Beint lýðræði í menntamálum Halldór Auðar Svansson og Þórlaug Ágústsdóttir skrifar 7. júní 2017 07:00 Beint lýðræði snýst um að þú getir haft bein áhrif á það sem skiptir þig máli. Beint lýðræði snýst ekki um að hafa skoðun á öllu alltaf, heldur að geta haft áhrif á það sem skiptir mann máli. Núna stendur yfir mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar og í fyrsta sinn er þér; borgaranum, boðið með. Stefnumótunin fer fram í víðtæku samráði við fagmenn, starfsfólk borgarinnar, foreldra og nemendur sjálfa og nær yfir alla starfsemi skóla- og frístundasviðs borgarinnar, leikskóla, grunnskóla og frístund. Útgangspunktur stefnunnar er sú færni sem nemendur eiga að hafa öðlast árið 2030. Hvað á nemandi að kunna við útskrift? Á Betri Reykjavík, lýðræðisgátt Reykjavíkur, getur þú haft aðkomu með ýmsum hætti; mótað tillögur, forgangsraðað verkefnum og svokölluðum færniþáttum og tekið þátt í umræðum. Liður í samráðsferlinu er að opnað hefur verið fyrir forgangsröðun færniþátta á Betri Reykjavik (betrireykjavik.is). Einnig getur almenningur lagt fram sínar eigin hugmyndir að færniþáttum og rökrætt þær fram og til baka. Þetta rímar vel við stefnu Pírata, sem borgin er nú að gera að sinni, að vefkerfi eins og Betri Reykjavík eigi að nota í meiri mæli til að fá fram álit á þeirri stefnumótun og ákvarðanatöku sem eru í gangi hjá borginni hverju sinni. Nú þegar þekkir fólk ágætlega til árlegrar hugmyndasöfnunar um framkvæmdir í hverfum á Betri Reykjavík, Hverfið mitt, og hefur það notið vaxandi vinsælda. Í fyrra var kosningaþátttaka í Hverfinu mínu 9,4 prósent og hefur aldrei verið hærri. Lykillinn að velgengni þessari er sennilega sú að þarna er hugmyndasöfnunin – lýðræðið – beintengd við stjórnsýslu borgarinnar; fólk hefur raunveruleg áhrif á það sem borgin gerir og sér árangur af því að taka þátt. Framtíðin í stjórnsýslu felst í lifandi samtali við almenning í gegnum vefinn og Reykjavíkurborg ryður þar veginn. Hvernig sérð þú fyrir þér skólakerfið árið 2030? Taktu þátt á Betri Reykjavík – samráð stendur yfir til 10. júní. Halldór Auðar Svansson er borgarfulltrúi Pírata. Þórlaug Ágústsdóttir er fulltrúi Pírata á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Auðar Svansson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Beint lýðræði snýst um að þú getir haft bein áhrif á það sem skiptir þig máli. Beint lýðræði snýst ekki um að hafa skoðun á öllu alltaf, heldur að geta haft áhrif á það sem skiptir mann máli. Núna stendur yfir mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar og í fyrsta sinn er þér; borgaranum, boðið með. Stefnumótunin fer fram í víðtæku samráði við fagmenn, starfsfólk borgarinnar, foreldra og nemendur sjálfa og nær yfir alla starfsemi skóla- og frístundasviðs borgarinnar, leikskóla, grunnskóla og frístund. Útgangspunktur stefnunnar er sú færni sem nemendur eiga að hafa öðlast árið 2030. Hvað á nemandi að kunna við útskrift? Á Betri Reykjavík, lýðræðisgátt Reykjavíkur, getur þú haft aðkomu með ýmsum hætti; mótað tillögur, forgangsraðað verkefnum og svokölluðum færniþáttum og tekið þátt í umræðum. Liður í samráðsferlinu er að opnað hefur verið fyrir forgangsröðun færniþátta á Betri Reykjavik (betrireykjavik.is). Einnig getur almenningur lagt fram sínar eigin hugmyndir að færniþáttum og rökrætt þær fram og til baka. Þetta rímar vel við stefnu Pírata, sem borgin er nú að gera að sinni, að vefkerfi eins og Betri Reykjavík eigi að nota í meiri mæli til að fá fram álit á þeirri stefnumótun og ákvarðanatöku sem eru í gangi hjá borginni hverju sinni. Nú þegar þekkir fólk ágætlega til árlegrar hugmyndasöfnunar um framkvæmdir í hverfum á Betri Reykjavík, Hverfið mitt, og hefur það notið vaxandi vinsælda. Í fyrra var kosningaþátttaka í Hverfinu mínu 9,4 prósent og hefur aldrei verið hærri. Lykillinn að velgengni þessari er sennilega sú að þarna er hugmyndasöfnunin – lýðræðið – beintengd við stjórnsýslu borgarinnar; fólk hefur raunveruleg áhrif á það sem borgin gerir og sér árangur af því að taka þátt. Framtíðin í stjórnsýslu felst í lifandi samtali við almenning í gegnum vefinn og Reykjavíkurborg ryður þar veginn. Hvernig sérð þú fyrir þér skólakerfið árið 2030? Taktu þátt á Betri Reykjavík – samráð stendur yfir til 10. júní. Halldór Auðar Svansson er borgarfulltrúi Pírata. Þórlaug Ágústsdóttir er fulltrúi Pírata á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun