Einlægt ákall Ástrósar hreyfði við Karli Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júní 2017 12:44 Karl sagði, í viðtali við Vísi, að umfjöllun Ástrósar Rutar um málefni krabbameinsveikra hafi hreyft við honum. „Þetta er alveg ótrúlegt! Við hoppuðum hæð okkar af gleði,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri Krafts, um samstarf Apótekarans og stuðningsfélagsins Krafts sem aðstoðar og styður við ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Samningurinn var undirritaður 1.júní síðastliðinn. Apótekarinn hefur lagt Krafti lið í formi fjárstuðnings. Stjórnendur Apótekarans vildu ekki gefa upp hve há fjárhæðin er en heimildir Vísis herma að um sé að ræða 500 þúsund krónur mánaðarlega. Sjóðurinn er ætlaður að nýtast krabbameinsveikum sem þurfa að nálgast lyf sem oft á tíðum eru dýr. Með því að leggja inn beiðni til Krafts og sækja um aðgang eiga sjúklingar tækifæri að nálgast krabbameinslyfin sín í Apótekaranum endurgjaldslaust.Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdarstjóri Krafts og Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur, skrifa undir samninginn.Vísir/KrafurÁkall Ástrósar hafði áhrif Samstarfið kemur í kjölfar gagnrýni Ástrósar Rutar Sigurðardóttur á gífurlegan kostnað krabbameinsveikra einstaklinga og vakti það gríðarlega athygli. Ástrós birti færslu á Facebook þar sem hún ræddi um kostnað eiginmanns síns sem greindur er með krabbamein.Sjá einnig: Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“„Í kjölfarið hafði Karl Wernersson samband við okkur og sagði að sér hefði runnið blóðið til skyldunnar og vildi gera eitthvað fyrir okkar fólk. Þetta er alveg óskaplega flottur styrkur sem þeir láta okkur hafa. Þeir vilja gera við okkur samning út þetta ár og næsta ár,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir þó að blendnar tilfinningar fylgi þessu að því leyti að henni finnist að fólk með langvinna sjúkdóma eigi almennt að fá lyfin án endurgjalds líkt og í samanburðarlöndum. Þau muni halda áfram að berjast með kjaft og klóm fyrir því. Þetta séu hins vegar frábærar fréttir og þau séu glöð með samstarfið. „Það er alltaf verið að hamra á neikvæðum fréttum og stór fyrirtæki sem gera svona lagað eiga ekkert annað en gott skilið. Þetta er sérstaklega rausnarlegt af þeim og við erum afar þakklát,“ segir Ragnheiður.Vildi leggja fram hjálparhönd Vísir hafði samband við Karl Wernersson sem staðfesti að hann hefði haft samband við Kraft persónulega. Sjálfur segist hann vera starfsmaður hjá Apótekaranum og vinnur á skrifstofunni með framkvæmdarstjóra ásamt öðrum. Karl sagði að umfjöllun Ástrósar Rutar um málefni krabbameinsveikra hafi hreyft við honum. „Ég heyrði bara þetta samtal og fannst að þarna væri staður sem við gætum lagt til hjálparhönd. Þannig fór verkefnið á stað,“ segir Karl í samtali við Vísi og segir að það hafi verið ákveðin skilda hjá þeim að aðstoða Kraft. Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur og fulltrúi Apótekarans, sagði í samtali við Vísi að þetta væri gleðiefni. „Við höfum í gegnum árin verið að styrkja sambærileg verkefni og ákváðum að þessu sinni að einbeita okkur að þessu og styðja við bakið á þeim,“sagði Kjartan. Karl Wernersson Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlegt! Við hoppuðum hæð okkar af gleði,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri Krafts, um samstarf Apótekarans og stuðningsfélagsins Krafts sem aðstoðar og styður við ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Samningurinn var undirritaður 1.júní síðastliðinn. Apótekarinn hefur lagt Krafti lið í formi fjárstuðnings. Stjórnendur Apótekarans vildu ekki gefa upp hve há fjárhæðin er en heimildir Vísis herma að um sé að ræða 500 þúsund krónur mánaðarlega. Sjóðurinn er ætlaður að nýtast krabbameinsveikum sem þurfa að nálgast lyf sem oft á tíðum eru dýr. Með því að leggja inn beiðni til Krafts og sækja um aðgang eiga sjúklingar tækifæri að nálgast krabbameinslyfin sín í Apótekaranum endurgjaldslaust.Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdarstjóri Krafts og Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur, skrifa undir samninginn.Vísir/KrafurÁkall Ástrósar hafði áhrif Samstarfið kemur í kjölfar gagnrýni Ástrósar Rutar Sigurðardóttur á gífurlegan kostnað krabbameinsveikra einstaklinga og vakti það gríðarlega athygli. Ástrós birti færslu á Facebook þar sem hún ræddi um kostnað eiginmanns síns sem greindur er með krabbamein.Sjá einnig: Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“„Í kjölfarið hafði Karl Wernersson samband við okkur og sagði að sér hefði runnið blóðið til skyldunnar og vildi gera eitthvað fyrir okkar fólk. Þetta er alveg óskaplega flottur styrkur sem þeir láta okkur hafa. Þeir vilja gera við okkur samning út þetta ár og næsta ár,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir þó að blendnar tilfinningar fylgi þessu að því leyti að henni finnist að fólk með langvinna sjúkdóma eigi almennt að fá lyfin án endurgjalds líkt og í samanburðarlöndum. Þau muni halda áfram að berjast með kjaft og klóm fyrir því. Þetta séu hins vegar frábærar fréttir og þau séu glöð með samstarfið. „Það er alltaf verið að hamra á neikvæðum fréttum og stór fyrirtæki sem gera svona lagað eiga ekkert annað en gott skilið. Þetta er sérstaklega rausnarlegt af þeim og við erum afar þakklát,“ segir Ragnheiður.Vildi leggja fram hjálparhönd Vísir hafði samband við Karl Wernersson sem staðfesti að hann hefði haft samband við Kraft persónulega. Sjálfur segist hann vera starfsmaður hjá Apótekaranum og vinnur á skrifstofunni með framkvæmdarstjóra ásamt öðrum. Karl sagði að umfjöllun Ástrósar Rutar um málefni krabbameinsveikra hafi hreyft við honum. „Ég heyrði bara þetta samtal og fannst að þarna væri staður sem við gætum lagt til hjálparhönd. Þannig fór verkefnið á stað,“ segir Karl í samtali við Vísi og segir að það hafi verið ákveðin skilda hjá þeim að aðstoða Kraft. Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur og fulltrúi Apótekarans, sagði í samtali við Vísi að þetta væri gleðiefni. „Við höfum í gegnum árin verið að styrkja sambærileg verkefni og ákváðum að þessu sinni að einbeita okkur að þessu og styðja við bakið á þeim,“sagði Kjartan.
Karl Wernersson Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira