Heimir sendi knattspyrnustjórum strákanna tóninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2017 13:30 Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Vísir/AFP Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með. Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem Heimir sendi stjórunum tóninn. Heimir hefur fengið að heyra einhverja gagnrýni frá stjórum vegna þess að hann þykir ekki gefa landsliðsmönnum nægilegt frí og láta þá æfa of mikið í landsliðsverkefnunum. „Við stjórnum ekki undirbúningi okkar út frá því sem aðrir segja," sagði Heimir á blaðamannafundinum og var þar óbeint að skjóta á Neil Warnock og fleiri á Englandi sem hafa kvartað undan æfingaplani íslenska liðsins fyrir leikinn. Neil Warnock er knattspyrnustjóri landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City og hefur notað Aron mikið á þessu tímabili. „Undirbúningurinn hófst hérna fyrir tveimur vikum," sagði Heimir. Strákarnir sem voru í ensku B-deildinni hafa verið að æfa með Heimi, Helga Kolviðs og styrktarþjálfaranum Sebastian. Nokkrir sem hafa ekkert verið að spila eins og Ragnar og Hörður Björgvin. Birkir Bjarnason líka að koma úr meiðslum. „Mikilvægi Sebastian er mikið. Þarna kemur hann inn með sína sérþekkingu. VIð tókum inn tæki til að mæla strákana og þetta kenndi okkur Helga mikið. Svona undirbúningur skiptir miklu máli," segir Heimir um styrktarþjálfarann Sebastian. Heimir útskýrði seinna aðeins betur afstöðu sína gagnvart knattspyrnustjórum strákanna út í Evrópu. Neil Warnock hefur gagnrýnt Heimi í tvígang fyrir að nota Aron Einar mikið í landsleikjum, þegar leikjaálagið er mikið hjá Cardiff. Heimir segist hafa enga ástæðu til að svara honum sérstaklega. Hann hefur sína skoðun. Segir að þeir vilji fá leikmenn til að skoða þá sjálfir, vilja ekki meta þá út frá augum annarra. Heimir segir að Aron Einar sé í toppformi og að álaginu á honum sé stýrt í samræmi við það. En að þeir verði að meta það sjálfir, mikilvægi leiksins sé það mikið. Heimir er ekki sammála afstöðu Warnock, en hefur skilning á henni. Heimir hefur eini sinni rætt við Warnock persónulega, það var eftir leikinn gegn Írum. Heimir segir að Warnock hafi verið mjög kurteis. Hann ræddi við fleiri stjóra Íslendingaliða í B-deildinni og voru viðbrögð þeirra misjöfn. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með. Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem Heimir sendi stjórunum tóninn. Heimir hefur fengið að heyra einhverja gagnrýni frá stjórum vegna þess að hann þykir ekki gefa landsliðsmönnum nægilegt frí og láta þá æfa of mikið í landsliðsverkefnunum. „Við stjórnum ekki undirbúningi okkar út frá því sem aðrir segja," sagði Heimir á blaðamannafundinum og var þar óbeint að skjóta á Neil Warnock og fleiri á Englandi sem hafa kvartað undan æfingaplani íslenska liðsins fyrir leikinn. Neil Warnock er knattspyrnustjóri landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City og hefur notað Aron mikið á þessu tímabili. „Undirbúningurinn hófst hérna fyrir tveimur vikum," sagði Heimir. Strákarnir sem voru í ensku B-deildinni hafa verið að æfa með Heimi, Helga Kolviðs og styrktarþjálfaranum Sebastian. Nokkrir sem hafa ekkert verið að spila eins og Ragnar og Hörður Björgvin. Birkir Bjarnason líka að koma úr meiðslum. „Mikilvægi Sebastian er mikið. Þarna kemur hann inn með sína sérþekkingu. VIð tókum inn tæki til að mæla strákana og þetta kenndi okkur Helga mikið. Svona undirbúningur skiptir miklu máli," segir Heimir um styrktarþjálfarann Sebastian. Heimir útskýrði seinna aðeins betur afstöðu sína gagnvart knattspyrnustjórum strákanna út í Evrópu. Neil Warnock hefur gagnrýnt Heimi í tvígang fyrir að nota Aron Einar mikið í landsleikjum, þegar leikjaálagið er mikið hjá Cardiff. Heimir segist hafa enga ástæðu til að svara honum sérstaklega. Hann hefur sína skoðun. Segir að þeir vilji fá leikmenn til að skoða þá sjálfir, vilja ekki meta þá út frá augum annarra. Heimir segir að Aron Einar sé í toppformi og að álaginu á honum sé stýrt í samræmi við það. En að þeir verði að meta það sjálfir, mikilvægi leiksins sé það mikið. Heimir er ekki sammála afstöðu Warnock, en hefur skilning á henni. Heimir hefur eini sinni rætt við Warnock persónulega, það var eftir leikinn gegn Írum. Heimir segir að Warnock hafi verið mjög kurteis. Hann ræddi við fleiri stjóra Íslendingaliða í B-deildinni og voru viðbrögð þeirra misjöfn.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira