Sport

Vill að konur keppi gegn körlum til að sanna mál sitt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
McEnroe kann þá list betur en flestir að æsa fólk upp.
McEnroe kann þá list betur en flestir að æsa fólk upp. vísir/getty
Gamli strigakjafturinn, John McEnroe, er langt frá því hættur að gera allt vitlaust í tennisheiminum.

Það fór allt af hjörunum er hann sagði að besta tenniskona allra tíma, Serena Williams, myndi ekki komast hærra en í 700. sætið á heimslistanum ef hún keppti við karlmenn.

Hin ólétta Serena bað hann vinsamlegast um að bera virðingu fyrir sér og sínu einkalífi. Að tjá sig ekki um hluti sem sé ekki hægt að sanna.

Einhverjir héldu að McEnroe myndi láta staðar numið þarna en því fer víðs fjarri.

„Ég er með lausnina. Látum konur keppa gegn körlum. Þá þurfum við ekki að giska ekki út í loftið með þessa hliti. Ég er viss um að karlmennirnir eru til í það,“ sagði McEnroe.

Hann er ekki einn í þessum slag því tenniskappinn sem er í sæti númer 701 á heimslistanum, Rússinn Dmitry Tursunov, segir að hann myndi vinna Serenu.

„Það væri gaman að geta sýnt að ég get unnið hana. Ég er ekki að reyna að gera lítið úr kvennatennis en raunveruleikinn er sá að karlmenn eru yfir höfuð sterkari,“ sagði Tursunov.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×