Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, segist hafa verið að hluta til ósammála hæfnisnefndinni. Að minnsta kosti einn þeirra, sem hæfnisnefnd mat á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir, íhugar að kæra íslenska ríkið eða leita til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Fordæmi er fyrir því að ríkissjóður greiði bætur vegna slíks. Var Árna Mathiesen, sem og ríkissjóði, árið 2011 gert að greiða Guðmundi Kristjánssyni hálfa milljón króna fyrir að hafa gengið framhjá honum við skipan dómara í Héraðsdóm Norðurlands vestra og Héraðsdóm Austurlands í desember 2007. Fréttablaðið ræddi í gær við nokkra þeirra fjögurra sem dómsmálaráðherra var ósammála hæfnisnefnd um og var hljóðið í þeim þungt. Einn þeirra notaði orðið „valdníðsla“ um vinnubrögð dómsmálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir.vísir/ernir Lilja Alfreðsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir afgreiðslu tillögunnar úr nefnd rýra traust. „Ég óttast að þetta rýri traust á þinginu og að þetta rýri traust á þessu nýja dómstigi,“ segir Lilja. Katrín Jakobsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir meirihlutann hafa ákveðið að keyra málið út úr nefnd. „Andmæli okkar snúast ekki um einstaklingana heldur málsmeðferðina en við teljum það algjört grundvallaratriði við þessi tímamót í réttarsögunni, þegar nýr réttur er settur og skipaður í heild sinni, að málsmeðferð stjórnvalda sé hafin yfir vafa,“ segir Katrín enn fremur. Tillagan var tekin fyrir á Alþingi í gær en Fréttablaðið var farið í prentun áður en málið kom til umræðu. Til stóð að minnihluti nefndarinnar myndi leggja fram frávísunartillögu. Yrði hún ekki samþykkt myndu Píratar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra sem hafði verið samin fyrr um daginn. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Að minnsta kosti einn þeirra, sem hæfnisnefnd mat á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir, íhugar að kæra íslenska ríkið eða leita til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Fordæmi er fyrir því að ríkissjóður greiði bætur vegna slíks. Var Árna Mathiesen, sem og ríkissjóði, árið 2011 gert að greiða Guðmundi Kristjánssyni hálfa milljón króna fyrir að hafa gengið framhjá honum við skipan dómara í Héraðsdóm Norðurlands vestra og Héraðsdóm Austurlands í desember 2007. Fréttablaðið ræddi í gær við nokkra þeirra fjögurra sem dómsmálaráðherra var ósammála hæfnisnefnd um og var hljóðið í þeim þungt. Einn þeirra notaði orðið „valdníðsla“ um vinnubrögð dómsmálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir.vísir/ernir Lilja Alfreðsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir afgreiðslu tillögunnar úr nefnd rýra traust. „Ég óttast að þetta rýri traust á þinginu og að þetta rýri traust á þessu nýja dómstigi,“ segir Lilja. Katrín Jakobsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir meirihlutann hafa ákveðið að keyra málið út úr nefnd. „Andmæli okkar snúast ekki um einstaklingana heldur málsmeðferðina en við teljum það algjört grundvallaratriði við þessi tímamót í réttarsögunni, þegar nýr réttur er settur og skipaður í heild sinni, að málsmeðferð stjórnvalda sé hafin yfir vafa,“ segir Katrín enn fremur. Tillagan var tekin fyrir á Alþingi í gær en Fréttablaðið var farið í prentun áður en málið kom til umræðu. Til stóð að minnihluti nefndarinnar myndi leggja fram frávísunartillögu. Yrði hún ekki samþykkt myndu Píratar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra sem hafði verið samin fyrr um daginn.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira