Píratar segja dómaramálinu langt í frá lokið Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2017 20:00 Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að nefndin muni rannsaka aðferðir og aðkomu dómsmálaráðherra við val á dómurum í Landsrétt Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að nefndin muni rannsaka aðferðir og aðkomu dómsmálaráðherra við val á dómurum í Landsrétt. Forseti Íslands hefur staðfest skipun dómaranna fimmtán og telur að Alþingi hafi staðið rétt að málum við afgreiðslu málsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók sér tvo sólarhringa frá því hann fékk skipunarbréf dómaranna í hendur til að íhuga hvort hann staðfesti skipan dómsmálaráðherra og Alþingis á fimmtán dómurum við nýjan Landsrétt. En honum höfðu borist áskoranir, meðal annars frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata, um að gera það ekki. Forsetinn aflaði sér upplýsinga um afgreiðslu Alþingis á málinu og telur að þar hafi verið farið að lögum og þingsköpum. Í yfirlýsingu frá forsetanum í dag segir meðal annars: „Mér þótti sjálfsagt að kynna mér nánar þessi sjónarmið enda engin brýn stjórnskipuleg nauðsyn til þess að undirrita skipunarbréf dómaraefnanna um leið og mér bærust þau. Jafnframt er þess að geta að þótt atbeini forseta sé formlegur í stjórnskipulegu tilliti má aldrei líta svo á að sá atbeini sé þess vegna sjálfvirkur.“ Og síðar segir forsetinn: „Enginn ágreiningur er um þá þingvenju, sem styðst við ýmis ákvæði þingskapa, að teknir séu saman töluliðir eða greinar þingskjala þegar fyrir liggi að þingmenn muni greiða eins atkvæði um þá alla eða þær allar. Fyrir liggur að enginn hreyfði andmælum við því á þingfundi eða við undirbúning atkvæðagreiðslunnar að greidd yrðu atkvæði í einu lagi um alla 15 töluliði þingskjalsins.“ Og að lokum segir forseti Íslands: „Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp.“ Jón Þór Ólafsson og Birgitta Jónsdóttir fulltrúar Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vilja að nefndin rannsaki þátt Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í málinu, en nefndin fundaði um málið í morgun. „Niðurstaðan var sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur þessa ábyrgð að rannsaka verklag ráðherra í málinu. Nú er forsetinn búinn að taka sína ákvörðun í málinu um að Alþingi hafi farið að sínum verklagsreglum. Nú þarf stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að rannsaka hvort að ráðherra hafi farið á svig við lög sem margt bendir til,“ segir Jón Þór. Tillaga hans og Birgittu Jónsdóttur um að nefndin rannsaki þátt dómsmálaráðherra í málinu verði áfram til umfjöllunar. Hins vegar væru uppi efasemdir um að nefndin rannsakaði málið á sama tíma og Ástráður Haraldsson einn umsækjenda væri í málarekstri við dómsmálaráðherra, enda gæti það spillt fyrir dómsmálinu. „Við höfum kallað til aðallögfræðing Alþingis, umboðsmann Alþingis, í næstu viku til að fara yfir stöðuna hvað það varðar. En rannsóknin mun fara fram.“ Þannig að í ykkar huga er þessu máli langt í frá lokið? „Langt í frá lokið já,“ segir Jón Þór. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Jón Þór fyrir vonbrigðum með forsetann Rannsókn mun fara fram á hugsanlegu ólögmæti skipunar dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 12:23 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að nefndin muni rannsaka aðferðir og aðkomu dómsmálaráðherra við val á dómurum í Landsrétt. Forseti Íslands hefur staðfest skipun dómaranna fimmtán og telur að Alþingi hafi staðið rétt að málum við afgreiðslu málsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók sér tvo sólarhringa frá því hann fékk skipunarbréf dómaranna í hendur til að íhuga hvort hann staðfesti skipan dómsmálaráðherra og Alþingis á fimmtán dómurum við nýjan Landsrétt. En honum höfðu borist áskoranir, meðal annars frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata, um að gera það ekki. Forsetinn aflaði sér upplýsinga um afgreiðslu Alþingis á málinu og telur að þar hafi verið farið að lögum og þingsköpum. Í yfirlýsingu frá forsetanum í dag segir meðal annars: „Mér þótti sjálfsagt að kynna mér nánar þessi sjónarmið enda engin brýn stjórnskipuleg nauðsyn til þess að undirrita skipunarbréf dómaraefnanna um leið og mér bærust þau. Jafnframt er þess að geta að þótt atbeini forseta sé formlegur í stjórnskipulegu tilliti má aldrei líta svo á að sá atbeini sé þess vegna sjálfvirkur.“ Og síðar segir forsetinn: „Enginn ágreiningur er um þá þingvenju, sem styðst við ýmis ákvæði þingskapa, að teknir séu saman töluliðir eða greinar þingskjala þegar fyrir liggi að þingmenn muni greiða eins atkvæði um þá alla eða þær allar. Fyrir liggur að enginn hreyfði andmælum við því á þingfundi eða við undirbúning atkvæðagreiðslunnar að greidd yrðu atkvæði í einu lagi um alla 15 töluliði þingskjalsins.“ Og að lokum segir forseti Íslands: „Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp.“ Jón Þór Ólafsson og Birgitta Jónsdóttir fulltrúar Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vilja að nefndin rannsaki þátt Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í málinu, en nefndin fundaði um málið í morgun. „Niðurstaðan var sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur þessa ábyrgð að rannsaka verklag ráðherra í málinu. Nú er forsetinn búinn að taka sína ákvörðun í málinu um að Alþingi hafi farið að sínum verklagsreglum. Nú þarf stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að rannsaka hvort að ráðherra hafi farið á svig við lög sem margt bendir til,“ segir Jón Þór. Tillaga hans og Birgittu Jónsdóttur um að nefndin rannsaki þátt dómsmálaráðherra í málinu verði áfram til umfjöllunar. Hins vegar væru uppi efasemdir um að nefndin rannsakaði málið á sama tíma og Ástráður Haraldsson einn umsækjenda væri í málarekstri við dómsmálaráðherra, enda gæti það spillt fyrir dómsmálinu. „Við höfum kallað til aðallögfræðing Alþingis, umboðsmann Alþingis, í næstu viku til að fara yfir stöðuna hvað það varðar. En rannsóknin mun fara fram.“ Þannig að í ykkar huga er þessu máli langt í frá lokið? „Langt í frá lokið já,“ segir Jón Þór.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Jón Þór fyrir vonbrigðum með forsetann Rannsókn mun fara fram á hugsanlegu ólögmæti skipunar dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 12:23 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Jón Þór fyrir vonbrigðum með forsetann Rannsókn mun fara fram á hugsanlegu ólögmæti skipunar dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 12:23
Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26