Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júní 2017 07:00 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. vísir/anton brink „Það er ekki rökrétt að segja að þarna sé á ferðinni ómálefnalegur rökstuðningur,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, á opnum fundi þingflokks Viðreisnar í gær. Vísar hann þar til rökstuðnings dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen, fyrir því að víkja frá mati matsnefndar um hæfni dómenda við Landsrétt. Niðurstaðan hefur verið umdeild síðustu daga og spjótin meðal annars beinst að Viðreisn. „Það er hægt að spyrja út í þennan rökstuðning nefndarinnar sjálfrar. Þarna er á ferðinni mjög þægilegur listi til að rökstyðja þá niðurstöðu sem þig langar að komast að,“ sagði Þorsteinn. Vísar hann þar til Excel-skjals nefndarinnar sem lak út. Hann furðaði sig á því hve lítið vægi dómarareynsla fékk og þeirri staðreynd að allir umsækjendur fengu tíu í einkunn í liðunum samning dóma, stjórnun þinghalda og almenn starfshæfni. „Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ Úr máli Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns flokksins, mátti lesa að hann teldi rétt að áður en slíkt mat fer fram næst liggi skýrar fyrir hvaða þætti nefndin leggur til grundvallar. Þá var þingmönnum flokksins tíðrætt um að niðurstaða nefndarinnar, sem innihélt fimm konur en tíu karla, hefði ekki farið í gegn út af jafnréttissjónarmiðum. „Það vorum við sem rákum ráðherra til baka. Við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokksins, á fundinum. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Það er ekki rökrétt að segja að þarna sé á ferðinni ómálefnalegur rökstuðningur,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, á opnum fundi þingflokks Viðreisnar í gær. Vísar hann þar til rökstuðnings dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen, fyrir því að víkja frá mati matsnefndar um hæfni dómenda við Landsrétt. Niðurstaðan hefur verið umdeild síðustu daga og spjótin meðal annars beinst að Viðreisn. „Það er hægt að spyrja út í þennan rökstuðning nefndarinnar sjálfrar. Þarna er á ferðinni mjög þægilegur listi til að rökstyðja þá niðurstöðu sem þig langar að komast að,“ sagði Þorsteinn. Vísar hann þar til Excel-skjals nefndarinnar sem lak út. Hann furðaði sig á því hve lítið vægi dómarareynsla fékk og þeirri staðreynd að allir umsækjendur fengu tíu í einkunn í liðunum samning dóma, stjórnun þinghalda og almenn starfshæfni. „Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ Úr máli Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns flokksins, mátti lesa að hann teldi rétt að áður en slíkt mat fer fram næst liggi skýrar fyrir hvaða þætti nefndin leggur til grundvallar. Þá var þingmönnum flokksins tíðrætt um að niðurstaða nefndarinnar, sem innihélt fimm konur en tíu karla, hefði ekki farið í gegn út af jafnréttissjónarmiðum. „Það vorum við sem rákum ráðherra til baka. Við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokksins, á fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira