„Þetta er ekki fíkniefnaskuld, það er alveg hundrað prósent“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2017 16:02 Arnar Jónsson Aspar heitinn og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir. Matarboð var á Æsustöðum í Mosfellsdal í gærkvöldi þegar gesti bar að garði. Um var að ræða sexmenningana sem nú eru í haldi lögreglu vegna manndrápsins í Mosfellsdal. Hinn látni, Arnar Jónsson Aspar, og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, unnusta hans, höfðu boðið afa Heiðdísar í mat. Hann missti eiginkonu sína fyrr á árinu og hefur verið hjartveikur. Afinn varð vitni að árásinni og fékk vægt hjartaáfall. Hann er nú undir eftirliti á sjúkrahúsi. Klara Ólöf Sigurðardóttir, móðursystir Heiðdísar Helgu, segir fjölskylduna í áfalli. Frá vettvangi í gærkvöldi.Vísir/Eyþór Tíu daga stelpan svaf „Þetta er bara helvítis hrottaskapur og viðbjóður,“ segir Klara Ólöf í samtali við Vísi. „Þeir börðu hann og keyrðu svo yfir lappirnar á honum.“ Auk þeirra Arnars, Heiðdísar og afa hennar var tíu daga gömul stúlka þeirra á heimilinu þegar árásarmennina bar að garði. Stúlkan svaf á meðan á árásinni stóð. Klara Ólöf segir Heiðdísi hafa farið til dyra og spurt hafi verið eftir Arnari. Í hópi gestanna var æskuvinur Arnar. Arnar fór til dyra þar sem ráðist var á hann. „Hann hleypur þarna út úr húsinu til að reyna að verja fjölskyldu sína,“ segir Klara Ólöf sem er mikið niðri fyrir vegna málsins. Eins og fjölskyldunni allri. Afinn hafi horft á atburðarásina og orðið vitni að öllu saman. Jón Trausti var handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumenn í Leifsstöð árið 2003.Vísir/HARI Nýbúinn að missa eiginkonu sína „Áttræður maðurinn horfir á þetta allt saman,“ segir Klara. Allt frá því árásin átti sér stað og þar til lögreglumenn reyndu að hnoða lífi í Arnar. En það var um seinan. „Pabbi minn er nýbúinn að missa móður okkar. Þetta er alltof mikið áfall fyrir áttræðan mann,“ segir Klara. Þau systkinin standi nú vaktina ýmist hjá Heiðdísi og litlu stelpunni eða hjá föður sínum á spítalanum. „Maður er bara svo reiður. Þau eru nýbúinn að eignast litla yndislega stúlku og hann hverfur úr lífi hennar. Hann dáðist svo að barninu sínu. Þetta er hrikalegt áfall.“ Fjölskyldan skilji ekki hvers vegna ráðist hafi verið á Arnar. „Þetta er ekki fíkniefnaskuld. Það er alveg hundrað prósent,“ segir Klara. Orðrómur hefur verið hávær um að málið tengdist fíkniefnaheiminum. „Það er búið að blása það svolítið upp en þetta er ekki þannig. Rétt skal vera rétt.“ Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.VÍSIR/ANTON BRINK Náinn vinur einn hinna grunuðu Þá hafi fjölskyldunni ekki síst brugðið þar sem einn árásarmannanna hafi verið náinn vinur Arnars. „Þess vegna botna ég ekkert í þessu. Hann hefur oft komið á heimili þeirra.“ Klara segir prest væntanlegan að Æsustöðum en Heiðdís sé eðlilega í miklu áfalli með nýfædda dóttur sína. „Hún situr með tíu daga gamla dóttur sína og grætur.“ Þá þurfi faðir hennar einnig nauðsynlega á áfallahjálp að halda í framhaldinu. „Þeir voru bestu vinir, þeir Arnar heitinn. Hann reyndist honum ofboðslega vel.“ Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Matarboð var á Æsustöðum í Mosfellsdal í gærkvöldi þegar gesti bar að garði. Um var að ræða sexmenningana sem nú eru í haldi lögreglu vegna manndrápsins í Mosfellsdal. Hinn látni, Arnar Jónsson Aspar, og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, unnusta hans, höfðu boðið afa Heiðdísar í mat. Hann missti eiginkonu sína fyrr á árinu og hefur verið hjartveikur. Afinn varð vitni að árásinni og fékk vægt hjartaáfall. Hann er nú undir eftirliti á sjúkrahúsi. Klara Ólöf Sigurðardóttir, móðursystir Heiðdísar Helgu, segir fjölskylduna í áfalli. Frá vettvangi í gærkvöldi.Vísir/Eyþór Tíu daga stelpan svaf „Þetta er bara helvítis hrottaskapur og viðbjóður,“ segir Klara Ólöf í samtali við Vísi. „Þeir börðu hann og keyrðu svo yfir lappirnar á honum.“ Auk þeirra Arnars, Heiðdísar og afa hennar var tíu daga gömul stúlka þeirra á heimilinu þegar árásarmennina bar að garði. Stúlkan svaf á meðan á árásinni stóð. Klara Ólöf segir Heiðdísi hafa farið til dyra og spurt hafi verið eftir Arnari. Í hópi gestanna var æskuvinur Arnar. Arnar fór til dyra þar sem ráðist var á hann. „Hann hleypur þarna út úr húsinu til að reyna að verja fjölskyldu sína,“ segir Klara Ólöf sem er mikið niðri fyrir vegna málsins. Eins og fjölskyldunni allri. Afinn hafi horft á atburðarásina og orðið vitni að öllu saman. Jón Trausti var handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumenn í Leifsstöð árið 2003.Vísir/HARI Nýbúinn að missa eiginkonu sína „Áttræður maðurinn horfir á þetta allt saman,“ segir Klara. Allt frá því árásin átti sér stað og þar til lögreglumenn reyndu að hnoða lífi í Arnar. En það var um seinan. „Pabbi minn er nýbúinn að missa móður okkar. Þetta er alltof mikið áfall fyrir áttræðan mann,“ segir Klara. Þau systkinin standi nú vaktina ýmist hjá Heiðdísi og litlu stelpunni eða hjá föður sínum á spítalanum. „Maður er bara svo reiður. Þau eru nýbúinn að eignast litla yndislega stúlku og hann hverfur úr lífi hennar. Hann dáðist svo að barninu sínu. Þetta er hrikalegt áfall.“ Fjölskyldan skilji ekki hvers vegna ráðist hafi verið á Arnar. „Þetta er ekki fíkniefnaskuld. Það er alveg hundrað prósent,“ segir Klara. Orðrómur hefur verið hávær um að málið tengdist fíkniefnaheiminum. „Það er búið að blása það svolítið upp en þetta er ekki þannig. Rétt skal vera rétt.“ Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.VÍSIR/ANTON BRINK Náinn vinur einn hinna grunuðu Þá hafi fjölskyldunni ekki síst brugðið þar sem einn árásarmannanna hafi verið náinn vinur Arnars. „Þess vegna botna ég ekkert í þessu. Hann hefur oft komið á heimili þeirra.“ Klara segir prest væntanlegan að Æsustöðum en Heiðdís sé eðlilega í miklu áfalli með nýfædda dóttur sína. „Hún situr með tíu daga gamla dóttur sína og grætur.“ Þá þurfi faðir hennar einnig nauðsynlega á áfallahjálp að halda í framhaldinu. „Þeir voru bestu vinir, þeir Arnar heitinn. Hann reyndist honum ofboðslega vel.“
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira