Pepsi-deild karla fer aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé en þrír leikir verða spilaðir í kvöld og þrír á morgun.
Stórleikur kvöldsins er viðureign Grindavíkur og FH sem hefst klukkan 20.00 á Grindavíkurvelli en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.45.
Grindjánar eru búnir að fella tvo risa í síðustu tveimur leikjum en þeir unnu KR, 1-0, í síðustu umferð og Val, 1-0, í fimmtu umferðinni. Í heildina er Grindavík búið að vinna þrjá leiki í röð og er í þriðja sæti með þrettán stig, jafnmörg og Stjarnan og Valur á toppi deildarinnar.
FH komst upp í fimmta sæti með sigri á Stjörnunni í síðustu umferð en liðið er með níu stig. Það hefur ekki farið alveg nógu vel af stað og gæti verið þriðji risinn sem Grindavík fellir í röð.
Annar stór leikur fer fram í Kópavogi þar sem Breiðablik tekur á móti Val. Milos Milojevic byrjaði á tveimur sigrum á móti tveimur neðstu liðum deildarinnar; ÍA og Ólafsvík, en fær nú alvöru prófraun á móti einu besta liði landsins.
Skagamenn heimsækja svo KA-menn í leik sem hefst klukkan 19.15 en KA komst aftur á sigurbraut í síðustu umferð þegar liðið pakkaði Ólsurum saman, 4-1. ÍA er aðeins búið að vinna einn leik og þarf sárlega á stigum að halda í kvöld.
Vísir fylgist með öllum leikjunum í beinni textalýsingu.
Leikir kvöldsins
19.15 Breiðablik - Valur
19.15 KA - ÍA
20.00 Grindavík - FH
Fella Grindjánar þriðja risann í röð?
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

