Fornleifauppgröfturinn á Dysnesi merkilegur fyrir margar sakir Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2017 14:00 Fornleifafræðingar að störfum á Dysnesi í byrjun vikunnar. Vísir/Auðunn Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við fornleifauppgröft á Dysnesi norðan Akureyrar í vikunni. Hinn eiginlegi uppgröftur hefst þó í dag en hingað til hefur jarðvegi aðeins verið lyft af nesinu. Fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni segir fundinn merkilegan fyrir margar sakir. „Hinn eiginlegi fornleifauppgröftur er í raun ekki hafinn. Við erum bara að mestu búin að vera að hreinsa svæðið. Við fundum svo fyrsta kumlið því að á einhverjum tímapunkti hefur það verið rænt, það hefur semsagt verið opnað aftur,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni. Vísir flutti fréttir af uppgreftrinum í byrjun vikunnar en þá höfðu fræðingar komið niður á eitt kuml. Eftir að staðfesting fékkst á því að um kuml væri að ræða var uppgreftrarsvæðið stækkað. Nú hefur nær allt Dysnesið verið „opnað,“ þ.e. grasið á svæðinu hefur verið tekið ofan af jarðveginum.Sverðið verður flutt á ÞjóðminjasafniðVið opnunina komu þrjú kuml í ljós til viðbótar við það sem fannst fyrst. Tvö kumlanna eru bátskuml en að sögn Hildar hafa þau orðið nokkuð illa fyrir barðinu á sjávarrofi. Í öðru þessara bátskumla fannst sverð. „Í öðru þeirra fannst sverðið, sem við lyftum í gær með jarðveginum sem það lá í. Það kom forvörður hingað í gær og gerði það. Sverðið fer svo á Þjóðminjasafnið samkvæmt lögum, þar sem fleiri forverðir taka við því. Það verður í raun grafið upp á rannsóknarstofu,“ segir Hildur. Sverðið er mjög brotið og úr því vantar stóran part. Hildur segir ásigkomulag sverðsins af náttúrunnar völdum. „Það er ofboðslega illa farið og kom í raun beint undan sverðinum þegar grasið var tekið ofan af. Sjórinn hefur rofið stærstan hluta kumlsins og á einhverjum tímapunkti hefur sverðið því legið á yfirborði eða rétt undir yfirborðinu í einhverja áratugi.“Nær allt gras hefur nú verið fjarlægt af nesinu. Eiginlegur uppgröftur hefst í dag.Hildur GestsdóttirFundurinn um margt óvenjulegurHildur segir uppgröftinn á Dysnesi þýðingarmikinn fyrir fornleifarannsóknir á Íslandi. „Stærsti uppgrafni kumlateigurinn sem hefur fundist á landinu er um 14 kuml og fyrir nokkrum árum fundust svo 10 saman. Það sem er merkilegast við þennan fund er að þarna eru tveir bátar, að minnsta kosti enn sem komið er, en þetta er bara í annað skiptið sem tvö bátakuml finnast á sama stað. Hitt dæmið var í Dalvík.“ Auk bátskumlanna tveggja, sem eru sjaldgæfur fundur, er sverðið einnig mjög merkilegt en aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Hildur segir einnig að stærðin á haugnum, eða kumlinu, sem fannst fyrst sé mjög óvenjuleg. „Hann er mjög stór virðist vera, kannski svona 5 eða 6 metrar á lengd. Sem er óvenjustórt. Það er því ekki fjöldinn heldur skalinn sem er óvenjulegur í þessum fornleifauppgreftri.“ Hinn eiginlegi uppgröftur á svæðinu, þar sem grafið verður í kumlin, hefst í dag. Hildur segir að rannsakendur muni vinna að uppgreftrinum út næstu viku í það minnsta en þau eru vongóð um að hafa fleiri fornleifar upp úr krafsinu. Fornminjar Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við fornleifauppgröft á Dysnesi norðan Akureyrar í vikunni. Hinn eiginlegi uppgröftur hefst þó í dag en hingað til hefur jarðvegi aðeins verið lyft af nesinu. Fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni segir fundinn merkilegan fyrir margar sakir. „Hinn eiginlegi fornleifauppgröftur er í raun ekki hafinn. Við erum bara að mestu búin að vera að hreinsa svæðið. Við fundum svo fyrsta kumlið því að á einhverjum tímapunkti hefur það verið rænt, það hefur semsagt verið opnað aftur,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni. Vísir flutti fréttir af uppgreftrinum í byrjun vikunnar en þá höfðu fræðingar komið niður á eitt kuml. Eftir að staðfesting fékkst á því að um kuml væri að ræða var uppgreftrarsvæðið stækkað. Nú hefur nær allt Dysnesið verið „opnað,“ þ.e. grasið á svæðinu hefur verið tekið ofan af jarðveginum.Sverðið verður flutt á ÞjóðminjasafniðVið opnunina komu þrjú kuml í ljós til viðbótar við það sem fannst fyrst. Tvö kumlanna eru bátskuml en að sögn Hildar hafa þau orðið nokkuð illa fyrir barðinu á sjávarrofi. Í öðru þessara bátskumla fannst sverð. „Í öðru þeirra fannst sverðið, sem við lyftum í gær með jarðveginum sem það lá í. Það kom forvörður hingað í gær og gerði það. Sverðið fer svo á Þjóðminjasafnið samkvæmt lögum, þar sem fleiri forverðir taka við því. Það verður í raun grafið upp á rannsóknarstofu,“ segir Hildur. Sverðið er mjög brotið og úr því vantar stóran part. Hildur segir ásigkomulag sverðsins af náttúrunnar völdum. „Það er ofboðslega illa farið og kom í raun beint undan sverðinum þegar grasið var tekið ofan af. Sjórinn hefur rofið stærstan hluta kumlsins og á einhverjum tímapunkti hefur sverðið því legið á yfirborði eða rétt undir yfirborðinu í einhverja áratugi.“Nær allt gras hefur nú verið fjarlægt af nesinu. Eiginlegur uppgröftur hefst í dag.Hildur GestsdóttirFundurinn um margt óvenjulegurHildur segir uppgröftinn á Dysnesi þýðingarmikinn fyrir fornleifarannsóknir á Íslandi. „Stærsti uppgrafni kumlateigurinn sem hefur fundist á landinu er um 14 kuml og fyrir nokkrum árum fundust svo 10 saman. Það sem er merkilegast við þennan fund er að þarna eru tveir bátar, að minnsta kosti enn sem komið er, en þetta er bara í annað skiptið sem tvö bátakuml finnast á sama stað. Hitt dæmið var í Dalvík.“ Auk bátskumlanna tveggja, sem eru sjaldgæfur fundur, er sverðið einnig mjög merkilegt en aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Hildur segir einnig að stærðin á haugnum, eða kumlinu, sem fannst fyrst sé mjög óvenjuleg. „Hann er mjög stór virðist vera, kannski svona 5 eða 6 metrar á lengd. Sem er óvenjustórt. Það er því ekki fjöldinn heldur skalinn sem er óvenjulegur í þessum fornleifauppgreftri.“ Hinn eiginlegi uppgröftur á svæðinu, þar sem grafið verður í kumlin, hefst í dag. Hildur segir að rannsakendur muni vinna að uppgreftrinum út næstu viku í það minnsta en þau eru vongóð um að hafa fleiri fornleifar upp úr krafsinu.
Fornminjar Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira