Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum Kjartan Kjartansson skrifar 17. júní 2017 13:51 Líf Magneudóttir klæddist þjóðbúningi við athöfnina í kirkjugarðinum við Suðurgötu í morgun. Vísir/Friðrik Þór Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, sagði Íslendinga friðsæla þjóð sem hafi fengið þann arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum í hátíðarræðu í Hólavallakirkjugarði í morgun. Með orðum sínum virtist Líf vísa óbeint til umræðum sem hefur geisað um vopnaburð lögreglunnar undanfarna daga. Líf skrifaði meðal annars aðsenda grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún talaði um óheillaþróun í þeim efnum. „Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum. Förum að fordæmi Jóns forseta og nýtum okkur það til góðs,“ segir Líf í ávarpi sínu þegar hún og borgarstjóri lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. Of oft í klappliði í ótal stríðumGagnrýndi borgarfulltrúi Vinstri grænna einnig utanríkisstefnu Íslands undanfarin ár. „Við höfum borið gæfu til þess að vera hlutlaus í ótal stríðum en því miður einnig þátttakendur, eða kannski frekar í klappliðinu, í alltof mörgum. Auðvitað er sjálfstæði ekki sjálfsagt, hvorki Íslands né annarra ríkja, og í heiminum sem við búum í stöndum við frammi fyrir margvíslegum ógnum sem margar krefjast meiri og dýpri samvinnu ríkja en þekkst hefur í veraldarsögunni,“ sagði Líf. Slík samstaða hafi oft og tíðum náðst á sviði verslunar og viðskipta en alltof sjaldan á sviði umhverfisverndar og mannréttinda. Það sé á slíkum sviðum sem Ísland eigi erindi og hafi tækifæri til að gera sig gildandi í samfélagi þjóðanna. „Ekki svo að skilja að það sé markmið í sjálfu sér að gera sig gildandi. En sjálfstæði Íslands hefur lítið gildi ef við getum ekki notað það til að skapa aukna velferð þeirra sem hér búa og láta gott af okkur leiða í heiminum,“ sagði Líf. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21 Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Líf Magneudóttir segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. 13. júní 2017 13:10 Sumar upplýsingar lögreglu viðkvæmar Í gær hélt þingnefndin fund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vopnaburður lögreglunnar var ræddur en ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að vopnaðir sérsveitarmenn séu í viðbragðsstöðu á fjöldasamkomum miðbæjarins í sumar. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, sagði Íslendinga friðsæla þjóð sem hafi fengið þann arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum í hátíðarræðu í Hólavallakirkjugarði í morgun. Með orðum sínum virtist Líf vísa óbeint til umræðum sem hefur geisað um vopnaburð lögreglunnar undanfarna daga. Líf skrifaði meðal annars aðsenda grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún talaði um óheillaþróun í þeim efnum. „Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum. Förum að fordæmi Jóns forseta og nýtum okkur það til góðs,“ segir Líf í ávarpi sínu þegar hún og borgarstjóri lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. Of oft í klappliði í ótal stríðumGagnrýndi borgarfulltrúi Vinstri grænna einnig utanríkisstefnu Íslands undanfarin ár. „Við höfum borið gæfu til þess að vera hlutlaus í ótal stríðum en því miður einnig þátttakendur, eða kannski frekar í klappliðinu, í alltof mörgum. Auðvitað er sjálfstæði ekki sjálfsagt, hvorki Íslands né annarra ríkja, og í heiminum sem við búum í stöndum við frammi fyrir margvíslegum ógnum sem margar krefjast meiri og dýpri samvinnu ríkja en þekkst hefur í veraldarsögunni,“ sagði Líf. Slík samstaða hafi oft og tíðum náðst á sviði verslunar og viðskipta en alltof sjaldan á sviði umhverfisverndar og mannréttinda. Það sé á slíkum sviðum sem Ísland eigi erindi og hafi tækifæri til að gera sig gildandi í samfélagi þjóðanna. „Ekki svo að skilja að það sé markmið í sjálfu sér að gera sig gildandi. En sjálfstæði Íslands hefur lítið gildi ef við getum ekki notað það til að skapa aukna velferð þeirra sem hér búa og láta gott af okkur leiða í heiminum,“ sagði Líf.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21 Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Líf Magneudóttir segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. 13. júní 2017 13:10 Sumar upplýsingar lögreglu viðkvæmar Í gær hélt þingnefndin fund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vopnaburður lögreglunnar var ræddur en ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að vopnaðir sérsveitarmenn séu í viðbragðsstöðu á fjöldasamkomum miðbæjarins í sumar. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21
Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13
Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Líf Magneudóttir segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. 13. júní 2017 13:10
Sumar upplýsingar lögreglu viðkvæmar Í gær hélt þingnefndin fund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vopnaburður lögreglunnar var ræddur en ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að vopnaðir sérsveitarmenn séu í viðbragðsstöðu á fjöldasamkomum miðbæjarins í sumar. 17. júní 2017 07:00