Hætta á að flugvellirnir teppist Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. júní 2017 23:30 Frá Egilsstaðaflugvelli. Vísir/Vilhelm Brýnt er stækka flughlöðin á varaflugvöllunum á Egilsstöðum og Akureyri þar sem háskalegt ástand gæti annars skapast. Í gærkvöldi þurftu fjórar vélar sem ekki gátu lent í Keflavík vegna skyggnis að snúa til Egilsstaða. Önnur fór til Edinborgar í Skotlandi. Einungis fjórar litlar þotur komast fyrir með góðu móti á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en þá er gert ráð fyrir að vellirnir séu tómir. Séu þetta breiðþotur, líkt og íslensku félögin hafa tekið í notkun, komast mun færri fyrir. Á Reykjavíkurflugvelli er hægt að koma fyrir um tuttugu vélum en hins vegar eru aðstæður í Keflavík og Reykjavík oft svipaðar. Þá eru varaflugvellirnir allir búnir ólíkum eiginleikum. Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra flugmanna segir ástandið geta orðið hættulegt á háannatíma. „Það þýðir bara að flugvöllurinn teppist bókstaflega. Vegna þess að það eru ekki til dráttarbílar til að færa vélar til eða neitt slíkt. Það getur skapast mjög erfitt og háskalegt ástand," segir Ingvar Tryggvason.Talað fyrir daufum eyrum Ingvar segir nauðsynlegt að stækka flughlöðin á Akureyri og Egilsstöðum eða að byggja akbraut sem væri samsíða flugbrautunum og myndi virka sem yfirfall. Hann segir að félagið hafi margoft bent stjórnvöldum á þetta en talað fyrir daufum eyrum. „Við sjáum það ár eftir ár að það kemur út samgönguáætlun þar sem fjármunir eru eyrnamerktir í framkvæmdir á flugvöllum umhverfis landið. En það næsta sem gerist er að það koma út fjárlög og þá er bara komið núll í alla dálkana. Það verður bara ekki unað við þetta lengur og stjórnvöld verða að fara að koma með einhverja stefnu í flugmálum. Flugregkstur stendur undir 10% af allri landsframleiðslu og það er skýtur skökku við að það skuli ekki vera skýrari stefna,“ segir Ingvar. Efni úr Vaðlaheiðagöngum, sem hægt væri að nýta í stækkun flughlaðsins á Akureyri, hefur legið við völlinn, en stjórnvöld hafa ekki fengist til þess að verja fjármagni í að klára framkvæmdirnar. „Mölin er þarna bara og er að síga og jafna sig. En við bíðum bara," segir Ingvar. „Þetta er bara framkvæmd sem þarf að ljúka við. Undir einhverri skýrri og markvissri stefnu. Því höfum við kallað eftir.“ Fréttir af flugi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Brýnt er stækka flughlöðin á varaflugvöllunum á Egilsstöðum og Akureyri þar sem háskalegt ástand gæti annars skapast. Í gærkvöldi þurftu fjórar vélar sem ekki gátu lent í Keflavík vegna skyggnis að snúa til Egilsstaða. Önnur fór til Edinborgar í Skotlandi. Einungis fjórar litlar þotur komast fyrir með góðu móti á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en þá er gert ráð fyrir að vellirnir séu tómir. Séu þetta breiðþotur, líkt og íslensku félögin hafa tekið í notkun, komast mun færri fyrir. Á Reykjavíkurflugvelli er hægt að koma fyrir um tuttugu vélum en hins vegar eru aðstæður í Keflavík og Reykjavík oft svipaðar. Þá eru varaflugvellirnir allir búnir ólíkum eiginleikum. Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra flugmanna segir ástandið geta orðið hættulegt á háannatíma. „Það þýðir bara að flugvöllurinn teppist bókstaflega. Vegna þess að það eru ekki til dráttarbílar til að færa vélar til eða neitt slíkt. Það getur skapast mjög erfitt og háskalegt ástand," segir Ingvar Tryggvason.Talað fyrir daufum eyrum Ingvar segir nauðsynlegt að stækka flughlöðin á Akureyri og Egilsstöðum eða að byggja akbraut sem væri samsíða flugbrautunum og myndi virka sem yfirfall. Hann segir að félagið hafi margoft bent stjórnvöldum á þetta en talað fyrir daufum eyrum. „Við sjáum það ár eftir ár að það kemur út samgönguáætlun þar sem fjármunir eru eyrnamerktir í framkvæmdir á flugvöllum umhverfis landið. En það næsta sem gerist er að það koma út fjárlög og þá er bara komið núll í alla dálkana. Það verður bara ekki unað við þetta lengur og stjórnvöld verða að fara að koma með einhverja stefnu í flugmálum. Flugregkstur stendur undir 10% af allri landsframleiðslu og það er skýtur skökku við að það skuli ekki vera skýrari stefna,“ segir Ingvar. Efni úr Vaðlaheiðagöngum, sem hægt væri að nýta í stækkun flughlaðsins á Akureyri, hefur legið við völlinn, en stjórnvöld hafa ekki fengist til þess að verja fjármagni í að klára framkvæmdirnar. „Mölin er þarna bara og er að síga og jafna sig. En við bíðum bara," segir Ingvar. „Þetta er bara framkvæmd sem þarf að ljúka við. Undir einhverri skýrri og markvissri stefnu. Því höfum við kallað eftir.“
Fréttir af flugi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira