Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. júní 2017 18:30 Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. Ríkislögreglustjóri segir um að ræða ráðstöfun vegna nýlegra hryðjuverkaása í London og á fleiri stöðum. Þúsundir manna lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Um er að ræða hlaup sem allt frá börnum til aldraðra taka þátt í og mátti sjá gleðina skína úr mörgum andlitum. Hátíðargestir tóku sumir eftir því að lögreglumenn vopnaðir skotvopnum voru á staðnum. Mörgum brá nokkuð enda er sjaldgæft að sjá hér á landi lögreglumenn bera skotvopn við lögreglustörf sem þessi. Fréttastofa leitaði eftir skýringu á þessu í dag og fékk þau svör frá Ríkislögreglustjóra að um hafi verið að ræða sérsveitarmenn. Þessi ráðstöfun hafi verið gerð til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis og er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Þá má vænta þess að vopnaðir sérsveitarmenn verði sýnilegir á uppákomum sem þessari á næstunni svo sem á 17. júní samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að nýtt áhættumat greiningadeildar Ríkislögreglustjóra liggi nú fyrir. Það var lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir matinu ljósi þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. „Við fengum það í vikunni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hvað kemur fram í þessu áhættumati? „Áhættumatið tekur yfir almennt viðburði sem verða í miðborginni og á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Innihaldið er trúnaðarmál,“ segir Ásgeir.Af hverju er það? „Við teljum að þær ráðstafanir sem lögreglan kann að grípa til eigi ekki erindi við alla,“ segir Ásgeir. Mörgum götum var lokað á meðan á hátíðinni stóð í dag og voru meðal annars voru stórir flutningabílar voru notaðir til þess að loka götum þannig að önnur ökutæki kæmust ekki fram hjá. „Við höfum verið að velta fyrir okkur möguleikanum til þess að gera svona samkomur öruggari og við gripum til nokkurra ráðstafana í dag svona til þess að gera vegfarendur öruggari innan lokaðs svæðis,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir það alfarið í höndum Ríkislögreglustjóra að ákveða hvort og hvenær sérsveitarmenn eru vopnaðir. „Lögreglumenn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra eru hluti af almennu löggæsluskipulagi í landinu en hvernig þeir eru búnir á hverjum tíma er ákvörðun Ríkislögreglustjóra,“ segir Ásgeir.Kemur það fram í áhættumatinu að þeir eigi að vera vopnaðir? „Eins og ég sagði áður, trúnaður gildir um þetta mat,“ segir Ásgeir. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. Ríkislögreglustjóri segir um að ræða ráðstöfun vegna nýlegra hryðjuverkaása í London og á fleiri stöðum. Þúsundir manna lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Um er að ræða hlaup sem allt frá börnum til aldraðra taka þátt í og mátti sjá gleðina skína úr mörgum andlitum. Hátíðargestir tóku sumir eftir því að lögreglumenn vopnaðir skotvopnum voru á staðnum. Mörgum brá nokkuð enda er sjaldgæft að sjá hér á landi lögreglumenn bera skotvopn við lögreglustörf sem þessi. Fréttastofa leitaði eftir skýringu á þessu í dag og fékk þau svör frá Ríkislögreglustjóra að um hafi verið að ræða sérsveitarmenn. Þessi ráðstöfun hafi verið gerð til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis og er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Þá má vænta þess að vopnaðir sérsveitarmenn verði sýnilegir á uppákomum sem þessari á næstunni svo sem á 17. júní samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að nýtt áhættumat greiningadeildar Ríkislögreglustjóra liggi nú fyrir. Það var lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir matinu ljósi þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. „Við fengum það í vikunni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hvað kemur fram í þessu áhættumati? „Áhættumatið tekur yfir almennt viðburði sem verða í miðborginni og á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Innihaldið er trúnaðarmál,“ segir Ásgeir.Af hverju er það? „Við teljum að þær ráðstafanir sem lögreglan kann að grípa til eigi ekki erindi við alla,“ segir Ásgeir. Mörgum götum var lokað á meðan á hátíðinni stóð í dag og voru meðal annars voru stórir flutningabílar voru notaðir til þess að loka götum þannig að önnur ökutæki kæmust ekki fram hjá. „Við höfum verið að velta fyrir okkur möguleikanum til þess að gera svona samkomur öruggari og við gripum til nokkurra ráðstafana í dag svona til þess að gera vegfarendur öruggari innan lokaðs svæðis,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir það alfarið í höndum Ríkislögreglustjóra að ákveða hvort og hvenær sérsveitarmenn eru vopnaðir. „Lögreglumenn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra eru hluti af almennu löggæsluskipulagi í landinu en hvernig þeir eru búnir á hverjum tíma er ákvörðun Ríkislögreglustjóra,“ segir Ásgeir.Kemur það fram í áhættumatinu að þeir eigi að vera vopnaðir? „Eins og ég sagði áður, trúnaður gildir um þetta mat,“ segir Ásgeir.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira