Píratar töldu frumvarp opna fyrir ársreikninga Haraldur Guðmundsson skrifar 2. júní 2017 07:00 Frumvarpið var lagt fram af Birgittu Jónsdóttur, Einari Brynjólfssyni og Smára McCarthy auk sjö annarra þingmanna vísir/Ernir Þingflokkur Pírata taldi að frumvarp hans um aukinn aðgang að fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra (RSK), sem var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, myndi opna gjaldfrjálsan aðgang almennings að ársreikningum fyrirtækja. Svo varð ekki enda gilda önnur lög um ársreikninga en þau sem frumvarpið breytti. Embætti RSK benti í umsögn sinni um frumvarpið á að af greinargerð þess mætti ráða að þingflokkurinn hefði gert ráð fyrir að breyting á lögum um fyrirtækjaskrá myndi leiða til gjaldfrelsis hjá ársreikningaskrá. Svo væri ekki þar sem lagaákvæði um þá skrá væri að finna í lögum um ársreikninga. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en það var lagt fram í byrjun febrúar. Þremur dögum síðar las hann greinargerðina upp í ræðu á Alþingi. Umsögn RSK barst rúmum mánuði síðar og mætti Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og lýsti yfir stuðningi við frumvarpið. Benedikt sagðist þó vilja ganga lengra með opnun ársreikningaskrár og hluthafaskrár á næstu árum og segir Smári McCarthy það hafa verið markmið Pírata frá upphafi. „Það má kalla þetta „feil“ en við ætluðum að ganga alla leið strax í upphafi en svo ákváðum við að milda þetta því við vorum ekki viss hversu mikið þetta myndi kosta og hversu mikilli mótstöðu þetta myndi mæta. Þegar við lögðum þetta fram vorum við búin að milda texta frumvarpsins en breyttum ekki greinargerðinni. Núna vitum við hvað það mun kosta að opna ársreikningaskrá líka og hlutafélagaskrá og við fengum miklu meiri stuðning við frumvarpið en við áttum von á og við því komin í ágætis aðstöðu til að klára þetta,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og framsögumaður nefndarálits meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um frumvarpið. Frumvarpið var fyrst lagt fram á Alþingi í október 2015 og í greinargerð þess var einnig bent á að upplýsingar úr ársreikningum væru ekki aðgengilegar almenningi. Samþykkt frumvarpsins þýðir að frá og með næstu áramótum verða allar þær upplýsingar sem skráðar eru í fyrirtækjaskrá, svo sem kennitölur forráðamanna allra skráðra félaga hér á landi, aðgengilegar á vef RSK. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Sjá meira
Þingflokkur Pírata taldi að frumvarp hans um aukinn aðgang að fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra (RSK), sem var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, myndi opna gjaldfrjálsan aðgang almennings að ársreikningum fyrirtækja. Svo varð ekki enda gilda önnur lög um ársreikninga en þau sem frumvarpið breytti. Embætti RSK benti í umsögn sinni um frumvarpið á að af greinargerð þess mætti ráða að þingflokkurinn hefði gert ráð fyrir að breyting á lögum um fyrirtækjaskrá myndi leiða til gjaldfrelsis hjá ársreikningaskrá. Svo væri ekki þar sem lagaákvæði um þá skrá væri að finna í lögum um ársreikninga. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en það var lagt fram í byrjun febrúar. Þremur dögum síðar las hann greinargerðina upp í ræðu á Alþingi. Umsögn RSK barst rúmum mánuði síðar og mætti Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og lýsti yfir stuðningi við frumvarpið. Benedikt sagðist þó vilja ganga lengra með opnun ársreikningaskrár og hluthafaskrár á næstu árum og segir Smári McCarthy það hafa verið markmið Pírata frá upphafi. „Það má kalla þetta „feil“ en við ætluðum að ganga alla leið strax í upphafi en svo ákváðum við að milda þetta því við vorum ekki viss hversu mikið þetta myndi kosta og hversu mikilli mótstöðu þetta myndi mæta. Þegar við lögðum þetta fram vorum við búin að milda texta frumvarpsins en breyttum ekki greinargerðinni. Núna vitum við hvað það mun kosta að opna ársreikningaskrá líka og hlutafélagaskrá og við fengum miklu meiri stuðning við frumvarpið en við áttum von á og við því komin í ágætis aðstöðu til að klára þetta,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og framsögumaður nefndarálits meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um frumvarpið. Frumvarpið var fyrst lagt fram á Alþingi í október 2015 og í greinargerð þess var einnig bent á að upplýsingar úr ársreikningum væru ekki aðgengilegar almenningi. Samþykkt frumvarpsins þýðir að frá og með næstu áramótum verða allar þær upplýsingar sem skráðar eru í fyrirtækjaskrá, svo sem kennitölur forráðamanna allra skráðra félaga hér á landi, aðgengilegar á vef RSK.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Sjá meira