Skotsilfur: Skipar Guðjón, Ómar til Íslandsbanka, Kvika vildi ALDA Ritstjórn skrifar 16. júní 2017 09:00 Guðjón Rúnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Mynd/aðsend Starfshópur fjármálaráðherra kynnti í gær skýrslu þar sem útlistaðar eru þrjár mögulegar leiðir við að aðskilja fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi og lagt mat á kosti og galla hverrar leiðar. Ráðherra hyggst í kjölfarið skipa fimm manna nefnd sem mun vinna úr þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunni og á nefndin að skila niðurstöðum sínum næstkomandi haust. Á meðal þeirra sem munu taka sæti í nefndinni, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, er Guðjón Rúnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, en hann verður á meðal þriggja fulltrúa sem verða skipaðir af fjármálaráðherra en stjórnarandstaðan mun hins vegar tilnefna tvo sérfræðinga í nefndina.Ómar Özcan.Ómar til Íslandsbanka Ómar Özcan, sem hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í ársbyrjun 2016, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Ómar hafði áður meðal annars starfað í eigin viðskiptum hjá Arion banka og á árunum 2009 til 2011 var hann í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og H.F. Verðbréfa. Með ráðningu Ómars er Íslandsbanki að bregðast við brotthvarfi Harðar Steinars Sigurjónssonar og Matei Manolesco en þeir hættu í verðbréfamiðlun bankans fyrir skemmstu og fór annar til Landsbankans og hinn til Fossa markaða.Hannes Frímann Hrólfsson.Kvika vildi ALDA Miklar þreifingar eru á fjármálamarkaði þessa dagana þar sem mörg smærri fjármálafyrirtæki, meðal annars Virðing, Arctica Finance og Íslensk verðbréf, skoða nú möguleg tækifæri til sameiningar. Virðing reið á vaðið í síðustu viku þegar tilkynnt var um kaup félagsins á öllu hlutafé ALDA sjóða en vitað er að Kvika banki hafði einnig verið á eftir sjóðastýringarfyrirtækinu. Í tilkynningu var haft eftir Hannesi Frímanni Hrólfssyni, forstjóra Virðingar, að kaupin væru liður í því að styrkja félagið á sviði eignastýringar en heildareignir í stýringu hjá samstæðu Virðingar verða um 140 milljarðar. Markaðir Skotsilfur Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Starfshópur fjármálaráðherra kynnti í gær skýrslu þar sem útlistaðar eru þrjár mögulegar leiðir við að aðskilja fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi og lagt mat á kosti og galla hverrar leiðar. Ráðherra hyggst í kjölfarið skipa fimm manna nefnd sem mun vinna úr þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunni og á nefndin að skila niðurstöðum sínum næstkomandi haust. Á meðal þeirra sem munu taka sæti í nefndinni, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, er Guðjón Rúnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, en hann verður á meðal þriggja fulltrúa sem verða skipaðir af fjármálaráðherra en stjórnarandstaðan mun hins vegar tilnefna tvo sérfræðinga í nefndina.Ómar Özcan.Ómar til Íslandsbanka Ómar Özcan, sem hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í ársbyrjun 2016, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Ómar hafði áður meðal annars starfað í eigin viðskiptum hjá Arion banka og á árunum 2009 til 2011 var hann í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og H.F. Verðbréfa. Með ráðningu Ómars er Íslandsbanki að bregðast við brotthvarfi Harðar Steinars Sigurjónssonar og Matei Manolesco en þeir hættu í verðbréfamiðlun bankans fyrir skemmstu og fór annar til Landsbankans og hinn til Fossa markaða.Hannes Frímann Hrólfsson.Kvika vildi ALDA Miklar þreifingar eru á fjármálamarkaði þessa dagana þar sem mörg smærri fjármálafyrirtæki, meðal annars Virðing, Arctica Finance og Íslensk verðbréf, skoða nú möguleg tækifæri til sameiningar. Virðing reið á vaðið í síðustu viku þegar tilkynnt var um kaup félagsins á öllu hlutafé ALDA sjóða en vitað er að Kvika banki hafði einnig verið á eftir sjóðastýringarfyrirtækinu. Í tilkynningu var haft eftir Hannesi Frímanni Hrólfssyni, forstjóra Virðingar, að kaupin væru liður í því að styrkja félagið á sviði eignastýringar en heildareignir í stýringu hjá samstæðu Virðingar verða um 140 milljarðar.
Markaðir Skotsilfur Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira