur til rannsóknar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júní 2017 18:45 Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka nánar háskaakstur ökumanns rútu sem náðist á myndband á Suðurlandsvegi í gær en litlu mátti muna að alvarlegt slys yrði. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu líkir atvikinu við banatilræði. „Það ver svakalegt að sjá þetta. Maður sér þarna hegðun sem að í rauninni er hrein heppni að það verði ekki mjög alvarlegar afleiðingar af þessari hegðun,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu. Einar segir hegðun eins og sést í myndbandinu oft líka þeim sem eru í aðdraganda alvarlegustu umferðarslysa sem verða hér á landi. Á síðasta ári urðu 986 umferðarslys þar sem 1411 slösuðust. Í 47 slysum sem rekja má til framanákeyrslu slösuðust 95. Sex af þeim átján sem létust í umferðarslysum á síðasta ári voru í árekstri þar sem bílar lentu framan á hvor öðrum. Atvikið í gær átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt austan við Hjörleifshöfða og var rútan á vesturleið. Einar segir það í raun kraftaverk að þarna hafi ekki farið verr og í raun hafi hinir ökumennirnir forðað árekstri. „Algjörlega. Það eru þeirra viðbrögð sem að voru alveg rétt. Þeir hægðu á sér, sérstaklega sá sem á móti kom. Hann hægði á sér og fór út í kant en það mátti litlu muna,“ segir Einar Magnús. Mikil áhætta fylgir framúrakstri og segir Einar skilyrði til framúraksturs hér á landi mjög ströng. „Við megum ekki taka fram úr nema bara við bestu mögulegu skilyrði og þá verðum við að vanda okkur mjög vel og taka enga áhættu í þeim efnum,“ segir Einar Magnús. Hópferðabíllinn sem um ræðir er merktur fyrirtækinu Kynnisferðum og sagði Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins í samtali við Vísi að akstursháttur ökumannsins sé engan veginn ásættanlegur. Hann sagði að hart yrði tekið á málinu. Þessu er Einar Magnús sammála. „Ökumaður sem að verður valdur að banaslysi eða alvarlegu slysi með þessu háttalagi. Hann getur sætt ákæru um manndráp af gáleysi. Þetta er í rauninni brot á hegningarlögum. Þú ert að stofna lífi fólks í hættu bara eins og þú ert að gera þegar menn eru að viðhafa hverslags tilræði eða annað því um líkt,“ segir Einar Magnús. Fréttastofan leitaði viðbragða við myndbandinu hjá Lögreglunni á Suðurlandi í dag og staðfesti Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli að atvikið yrði rannsakað nánar. Tengdar fréttir Kynnisferðir: „Það verður tekið á þessu“ Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að aksturshættir ökumanns rútu frá fyrirtækinu við Hjörleifshöfða sé engan veginn ásættanlegur. 25. júní 2017 22:38 „Ökumaðurinn var nærri því búinn að drepa okkur báða“ Litlu mátti muna að stórslys yrði við Hjörleifshöfða í dag eins og myndband ber með sér. 25. júní 2017 21:09 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka nánar háskaakstur ökumanns rútu sem náðist á myndband á Suðurlandsvegi í gær en litlu mátti muna að alvarlegt slys yrði. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu líkir atvikinu við banatilræði. „Það ver svakalegt að sjá þetta. Maður sér þarna hegðun sem að í rauninni er hrein heppni að það verði ekki mjög alvarlegar afleiðingar af þessari hegðun,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu. Einar segir hegðun eins og sést í myndbandinu oft líka þeim sem eru í aðdraganda alvarlegustu umferðarslysa sem verða hér á landi. Á síðasta ári urðu 986 umferðarslys þar sem 1411 slösuðust. Í 47 slysum sem rekja má til framanákeyrslu slösuðust 95. Sex af þeim átján sem létust í umferðarslysum á síðasta ári voru í árekstri þar sem bílar lentu framan á hvor öðrum. Atvikið í gær átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt austan við Hjörleifshöfða og var rútan á vesturleið. Einar segir það í raun kraftaverk að þarna hafi ekki farið verr og í raun hafi hinir ökumennirnir forðað árekstri. „Algjörlega. Það eru þeirra viðbrögð sem að voru alveg rétt. Þeir hægðu á sér, sérstaklega sá sem á móti kom. Hann hægði á sér og fór út í kant en það mátti litlu muna,“ segir Einar Magnús. Mikil áhætta fylgir framúrakstri og segir Einar skilyrði til framúraksturs hér á landi mjög ströng. „Við megum ekki taka fram úr nema bara við bestu mögulegu skilyrði og þá verðum við að vanda okkur mjög vel og taka enga áhættu í þeim efnum,“ segir Einar Magnús. Hópferðabíllinn sem um ræðir er merktur fyrirtækinu Kynnisferðum og sagði Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins í samtali við Vísi að akstursháttur ökumannsins sé engan veginn ásættanlegur. Hann sagði að hart yrði tekið á málinu. Þessu er Einar Magnús sammála. „Ökumaður sem að verður valdur að banaslysi eða alvarlegu slysi með þessu háttalagi. Hann getur sætt ákæru um manndráp af gáleysi. Þetta er í rauninni brot á hegningarlögum. Þú ert að stofna lífi fólks í hættu bara eins og þú ert að gera þegar menn eru að viðhafa hverslags tilræði eða annað því um líkt,“ segir Einar Magnús. Fréttastofan leitaði viðbragða við myndbandinu hjá Lögreglunni á Suðurlandi í dag og staðfesti Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli að atvikið yrði rannsakað nánar.
Tengdar fréttir Kynnisferðir: „Það verður tekið á þessu“ Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að aksturshættir ökumanns rútu frá fyrirtækinu við Hjörleifshöfða sé engan veginn ásættanlegur. 25. júní 2017 22:38 „Ökumaðurinn var nærri því búinn að drepa okkur báða“ Litlu mátti muna að stórslys yrði við Hjörleifshöfða í dag eins og myndband ber með sér. 25. júní 2017 21:09 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Kynnisferðir: „Það verður tekið á þessu“ Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að aksturshættir ökumanns rútu frá fyrirtækinu við Hjörleifshöfða sé engan veginn ásættanlegur. 25. júní 2017 22:38
„Ökumaðurinn var nærri því búinn að drepa okkur báða“ Litlu mátti muna að stórslys yrði við Hjörleifshöfða í dag eins og myndband ber með sér. 25. júní 2017 21:09