Þarf að vera svigrúm til mats Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2017 19:15 Allir þeir sem koma að skipan dómara ættu að hugsa sinn gang að sögn formanns Dómarafélags Íslands. Hann telur að ráðherra ætti að hafa svigrúm til mats þegar verið sé að skipa fimmtán nýja dómara. Mikill ófriður ríkir um skipan dómara í landsrétt og ætlar lögmaðurinn Ástráður Haraldsson að stefna dómsmálaráðherra og íslenska ríkinu vegna málsins. Ástráður var á lista hæfisnefndar og hefði fengið sæti í Landsrétti ef ráðherra hefði ekki skipt út fjórum dómurum. Formaður Dómarafélags Íslands, segir ráðherra hafa heimild til að víkja frá tillögum nefndarinnar. „Svo er það annað mál hvernig ráðherra ber að standa að slíku fráviki. Og hvort að þá mat ráðherra getur talist ólögmætt," segir Skúli. Hæfisnefndin tók til starfa árið 2010 og hefur skilað sextán umsögnum en þetta er í fyrsta sinn sem ekki er farið eftir matinu. Skúli bendir á að dómefndin hafi ítrekað verið gagnrýnd fyrir að raða umsækjendum of stíft upp á grundvelli matskenndra sjónarmiða. „Hér kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að þarna standi fimmtán umsækjendur framar öðrum og þegar um er að ræða skipan fimmtán nýrra dómara og það á að manna nýjan dómstól frá grunni hlýtur það óneitanlega að teljast umhugsunarefni," segir Skúli. Telur hann að í þessum aðstæðum þurfi ýmis sjónarmið sem tengjast fjölbreytileika að koma til skoðunar. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að endurskoða þurfi lög og reglur um dómaraskipan út frá reynslunni í þessu máli. Skoðunin sé hins vegar ekki hafin. Yfir þrjú þúsund manns hafa ritað undir áskorun til forseta um að skrifa ekki undir skipan dómaranna. Skúli segir að þeir verði ekki skipaðir án undirskriftar forseta. „Hitt er svo annað mál; hvort forseti Íslands og sá sem nú situr telji sér pólitískt fært að synja ráðherra staðfestingar á slíkri tillögu. Slíkt hefur aldrei gerst," segir Skúli. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Allir þeir sem koma að skipan dómara ættu að hugsa sinn gang að sögn formanns Dómarafélags Íslands. Hann telur að ráðherra ætti að hafa svigrúm til mats þegar verið sé að skipa fimmtán nýja dómara. Mikill ófriður ríkir um skipan dómara í landsrétt og ætlar lögmaðurinn Ástráður Haraldsson að stefna dómsmálaráðherra og íslenska ríkinu vegna málsins. Ástráður var á lista hæfisnefndar og hefði fengið sæti í Landsrétti ef ráðherra hefði ekki skipt út fjórum dómurum. Formaður Dómarafélags Íslands, segir ráðherra hafa heimild til að víkja frá tillögum nefndarinnar. „Svo er það annað mál hvernig ráðherra ber að standa að slíku fráviki. Og hvort að þá mat ráðherra getur talist ólögmætt," segir Skúli. Hæfisnefndin tók til starfa árið 2010 og hefur skilað sextán umsögnum en þetta er í fyrsta sinn sem ekki er farið eftir matinu. Skúli bendir á að dómefndin hafi ítrekað verið gagnrýnd fyrir að raða umsækjendum of stíft upp á grundvelli matskenndra sjónarmiða. „Hér kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að þarna standi fimmtán umsækjendur framar öðrum og þegar um er að ræða skipan fimmtán nýrra dómara og það á að manna nýjan dómstól frá grunni hlýtur það óneitanlega að teljast umhugsunarefni," segir Skúli. Telur hann að í þessum aðstæðum þurfi ýmis sjónarmið sem tengjast fjölbreytileika að koma til skoðunar. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að endurskoða þurfi lög og reglur um dómaraskipan út frá reynslunni í þessu máli. Skoðunin sé hins vegar ekki hafin. Yfir þrjú þúsund manns hafa ritað undir áskorun til forseta um að skrifa ekki undir skipan dómaranna. Skúli segir að þeir verði ekki skipaðir án undirskriftar forseta. „Hitt er svo annað mál; hvort forseti Íslands og sá sem nú situr telji sér pólitískt fært að synja ráðherra staðfestingar á slíkri tillögu. Slíkt hefur aldrei gerst," segir Skúli.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00