Jón Steinar áminntur fyrir ókurteisi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júní 2017 17:50 Jón Steinar Gunnlaugsson. vísir/gva Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok síðasta árs.Enginn eigi að sæta skætingi sem þessum Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna, almenna kurteisi og samskiptavenjur og sé stétt lögmanna vart til framdráttar. Hann sagðist hafa kvartað svo hvorki hann né aðrir í hans stöðu þurfi eftirleiðis að sitja undir skætingi sem þessum, að því er segir í úrskurðinum. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðni hans vegar. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og spurði hvort hann væri að reyna að gera sig að óhæfum lögmanni í augum umbjóðanda síns. Ingimundur sendi Jóni Steinari eftirfarandi skilaboð:„Sæll. Ég hef nú afgreitt erindi þitt, dags. 5. des. sl. Beiðni um flýtimeðferð er hafnað og fylgir bréf mitt þess efnis hjálagt. Ég hef þegar beðið afgreiðslu dómsins um að senda þér frumrit bréfsins ásamt gögnum málsins."Vona að þú sofir vel næstu nótt Jón Steinar svaraði skeyti dómstjórans um hæl:„Sæll dómstjóri.Efni þessa bréfs er furðulegt og reyndar eins konar högg undir beltisstað. Ég kom að máli við þig áður en ég sendi erindið. Ég sagði þér að gögn málsins væru mikil að vöxtum og gerði ráð fyrir að senda þau með. Þú taldir það óþarfa og komum við okkur saman um að þú fengir skjalaskrána og myndir svo kalla eftir gögnum ef þú teldir þörf á. Það er þá líklega best núna að senda þér nýja beiðni og láta öll gögnin fylgja.Ég man ekki eftir svona framgöngu embættismanns eða dómara fyrr á starfsæfi minni sem spannar um hálfa öld.Vonandi sefur þú vel næstu nótt.“ Ingimundur sagðist í framhaldinu ekki hirða um ávirðingar lögmannsins. Jón Steinar sagði þá: „Ég finn hjá mér þörf á að ljúka þessum óskemmtilegu samskiptum við þig, mann sem ég hef jafnan talið að væri þokkalega heiðarlegur maður með sæmilegt jarðsamband.“ Jón Steinar lagði fram aðra beiðni um flýtimeðferð, sem einnig var hafnað, með vísan til þess hve langur tími hefði liðið . Jón Steinar sendi þá póstinn:„Ég var að lesa synjun þína á beiðni um flýtimeðferð og rökin fyrir henni.Leyf mér bara að segja við þig Þú ættir að láta af hroka og yfirlæti sem svo mjög hefur einkennt afstöðu þína í þessu máli. Það fer miklu betur á því að sleppa slíku þó að menn kunni að líta stórt á sig. Þeim líður að jafnaði betur þannig." Ingimundur sendi formanni Lögmannafélagsins bréf í janúar síðastliðnum þar sem hann rakti þessi samskipti þeirra tveggja. Segist hann í bréfinu tilefni til að vekja athygli á framgöngu lögmannsins, sem hann sagðist telja bera vott um fádæma dónaskap, virðingarleysi og vanstillingu hans gagnvart lögboðnum verkefnum dómstjóra. Úrskurðarnefnd lögmanna taldi brotið alvarlegt og í úrskurðinum segir að við ákvörðun viðurlaganna hafi verið horft til þess að brot Jóns Steinars lúti að þeim mikilvægu hagsmunum réttarkerfisins að samskipti séu fagleg og grundvölluð á virðingu. Víki lögmenn frá þessu í andstöðu við lög eða siðareglur sé farið gegn hagsmunum og þar með hagsmunum skjólstæðinga þeirra. „Nefndin telur brot kærða alvarlegt og sætir hann áminningu vegna þess.“ Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok síðasta árs.Enginn eigi að sæta skætingi sem þessum Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna, almenna kurteisi og samskiptavenjur og sé stétt lögmanna vart til framdráttar. Hann sagðist hafa kvartað svo hvorki hann né aðrir í hans stöðu þurfi eftirleiðis að sitja undir skætingi sem þessum, að því er segir í úrskurðinum. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðni hans vegar. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og spurði hvort hann væri að reyna að gera sig að óhæfum lögmanni í augum umbjóðanda síns. Ingimundur sendi Jóni Steinari eftirfarandi skilaboð:„Sæll. Ég hef nú afgreitt erindi þitt, dags. 5. des. sl. Beiðni um flýtimeðferð er hafnað og fylgir bréf mitt þess efnis hjálagt. Ég hef þegar beðið afgreiðslu dómsins um að senda þér frumrit bréfsins ásamt gögnum málsins."Vona að þú sofir vel næstu nótt Jón Steinar svaraði skeyti dómstjórans um hæl:„Sæll dómstjóri.Efni þessa bréfs er furðulegt og reyndar eins konar högg undir beltisstað. Ég kom að máli við þig áður en ég sendi erindið. Ég sagði þér að gögn málsins væru mikil að vöxtum og gerði ráð fyrir að senda þau með. Þú taldir það óþarfa og komum við okkur saman um að þú fengir skjalaskrána og myndir svo kalla eftir gögnum ef þú teldir þörf á. Það er þá líklega best núna að senda þér nýja beiðni og láta öll gögnin fylgja.Ég man ekki eftir svona framgöngu embættismanns eða dómara fyrr á starfsæfi minni sem spannar um hálfa öld.Vonandi sefur þú vel næstu nótt.“ Ingimundur sagðist í framhaldinu ekki hirða um ávirðingar lögmannsins. Jón Steinar sagði þá: „Ég finn hjá mér þörf á að ljúka þessum óskemmtilegu samskiptum við þig, mann sem ég hef jafnan talið að væri þokkalega heiðarlegur maður með sæmilegt jarðsamband.“ Jón Steinar lagði fram aðra beiðni um flýtimeðferð, sem einnig var hafnað, með vísan til þess hve langur tími hefði liðið . Jón Steinar sendi þá póstinn:„Ég var að lesa synjun þína á beiðni um flýtimeðferð og rökin fyrir henni.Leyf mér bara að segja við þig Þú ættir að láta af hroka og yfirlæti sem svo mjög hefur einkennt afstöðu þína í þessu máli. Það fer miklu betur á því að sleppa slíku þó að menn kunni að líta stórt á sig. Þeim líður að jafnaði betur þannig." Ingimundur sendi formanni Lögmannafélagsins bréf í janúar síðastliðnum þar sem hann rakti þessi samskipti þeirra tveggja. Segist hann í bréfinu tilefni til að vekja athygli á framgöngu lögmannsins, sem hann sagðist telja bera vott um fádæma dónaskap, virðingarleysi og vanstillingu hans gagnvart lögboðnum verkefnum dómstjóra. Úrskurðarnefnd lögmanna taldi brotið alvarlegt og í úrskurðinum segir að við ákvörðun viðurlaganna hafi verið horft til þess að brot Jóns Steinars lúti að þeim mikilvægu hagsmunum réttarkerfisins að samskipti séu fagleg og grundvölluð á virðingu. Víki lögmenn frá þessu í andstöðu við lög eða siðareglur sé farið gegn hagsmunum og þar með hagsmunum skjólstæðinga þeirra. „Nefndin telur brot kærða alvarlegt og sætir hann áminningu vegna þess.“
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira