Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins aukin að raungildi um 900 milljónir Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2017 19:24 Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins á næstu fimm árum munu hækka tæplega þrisvar sinnum meira að raungildi en framlög til sjúkrahúsþjónustu og háskólanna samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Að auki tekur Ríkisútvarpið til sín stóran hluta auglýsinga á sama tíma og einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum. Ríkisútvarpið er eini ríkisrekni fjölmiðillinn á Norðurlöndunum, Bretlandi og þótt víðar væri leitað sem keppir við einkarekna miðla á auglýsingamarkaði. En auk fjögur þúsund milljóna í framlagi frá ríkissjóði halar fyrirtækið inn um tvö þúsund milljónir á ári í auglýsingatekjum. Það er því sláandi að fara yfir áætlanir um raunaukningu framlaga til einstakra málaflokka í áliti meirihluta fjárlaganefndar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var með naumum meirihluta stjórnarflokkanna á Alþingi síðastliðna nótt. Þar er gert ráð fyrir að framlög ríkisins með útvarpsgjaldinu hækki að raungildi um 23,2 prósent, eða um það bil um 900 milljónir króna á næstu fimm árum. Það er töluvert meiri hækkun en 8,8 prósent að raungildi til sjúkrahúsþjónustu, 7,7 prósent til háskólastigsins, en aðeins nær því sem hækkunin er áætluð til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, sem er 27,5 prósent. Þá er athyglivert að áætlað er að framlög til framhaldsskólastigsins lækki að raungildi á næstu fimm árum um 2,1 prósent.Yfirlit yfir breytingar á framlagi ríkisins til hinna ýmsu málaflokka næstu fimm ár.Þeir sem þekkja til segja varla hægt að finna það lýðræðisríki þar sem ríkið gnæfi eins mikið yfir alla aðra fjölmiðla og íslenska Ríkisútvarpið ohf. sem einnig tekur til sín mjög stóran hluta allra styrkja ríkisins til framleiðslu á ljósvakaefni. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, sem m.a. gefur út Morgunblaðið lýsir þungri stöðu og rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla í grein í Morgunblaðinu í dag miðað við önnur lönd sem Ísland ber sig gjarnan saman við. „Löndin sem við erum helst að bera okkur saman við eru að hlúa að sínum fjölmiðlum. Sínum einkareknu fjölmiðlum, með því að gefa þeim afslátt, svona óbeinan stuðning. Eins og ég bent á að bæði í Danmörku og Noregi er ekki virðisaukaskattur af áskriftum af dagblöðum og netáskrift að blöðum. Það er auðvitað mjög veigamikill stuðningur, þótt hann sé ekki í formi beinna fjárframlaga,“ segir Sigurbjörn. Þá setur Sigurbjörn spurningamerki við útrás Ríkisútvarpsins með almennri fréttasíðu á Netinu og þá sé orðið stutt í að ríkið fari að gefa út dagblað. „Já, mér finnst Ríkisútvarpið með sínum mikla fjárstuðningi frá hinu opinbera vera svolítið frekt á þessum markaði. Með því að Ríkisútvarpið myndi draga sig pínulítið til hlés, eins og með sinn fréttavef til dæmis, sem mbl og Vísir sinna mjög vel og er algerlega óþarfur hjá RÚV. Eins náttúrlega nefndi ég Rás 2 sem oft hefur verið nefnt að passaði kannski ekki beint við hlutverk Ríkisútvarpsins. Auðvitað er útvarpsstöðvamarkaðurinn orðinn mjög fjölbreyttur og flottur,“ segir Sigurbjörn Magnússon. Fjölmiðlar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins á næstu fimm árum munu hækka tæplega þrisvar sinnum meira að raungildi en framlög til sjúkrahúsþjónustu og háskólanna samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Að auki tekur Ríkisútvarpið til sín stóran hluta auglýsinga á sama tíma og einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum. Ríkisútvarpið er eini ríkisrekni fjölmiðillinn á Norðurlöndunum, Bretlandi og þótt víðar væri leitað sem keppir við einkarekna miðla á auglýsingamarkaði. En auk fjögur þúsund milljóna í framlagi frá ríkissjóði halar fyrirtækið inn um tvö þúsund milljónir á ári í auglýsingatekjum. Það er því sláandi að fara yfir áætlanir um raunaukningu framlaga til einstakra málaflokka í áliti meirihluta fjárlaganefndar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var með naumum meirihluta stjórnarflokkanna á Alþingi síðastliðna nótt. Þar er gert ráð fyrir að framlög ríkisins með útvarpsgjaldinu hækki að raungildi um 23,2 prósent, eða um það bil um 900 milljónir króna á næstu fimm árum. Það er töluvert meiri hækkun en 8,8 prósent að raungildi til sjúkrahúsþjónustu, 7,7 prósent til háskólastigsins, en aðeins nær því sem hækkunin er áætluð til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, sem er 27,5 prósent. Þá er athyglivert að áætlað er að framlög til framhaldsskólastigsins lækki að raungildi á næstu fimm árum um 2,1 prósent.Yfirlit yfir breytingar á framlagi ríkisins til hinna ýmsu málaflokka næstu fimm ár.Þeir sem þekkja til segja varla hægt að finna það lýðræðisríki þar sem ríkið gnæfi eins mikið yfir alla aðra fjölmiðla og íslenska Ríkisútvarpið ohf. sem einnig tekur til sín mjög stóran hluta allra styrkja ríkisins til framleiðslu á ljósvakaefni. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, sem m.a. gefur út Morgunblaðið lýsir þungri stöðu og rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla í grein í Morgunblaðinu í dag miðað við önnur lönd sem Ísland ber sig gjarnan saman við. „Löndin sem við erum helst að bera okkur saman við eru að hlúa að sínum fjölmiðlum. Sínum einkareknu fjölmiðlum, með því að gefa þeim afslátt, svona óbeinan stuðning. Eins og ég bent á að bæði í Danmörku og Noregi er ekki virðisaukaskattur af áskriftum af dagblöðum og netáskrift að blöðum. Það er auðvitað mjög veigamikill stuðningur, þótt hann sé ekki í formi beinna fjárframlaga,“ segir Sigurbjörn. Þá setur Sigurbjörn spurningamerki við útrás Ríkisútvarpsins með almennri fréttasíðu á Netinu og þá sé orðið stutt í að ríkið fari að gefa út dagblað. „Já, mér finnst Ríkisútvarpið með sínum mikla fjárstuðningi frá hinu opinbera vera svolítið frekt á þessum markaði. Með því að Ríkisútvarpið myndi draga sig pínulítið til hlés, eins og með sinn fréttavef til dæmis, sem mbl og Vísir sinna mjög vel og er algerlega óþarfur hjá RÚV. Eins náttúrlega nefndi ég Rás 2 sem oft hefur verið nefnt að passaði kannski ekki beint við hlutverk Ríkisútvarpsins. Auðvitað er útvarpsstöðvamarkaðurinn orðinn mjög fjölbreyttur og flottur,“ segir Sigurbjörn Magnússon.
Fjölmiðlar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira