Farþegar Vueling loks á leið upp í vél í Edinborg Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2017 22:12 Farþegar á leið upp í vél Vueling í Edinborg í kvöld. Trausti Þór Farþegar Vueling sem hafa verið fastir í Edinborg síðan í nótt, eru nú loks á leið upp í vél sem mun fljúga þeim til Íslands. Vélin var að koma frá Barcelona í gærkvöldi en var snúið við frá Keflavík vegna lágrar skýjahæðar og flogið til Edinborgar í Skotlandi. Trausti Þór Friðriksson, einn farþeganna, segir að þeim hafi loks verið hleypt upp í vél um klukkan 22 að íslenskum tíma í kvöld, um þremur tímum eftir að upphaflega stóð til að fljúga til Íslands. Hann segir að flugstjóri vélarinnar hafi verið meta það hvort hann treysti sér til að lenda á Keflavíkurflugvelli. Eins og fram kom í frétt Vísis í kvöld standa nú yfir framkvæmdir á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli þar sem verið er að gera endurbætur á blindaðflugsbúnaði. Hann er nú ótengdur, en þegar hann er tengdur geta vélarnar lent í minna skyggni. Í gærkvöldi hafi skýjahæðin um tíma verið of lág til að hægt væri lenda. Trausti Þór segist feginn að vera loks á leiðinni til landsins en vonast svo innilega að ekki taki við annað útsýnisflug yfir Íslandi síðar í kvöld og vonast að vélinni verði nú örugglega lent á Keflavíkurflugvelli. Hann segir að upplýsingaleysið á flugvellinum Edinborg hafi verið að fara í skapið á mörgum farþeganna. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hótuðu farþegunum með lögreglu Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands. 18. júní 2017 17:15 Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu. 18. júní 2017 10:51 Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Farþegar Vueling sem hafa verið fastir í Edinborg síðan í nótt, eru nú loks á leið upp í vél sem mun fljúga þeim til Íslands. Vélin var að koma frá Barcelona í gærkvöldi en var snúið við frá Keflavík vegna lágrar skýjahæðar og flogið til Edinborgar í Skotlandi. Trausti Þór Friðriksson, einn farþeganna, segir að þeim hafi loks verið hleypt upp í vél um klukkan 22 að íslenskum tíma í kvöld, um þremur tímum eftir að upphaflega stóð til að fljúga til Íslands. Hann segir að flugstjóri vélarinnar hafi verið meta það hvort hann treysti sér til að lenda á Keflavíkurflugvelli. Eins og fram kom í frétt Vísis í kvöld standa nú yfir framkvæmdir á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli þar sem verið er að gera endurbætur á blindaðflugsbúnaði. Hann er nú ótengdur, en þegar hann er tengdur geta vélarnar lent í minna skyggni. Í gærkvöldi hafi skýjahæðin um tíma verið of lág til að hægt væri lenda. Trausti Þór segist feginn að vera loks á leiðinni til landsins en vonast svo innilega að ekki taki við annað útsýnisflug yfir Íslandi síðar í kvöld og vonast að vélinni verði nú örugglega lent á Keflavíkurflugvelli. Hann segir að upplýsingaleysið á flugvellinum Edinborg hafi verið að fara í skapið á mörgum farþeganna.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hótuðu farþegunum með lögreglu Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands. 18. júní 2017 17:15 Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu. 18. júní 2017 10:51 Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Hótuðu farþegunum með lögreglu Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands. 18. júní 2017 17:15
Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu. 18. júní 2017 10:51