Keiluhöll Akureyrar lokað: „Bara búið hjá þessu fólki“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. júní 2017 19:40 Keila er hin fínasta afþreying að mati margra. Þorgeir, fyrrum eigandi Keiluhallar Akureyrar, segir þetta vera afar sorglegt mál. vísir/KTD Keiluhöllinni á Akureyri hefur verið lokað. Búið er að selja húsnæðið og nýir eigendur stefna á að rífa það til að hefja uppbyggingu á nýjum íbúðum í hverfinu. Þetta var eina keiluhöllin á Norðurlandi. Þorgeir Jónsson, eigandi keiluhallarinnar, segir þetta afar sorglegt mál. Hann hafi fylgst með uppbyggingu starfseminnar fyrir tíu árum síðan og glaðst yfir hverjum nagla sem negldur var í vegg. Hann og starfsmenn hans hafa undanfarið unnið við að rýma keiluhöllina.Framkvæmdir eru hafnar á svæðinu. Blómaval hafði áður verið rekið í húsnæðinu áður en keiluhöllin, með átta keilubrautum, tók til starfa.vísir/KTD„Ég fékk tilkynningu um það í mars að mér bæri að loka fyrir fyrsta maí. Þetta var undarlegt, spes og leiðinlegt,“ segir Þorgeir í samtali við Vísi. Hann segir að íbúum bæjarins þyki þetta sorgleg þróun. Starfsemin hefur að sögn Þorgeirs gengið misvel. „Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu, þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir. Hann nefnir að þrjú lið muni reyna að halda áfram í Íslandsmótinu næsta vetur. Þorgeir segir það ekki í kortunum að opna aðra keiluhöll eins og er. „Ég hef ekkert bolmagn í það og það er svona verið að ræða þetta. Við eigum brautirnar og vélarnar en keiludeildin sem slík hefur ekkert fjármagn í dag. Það vantar bara fjármagn og skilning frá Akureyrarbæ, sem er ekki á borðinu né sýnileg. Staðan er mjög döpur í dag,“ segir Þorgeir. Hann segist þó vita að það verði einn daginn sett upp keiluhöll en það geti hins vegar orðið of seint fyrir það starf sem hafi verið núna. Íþróttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Keiluhöllinni á Akureyri hefur verið lokað. Búið er að selja húsnæðið og nýir eigendur stefna á að rífa það til að hefja uppbyggingu á nýjum íbúðum í hverfinu. Þetta var eina keiluhöllin á Norðurlandi. Þorgeir Jónsson, eigandi keiluhallarinnar, segir þetta afar sorglegt mál. Hann hafi fylgst með uppbyggingu starfseminnar fyrir tíu árum síðan og glaðst yfir hverjum nagla sem negldur var í vegg. Hann og starfsmenn hans hafa undanfarið unnið við að rýma keiluhöllina.Framkvæmdir eru hafnar á svæðinu. Blómaval hafði áður verið rekið í húsnæðinu áður en keiluhöllin, með átta keilubrautum, tók til starfa.vísir/KTD„Ég fékk tilkynningu um það í mars að mér bæri að loka fyrir fyrsta maí. Þetta var undarlegt, spes og leiðinlegt,“ segir Þorgeir í samtali við Vísi. Hann segir að íbúum bæjarins þyki þetta sorgleg þróun. Starfsemin hefur að sögn Þorgeirs gengið misvel. „Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu, þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir. Hann nefnir að þrjú lið muni reyna að halda áfram í Íslandsmótinu næsta vetur. Þorgeir segir það ekki í kortunum að opna aðra keiluhöll eins og er. „Ég hef ekkert bolmagn í það og það er svona verið að ræða þetta. Við eigum brautirnar og vélarnar en keiludeildin sem slík hefur ekkert fjármagn í dag. Það vantar bara fjármagn og skilning frá Akureyrarbæ, sem er ekki á borðinu né sýnileg. Staðan er mjög döpur í dag,“ segir Þorgeir. Hann segist þó vita að það verði einn daginn sett upp keiluhöll en það geti hins vegar orðið of seint fyrir það starf sem hafi verið núna.
Íþróttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira