Skroll hefur verið í þróun í nokkur ár. Það var hannað með það í huga að búa til tól sem hentar þeim sem eru að skapa - og fyrir þá sem vilja njóta slíks efnis, að því er segir í tilkynningu frá Fronkensteen, fyrirtækinu að baki Skroll.
Skroll er app þar sem vinir geta búið til eitthvað skemmtilegt saman, líkt og það er orðað í tilkynningunni. Í sameiningu er hægt að skapa myndbrot og búa til heil myndbönd sem kallast „thing“ Þau geta verið áskoranir, leikir, spuni, sketsar eða hvað sem er. Einu takmörkin liggja hjá notendum appsins.
Hægt er að setja fram stutt myndbönd og bjóða öðrum að bæta eigin myndböndum við en heildin spilast svo sem eitt myndband.
Skroll er til fyrir iPhone og kemur síðar fyrir Android en notendur Android-tækja geta skrifað fylgst með á skroll.is
Skroll fer á markað í Bandaríkjunum í haust. Heyra má meira um appið í spilaranum hér fyrir neðan.