Lið í efri hlutanum haft samband við Atla Ævar Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2017 06:00 Handboltamaðurinn Atli Ævar Ingólfsson er nánast örugglega á heimleið eftir fimm ára dvöl í atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð en samningur hans hjá sænska liðinu Sävehof er útrunninn. „Það er ekki 100 prósent búið að negla það að ég komi heim en það er ansi líklegt. Það lítur út fyrir að við séum á heimleið og því er ég að skoða hvað er í boði,“ segir Atli Ævar sem vildi ekki halda áfram hjá Sävehof en möguleikar voru þó á borðinu í atvinnumennskunni. „Ég átti fund með íþróttastjóranum í byrjun janúar og þar kom í ljós strax að við værum ekki að fara að ná samningum. Við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu með samningsatriði þannig að það gekk ekki upp og þá fór ég að leita annað. Það var áhugi bæði í Skandinavíu og utan hennar en að öllum líkindum er ég að koma heim,“ segir Atli.Málið flæktist Atli er ekki nema 29 ára og hefur verið úti síðan hann hjálpaði HK að vinna sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil árið 2012. Eins og hann segir voru möguleikar í stöðunni að halda áfram atvinnumennskunni erlendis en það er annað sem er að kalla hann heim. „Það komu upp ákveðnar fjölskylduaðstæður sem eru að ýta mér heim. Það flæktist bara allt saman þegar þetta kom upp. Núna er ég bara að ganga frá ýmsum lausum endum hérna úti eftir smá flakk með landsliðinu áður en ég kem heim í frí,“ segir Atli Ævar sem hefur nú þegar rætt við sum af betri liðunum í Olís-deildinni. „Það eru tvö til þrjú lið sem eru búin að hafa meira samband en önnur lið. Það eru þau sem ég er að skoða núna. Þetta eru lið í efri hlutanum sem við erum að tala um.“Akureyri væri spennandi Atli Ævar er Akureyringur og höfðu borist fréttir þess efnis að Akureyri Handboltafélag sem er Þór í dag væri búið að hafa samband við Atla. „Það hefði verið rosalega gaman að fara til Akureyrar ef þeir væru í efstu deild. Það hefði klárlega verið kostur en það er erfitt að fara niður í 1. deildina núna. Ég er ekkert að gera lítið úr 1. deildinni en maður þarf aðeins að hugsa um sjálfan sig og halda sér í bestu deildinni. Ég er samt búinn að tala við Sverre og hann veit stöðuna á mér,“ segir Atli Ævar sem kveðst spenntur fyrir Olís-deildinni sem verður gríðarlega sterk á næsta ári. „Þetta verður alveg geggjuð deild. Það er fullt af flottum leikmönnum að hrúgast heim. Þetta lítur alveg rosalega vel út. Deildin fær bara spark í rassgatið með svona meðbyr. Ég vona að þetta verði bara gaman. Fyrst það eru allar líkur á að ég sé að koma heim er bara gaman að umhverfið sem maður kemur heim í sé svona flott,“ segir Atli Ævar.Geir veit hvað ég get Þrátt fyrir að hafa verið að spila með góðum liðum í Svíþjóð undanfarin ár hafa landsleikir Atla Ævars verið af skornum skammti. Hann var kallaður inn á æfingamótið í Noregi fyrr í þessum mánuði og aftur á æfingar eftir tapið á móti Tékklandi en fékk svo ekki tækifæri í leiknum á móti Úkraínu. Atli Ævar hefur þurft að horfa á til dæmis Eyjamanninn Kára Kristján Kristjánsson halda sér fyrir utan hópinn en hann hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu. Geir Sveinsson viðurkenndi svo í viðtali við Fréttablaðið að Kári hefði verið í landsliðinu í síðustu leikjum vegna þess að hann er svo sterkur utan vallar. Var þetta ekkert högg fyrir Atla Ævar? „Það auðvitað hægt að fara í fýlu yfir hinu og þessu en ég er ekkert að pæla of mikið í þessu þó að ýmislegt fljúgi nú í gegnum hausinn á manni,“ segir Atli Ævar pollrólegur. „Ég fékk boð til Noregs þar sem mér gekk mjög vel og svo fékk ég tvær æfingar fyrir Úkraínuleikinn til að sýna hvað ég hef upp á að bjóða. Ég er bara ánægður með að Geir veit núna nákvæmlega hvað hann hefur í höndunum með mig. Það er gott fyrir hann að vita ef hann vill velja mig aftur,“ segir Atli Ævar Ingólfsson. Olís-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Sjá meira
Handboltamaðurinn Atli Ævar Ingólfsson er nánast örugglega á heimleið eftir fimm ára dvöl í atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð en samningur hans hjá sænska liðinu Sävehof er útrunninn. „Það er ekki 100 prósent búið að negla það að ég komi heim en það er ansi líklegt. Það lítur út fyrir að við séum á heimleið og því er ég að skoða hvað er í boði,“ segir Atli Ævar sem vildi ekki halda áfram hjá Sävehof en möguleikar voru þó á borðinu í atvinnumennskunni. „Ég átti fund með íþróttastjóranum í byrjun janúar og þar kom í ljós strax að við værum ekki að fara að ná samningum. Við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu með samningsatriði þannig að það gekk ekki upp og þá fór ég að leita annað. Það var áhugi bæði í Skandinavíu og utan hennar en að öllum líkindum er ég að koma heim,“ segir Atli.Málið flæktist Atli er ekki nema 29 ára og hefur verið úti síðan hann hjálpaði HK að vinna sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil árið 2012. Eins og hann segir voru möguleikar í stöðunni að halda áfram atvinnumennskunni erlendis en það er annað sem er að kalla hann heim. „Það komu upp ákveðnar fjölskylduaðstæður sem eru að ýta mér heim. Það flæktist bara allt saman þegar þetta kom upp. Núna er ég bara að ganga frá ýmsum lausum endum hérna úti eftir smá flakk með landsliðinu áður en ég kem heim í frí,“ segir Atli Ævar sem hefur nú þegar rætt við sum af betri liðunum í Olís-deildinni. „Það eru tvö til þrjú lið sem eru búin að hafa meira samband en önnur lið. Það eru þau sem ég er að skoða núna. Þetta eru lið í efri hlutanum sem við erum að tala um.“Akureyri væri spennandi Atli Ævar er Akureyringur og höfðu borist fréttir þess efnis að Akureyri Handboltafélag sem er Þór í dag væri búið að hafa samband við Atla. „Það hefði verið rosalega gaman að fara til Akureyrar ef þeir væru í efstu deild. Það hefði klárlega verið kostur en það er erfitt að fara niður í 1. deildina núna. Ég er ekkert að gera lítið úr 1. deildinni en maður þarf aðeins að hugsa um sjálfan sig og halda sér í bestu deildinni. Ég er samt búinn að tala við Sverre og hann veit stöðuna á mér,“ segir Atli Ævar sem kveðst spenntur fyrir Olís-deildinni sem verður gríðarlega sterk á næsta ári. „Þetta verður alveg geggjuð deild. Það er fullt af flottum leikmönnum að hrúgast heim. Þetta lítur alveg rosalega vel út. Deildin fær bara spark í rassgatið með svona meðbyr. Ég vona að þetta verði bara gaman. Fyrst það eru allar líkur á að ég sé að koma heim er bara gaman að umhverfið sem maður kemur heim í sé svona flott,“ segir Atli Ævar.Geir veit hvað ég get Þrátt fyrir að hafa verið að spila með góðum liðum í Svíþjóð undanfarin ár hafa landsleikir Atla Ævars verið af skornum skammti. Hann var kallaður inn á æfingamótið í Noregi fyrr í þessum mánuði og aftur á æfingar eftir tapið á móti Tékklandi en fékk svo ekki tækifæri í leiknum á móti Úkraínu. Atli Ævar hefur þurft að horfa á til dæmis Eyjamanninn Kára Kristján Kristjánsson halda sér fyrir utan hópinn en hann hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu. Geir Sveinsson viðurkenndi svo í viðtali við Fréttablaðið að Kári hefði verið í landsliðinu í síðustu leikjum vegna þess að hann er svo sterkur utan vallar. Var þetta ekkert högg fyrir Atla Ævar? „Það auðvitað hægt að fara í fýlu yfir hinu og þessu en ég er ekkert að pæla of mikið í þessu þó að ýmislegt fljúgi nú í gegnum hausinn á manni,“ segir Atli Ævar pollrólegur. „Ég fékk boð til Noregs þar sem mér gekk mjög vel og svo fékk ég tvær æfingar fyrir Úkraínuleikinn til að sýna hvað ég hef upp á að bjóða. Ég er bara ánægður með að Geir veit núna nákvæmlega hvað hann hefur í höndunum með mig. Það er gott fyrir hann að vita ef hann vill velja mig aftur,“ segir Atli Ævar Ingólfsson.
Olís-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Sjá meira