Píratar segja dómaramálinu langt í frá lokið Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2017 20:00 Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að nefndin muni rannsaka aðferðir og aðkomu dómsmálaráðherra við val á dómurum í Landsrétt Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að nefndin muni rannsaka aðferðir og aðkomu dómsmálaráðherra við val á dómurum í Landsrétt. Forseti Íslands hefur staðfest skipun dómaranna fimmtán og telur að Alþingi hafi staðið rétt að málum við afgreiðslu málsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók sér tvo sólarhringa frá því hann fékk skipunarbréf dómaranna í hendur til að íhuga hvort hann staðfesti skipan dómsmálaráðherra og Alþingis á fimmtán dómurum við nýjan Landsrétt. En honum höfðu borist áskoranir, meðal annars frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata, um að gera það ekki. Forsetinn aflaði sér upplýsinga um afgreiðslu Alþingis á málinu og telur að þar hafi verið farið að lögum og þingsköpum. Í yfirlýsingu frá forsetanum í dag segir meðal annars: „Mér þótti sjálfsagt að kynna mér nánar þessi sjónarmið enda engin brýn stjórnskipuleg nauðsyn til þess að undirrita skipunarbréf dómaraefnanna um leið og mér bærust þau. Jafnframt er þess að geta að þótt atbeini forseta sé formlegur í stjórnskipulegu tilliti má aldrei líta svo á að sá atbeini sé þess vegna sjálfvirkur.“ Og síðar segir forsetinn: „Enginn ágreiningur er um þá þingvenju, sem styðst við ýmis ákvæði þingskapa, að teknir séu saman töluliðir eða greinar þingskjala þegar fyrir liggi að þingmenn muni greiða eins atkvæði um þá alla eða þær allar. Fyrir liggur að enginn hreyfði andmælum við því á þingfundi eða við undirbúning atkvæðagreiðslunnar að greidd yrðu atkvæði í einu lagi um alla 15 töluliði þingskjalsins.“ Og að lokum segir forseti Íslands: „Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp.“ Jón Þór Ólafsson og Birgitta Jónsdóttir fulltrúar Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vilja að nefndin rannsaki þátt Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í málinu, en nefndin fundaði um málið í morgun. „Niðurstaðan var sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur þessa ábyrgð að rannsaka verklag ráðherra í málinu. Nú er forsetinn búinn að taka sína ákvörðun í málinu um að Alþingi hafi farið að sínum verklagsreglum. Nú þarf stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að rannsaka hvort að ráðherra hafi farið á svig við lög sem margt bendir til,“ segir Jón Þór. Tillaga hans og Birgittu Jónsdóttur um að nefndin rannsaki þátt dómsmálaráðherra í málinu verði áfram til umfjöllunar. Hins vegar væru uppi efasemdir um að nefndin rannsakaði málið á sama tíma og Ástráður Haraldsson einn umsækjenda væri í málarekstri við dómsmálaráðherra, enda gæti það spillt fyrir dómsmálinu. „Við höfum kallað til aðallögfræðing Alþingis, umboðsmann Alþingis, í næstu viku til að fara yfir stöðuna hvað það varðar. En rannsóknin mun fara fram.“ Þannig að í ykkar huga er þessu máli langt í frá lokið? „Langt í frá lokið já,“ segir Jón Þór. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Jón Þór fyrir vonbrigðum með forsetann Rannsókn mun fara fram á hugsanlegu ólögmæti skipunar dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 12:23 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að nefndin muni rannsaka aðferðir og aðkomu dómsmálaráðherra við val á dómurum í Landsrétt. Forseti Íslands hefur staðfest skipun dómaranna fimmtán og telur að Alþingi hafi staðið rétt að málum við afgreiðslu málsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók sér tvo sólarhringa frá því hann fékk skipunarbréf dómaranna í hendur til að íhuga hvort hann staðfesti skipan dómsmálaráðherra og Alþingis á fimmtán dómurum við nýjan Landsrétt. En honum höfðu borist áskoranir, meðal annars frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata, um að gera það ekki. Forsetinn aflaði sér upplýsinga um afgreiðslu Alþingis á málinu og telur að þar hafi verið farið að lögum og þingsköpum. Í yfirlýsingu frá forsetanum í dag segir meðal annars: „Mér þótti sjálfsagt að kynna mér nánar þessi sjónarmið enda engin brýn stjórnskipuleg nauðsyn til þess að undirrita skipunarbréf dómaraefnanna um leið og mér bærust þau. Jafnframt er þess að geta að þótt atbeini forseta sé formlegur í stjórnskipulegu tilliti má aldrei líta svo á að sá atbeini sé þess vegna sjálfvirkur.“ Og síðar segir forsetinn: „Enginn ágreiningur er um þá þingvenju, sem styðst við ýmis ákvæði þingskapa, að teknir séu saman töluliðir eða greinar þingskjala þegar fyrir liggi að þingmenn muni greiða eins atkvæði um þá alla eða þær allar. Fyrir liggur að enginn hreyfði andmælum við því á þingfundi eða við undirbúning atkvæðagreiðslunnar að greidd yrðu atkvæði í einu lagi um alla 15 töluliði þingskjalsins.“ Og að lokum segir forseti Íslands: „Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp.“ Jón Þór Ólafsson og Birgitta Jónsdóttir fulltrúar Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vilja að nefndin rannsaki þátt Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í málinu, en nefndin fundaði um málið í morgun. „Niðurstaðan var sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur þessa ábyrgð að rannsaka verklag ráðherra í málinu. Nú er forsetinn búinn að taka sína ákvörðun í málinu um að Alþingi hafi farið að sínum verklagsreglum. Nú þarf stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að rannsaka hvort að ráðherra hafi farið á svig við lög sem margt bendir til,“ segir Jón Þór. Tillaga hans og Birgittu Jónsdóttur um að nefndin rannsaki þátt dómsmálaráðherra í málinu verði áfram til umfjöllunar. Hins vegar væru uppi efasemdir um að nefndin rannsakaði málið á sama tíma og Ástráður Haraldsson einn umsækjenda væri í málarekstri við dómsmálaráðherra, enda gæti það spillt fyrir dómsmálinu. „Við höfum kallað til aðallögfræðing Alþingis, umboðsmann Alþingis, í næstu viku til að fara yfir stöðuna hvað það varðar. En rannsóknin mun fara fram.“ Þannig að í ykkar huga er þessu máli langt í frá lokið? „Langt í frá lokið já,“ segir Jón Þór.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Jón Þór fyrir vonbrigðum með forsetann Rannsókn mun fara fram á hugsanlegu ólögmæti skipunar dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 12:23 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Jón Þór fyrir vonbrigðum með forsetann Rannsókn mun fara fram á hugsanlegu ólögmæti skipunar dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 12:23
Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26