Dagur býður sig aftur fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2017 10:12 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar 45 ára afmæli í dag. visir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, er ákveðinn í því að bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fara fram næsta vor. Hann segist óhræddur leggja störf sín í dóm kjósenda. Þetta kemur fram í viðtali við Dag í Fréttablaðinu í dag en hann fagnar 45 ára afmæli á kvenréttindadaginn. Starfið er áhugavert og fjölbreytt og maður fær tækifæri til að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífsgæði, mannlíf og fjölbreytt atvinnutækifæri.“Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík.Tekið vel um alla borg Borgarstjórinn segir íbúa í höfuðborginni taka sér vel, hvert sem hann fari. „Hluti af því sem gefur mér mikið í starfi borgarstjóra er að hitta borgarbúa, sjá spennandi hluti gerast og finna hvað fólk er stolt af því. Það er geysilegur metnaður og framþróun í atvinnulífi Reykvíkinga, skólum, velferðarþjónustunni og hvert sem litið er og forréttindi að fá innsýn í það og taka þátt í því. Umræðan getur verið neikvæð á netinu en veruleikinn tekur henni langt fram og framúrskarandi móttökur sem ég fæ um alla borg hjá Reykvíkingum hvetja mig áfram á hverjum degi.“ Dagur segist ekki geyma læknaslopp í skáp skrifstofu sinnar en hann fór í læknisfræði til að forða sér frá því að fara út í pólitík.Gott að eiga læknaprófið í bakhöndinni „Ég vildi láta gott af mér leiða og mennta mig til starfs sem gengur út á samskipti við fólk, byggir á traustri þekkingu, vísindum og greiningu á vandamálum. Stundum langar mig til baka, læknisfræðin er frábært fag, en ekki á meðan ég á kost á að sinna núverandi starfi. Ég dreg þó ekki dul á að það sé gott fyrir stjórnmálamenn að eiga eitthvað jafn spennandi og áhugavert og læknisfræði að hverfa að, því það er ekki gott að vera í pólitík af því maður hafi ekki að öðru að hverfa. En það á sannarlega ekki við mig.“ Þá segir Dagur að fyrirmynd hans í embætti borgarstjóra sé Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. „Ég fór í pólitík fyrir orð Ingibjargar Sólrúnar. Eitt af því sem hún og Reykjavíkurlistinn gerðu að lykilmáli í pólitík, og sem íhaldskarlar hlógu að árum saman, voru jafnréttismál, leikskólamál og barátta gegn ofbeldi. Það þurfti konur til að breyta þeim málum fyrir alvöru og það er arfur Kvennalistans sem við búum ennþá að. Borgarbúar studdu við þessar áherslur og mér finnst mikilvægt að halda þeim á lofti.“ Sveitarstjórnarmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, er ákveðinn í því að bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fara fram næsta vor. Hann segist óhræddur leggja störf sín í dóm kjósenda. Þetta kemur fram í viðtali við Dag í Fréttablaðinu í dag en hann fagnar 45 ára afmæli á kvenréttindadaginn. Starfið er áhugavert og fjölbreytt og maður fær tækifæri til að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífsgæði, mannlíf og fjölbreytt atvinnutækifæri.“Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík.Tekið vel um alla borg Borgarstjórinn segir íbúa í höfuðborginni taka sér vel, hvert sem hann fari. „Hluti af því sem gefur mér mikið í starfi borgarstjóra er að hitta borgarbúa, sjá spennandi hluti gerast og finna hvað fólk er stolt af því. Það er geysilegur metnaður og framþróun í atvinnulífi Reykvíkinga, skólum, velferðarþjónustunni og hvert sem litið er og forréttindi að fá innsýn í það og taka þátt í því. Umræðan getur verið neikvæð á netinu en veruleikinn tekur henni langt fram og framúrskarandi móttökur sem ég fæ um alla borg hjá Reykvíkingum hvetja mig áfram á hverjum degi.“ Dagur segist ekki geyma læknaslopp í skáp skrifstofu sinnar en hann fór í læknisfræði til að forða sér frá því að fara út í pólitík.Gott að eiga læknaprófið í bakhöndinni „Ég vildi láta gott af mér leiða og mennta mig til starfs sem gengur út á samskipti við fólk, byggir á traustri þekkingu, vísindum og greiningu á vandamálum. Stundum langar mig til baka, læknisfræðin er frábært fag, en ekki á meðan ég á kost á að sinna núverandi starfi. Ég dreg þó ekki dul á að það sé gott fyrir stjórnmálamenn að eiga eitthvað jafn spennandi og áhugavert og læknisfræði að hverfa að, því það er ekki gott að vera í pólitík af því maður hafi ekki að öðru að hverfa. En það á sannarlega ekki við mig.“ Þá segir Dagur að fyrirmynd hans í embætti borgarstjóra sé Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. „Ég fór í pólitík fyrir orð Ingibjargar Sólrúnar. Eitt af því sem hún og Reykjavíkurlistinn gerðu að lykilmáli í pólitík, og sem íhaldskarlar hlógu að árum saman, voru jafnréttismál, leikskólamál og barátta gegn ofbeldi. Það þurfti konur til að breyta þeim málum fyrir alvöru og það er arfur Kvennalistans sem við búum ennþá að. Borgarbúar studdu við þessar áherslur og mér finnst mikilvægt að halda þeim á lofti.“
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira